Innlent

Handtekinn vegna gruns um heimilisofbeldi í Grafarvogi

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Grafarvogi.
Frá Grafarvogi. Vísir/GVA
Karlmaður var handtekinn í Grafarvogi um klukkan eitt í nótt eftir að tilkynning barst lögreglu um heimilisofbeldi og líkamsárás í heimahúsi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn var vistaður í fangageymslu vegna frekari rannsóknar.

Þá voru tveir handteknir í austurbænum um klukkan tuttugu mínútur í eitt í nótt vegna innbrots í skóla þar rétt hjá.

Að því er segir í tilkynningunni voru hinir grunuðu handteknir nánast á vettvangi. Þeir verða yfirheyrðir síðar vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×