Framúrskarandi forseti Ásdís Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2016 10:32 Ég kynntist Höllu Tómasdóttur, forsetaframbjóðanda, vorið 2002 þegar ég tók þátt í leiðtoganámskeiði á vegum verkefnisins Auður í krafti kvenna. Þar fengu stúlkur á aldrinum 13-16 ára að spreyta sig á að undirbúa stofnun eigin fyrirtækis og setja sig þannig í spor frumkvöðla. Ég var svo gagntekin af eigin hugmynd, að þegar Halla spurði hópinn minn hvernig við ætluðum að fjármagna fyrirtækið, var ég fljót að svara því til að það væri nú ekki mikið mál. Verkefnið væri svo byltingarkennt að vísindamenn myndu keppast við að gefa vinnu sína í þágu þess, vandamálið fælist frekar í því að velja úr þeirra hópi. Ég gleymi aldrei hvernig Halla leiðrétti þennan misskilning, því svona virkar heimurinn auðvitað ekki. Hún útskýrði fyrir okkur mismunandi fjármögnunarleiðir, mikilvægi vel ígrundaðrar fjárhagsáætlunar og þess að vera tilbúin með raunhæf svör. Halla hafði óbilandi trú á okkur, engar spurningar voru kjánalegar og hún kom fram við okkur eins og fullorðna jafningja. Hún gaf okkur sjálfstraust og trú á eigið innsæi og hugmyndir. Meirihluta starfsævi sinnar hefur Halla nefnilega unnið að menntamálum, jafnréttismálum og valdeflingu kvenna. Kynni hennar af íslenska fjármálakerfinu það tæpa ár sem hún var framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs urðu til þess að hún ákvað á vormánuðum 2007 að stofna eigið fyrirtæki, Auði Capital, sem byggði á þeim gildum sem hún trúði á og fann að skorti svo mjög hér á landi á árunum fyrir hrun. Auður Capital stóð enda af sér efnahagserfiðleikana 2008 og er hvorki að finna í Rannsóknarskýrslunni né Panamaskjölunum. Halla er eftirsóttur fyrirlesari um allan heim og á ráðstefnunni Skoll World Forum í apríl síðastliðnum sagði hún að erfiðustu ákvarðanir sem hún hefði orðið að taka hefðu verið í starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, þegar hún fann hvað ríkjandi gildismat viðskiptalífsins var andstætt hennar eigin. Styrkur Höllu felst ekki síst í að hlúa að nýjum verkefnum og hjálpa þeim að dafna. Hún kom að stofnun Háskólans í Reykjavík, var verkefnastjóri Auðar í Krafti Kvenna sem leiddi til 52 nýrra fyrirtækja á vegum kvenna, byggði upp sitt eigið fyrirtæki Auður Capital og síðar Sisters‘ Capital með erlendum samstarfskonum í Kaupmannahöfn. Það var magnað að fylgjast með Höllu þegar hún undirbjó og stýrði jafnréttisráðstefnunni WE í fyrra, þar sem bæði konur og karlar frá fjölmörgum löndum komu saman til að ræða um leiðir til að brúa kynjabilið í atvinnulífinu. Halla bendir réttilega á, að það þýði lítið að tala um jafnrétti kynjanna ef engir karlar taka þátt í umræðunum. Um þriðjungur þátttakenda í WE ráðstefnunni voru karlar – flestir í stjórnunarstöðum. Halla bendir ekki einungis á vandamálin, hún leggur allt undir til að leysa þau. Það eru forréttindi að hafa úr mörgum frambjóðendum til forsetaembættis að velja. Eðlilega eru þeir misvel þekktir, og þeir sem ekki eru þjóðþekktir hafa ekki enn fengið tækifæri til að kynna sig. Halla treystir ekki einvörðungu á hefðbundna miðla heldur hefur hún einnig nýtt samfélagsmiðla óspart. Hún er til dæmis með opið samtal á Facebook síðu sinni á hverjum þriðjudegi, þar sem allir geta haft samband við hana – eða sent inn spurningar þegar þeim hentar. Kjósendur þurfa ekki að gera upp hug sinn fyrr en í lok júní og því er nægur tími til þess að kynna sér frambjóðendurna betur. Ég hef heyrt því fleygt að Halla sé með framboðinu einungis að reyna að bæta við ferilskrána. Því fer fjarri. Halla er drifin áfram af einlægri ósk um að bæta samfélagið og telur sig geta gert gagn sem forseti. Ég er sannfærð um Halla yrði stórkostleg í því hlutverki. Forseti sem yrði sannur leiðtogi í þeim skilningi að hún myndi leiða saman ólík sjónarmið, ólíka hópa og einstaklinga í leit að framsæknum lausnum. Hún er jafnvíg á íslensku og ensku, vel menntuð og reynslumikil. Opin, einörð og heiðarleg. Að velja sér sinn frambjóðanda er vandaverk. Það er skiljanlegt að menn hafni frambjóðendum vegna fyrri starfa þeirra eða orðræðu. En það er óásættanlegt að gefa sér ekki örlítinn tíma til að kynna sér þá sem gefa kost á sér til að stýra þessu landi. Þess vegna bið ég hvern og einn að gefa sér nokkrar mínútur til að kynna sér Höllu sem frambjóðanda. Sjónvarpsviðtöl við hana má finna hér og hér. Blaðaviðtöl hér og hér og útvarpsviðtöl hér og hér. Halla er sem fyrr segir í beinni línu hvern þriðjudag á Facebook síðu sinni. Viðtölin sýna vel hvers vegna við sem þekkjum Höllu og höfum fengið að njóta leiðsagnar hennar hvöttum hana til framboðs. Hvers vegna við treystum henni fremur en öðrum til þess að vinna með íslensku þjóðinni í að byggja hér upp traust og velvilja í garð annarra. Förum þangað.Höfundur er alþjóðafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ég kynntist Höllu Tómasdóttur, forsetaframbjóðanda, vorið 2002 þegar ég tók þátt í leiðtoganámskeiði á vegum verkefnisins Auður í krafti kvenna. Þar fengu stúlkur á aldrinum 13-16 ára að spreyta sig á að undirbúa stofnun eigin fyrirtækis og setja sig þannig í spor frumkvöðla. Ég var svo gagntekin af eigin hugmynd, að þegar Halla spurði hópinn minn hvernig við ætluðum að fjármagna fyrirtækið, var ég fljót að svara því til að það væri nú ekki mikið mál. Verkefnið væri svo byltingarkennt að vísindamenn myndu keppast við að gefa vinnu sína í þágu þess, vandamálið fælist frekar í því að velja úr þeirra hópi. Ég gleymi aldrei hvernig Halla leiðrétti þennan misskilning, því svona virkar heimurinn auðvitað ekki. Hún útskýrði fyrir okkur mismunandi fjármögnunarleiðir, mikilvægi vel ígrundaðrar fjárhagsáætlunar og þess að vera tilbúin með raunhæf svör. Halla hafði óbilandi trú á okkur, engar spurningar voru kjánalegar og hún kom fram við okkur eins og fullorðna jafningja. Hún gaf okkur sjálfstraust og trú á eigið innsæi og hugmyndir. Meirihluta starfsævi sinnar hefur Halla nefnilega unnið að menntamálum, jafnréttismálum og valdeflingu kvenna. Kynni hennar af íslenska fjármálakerfinu það tæpa ár sem hún var framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs urðu til þess að hún ákvað á vormánuðum 2007 að stofna eigið fyrirtæki, Auði Capital, sem byggði á þeim gildum sem hún trúði á og fann að skorti svo mjög hér á landi á árunum fyrir hrun. Auður Capital stóð enda af sér efnahagserfiðleikana 2008 og er hvorki að finna í Rannsóknarskýrslunni né Panamaskjölunum. Halla er eftirsóttur fyrirlesari um allan heim og á ráðstefnunni Skoll World Forum í apríl síðastliðnum sagði hún að erfiðustu ákvarðanir sem hún hefði orðið að taka hefðu verið í starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs, þegar hún fann hvað ríkjandi gildismat viðskiptalífsins var andstætt hennar eigin. Styrkur Höllu felst ekki síst í að hlúa að nýjum verkefnum og hjálpa þeim að dafna. Hún kom að stofnun Háskólans í Reykjavík, var verkefnastjóri Auðar í Krafti Kvenna sem leiddi til 52 nýrra fyrirtækja á vegum kvenna, byggði upp sitt eigið fyrirtæki Auður Capital og síðar Sisters‘ Capital með erlendum samstarfskonum í Kaupmannahöfn. Það var magnað að fylgjast með Höllu þegar hún undirbjó og stýrði jafnréttisráðstefnunni WE í fyrra, þar sem bæði konur og karlar frá fjölmörgum löndum komu saman til að ræða um leiðir til að brúa kynjabilið í atvinnulífinu. Halla bendir réttilega á, að það þýði lítið að tala um jafnrétti kynjanna ef engir karlar taka þátt í umræðunum. Um þriðjungur þátttakenda í WE ráðstefnunni voru karlar – flestir í stjórnunarstöðum. Halla bendir ekki einungis á vandamálin, hún leggur allt undir til að leysa þau. Það eru forréttindi að hafa úr mörgum frambjóðendum til forsetaembættis að velja. Eðlilega eru þeir misvel þekktir, og þeir sem ekki eru þjóðþekktir hafa ekki enn fengið tækifæri til að kynna sig. Halla treystir ekki einvörðungu á hefðbundna miðla heldur hefur hún einnig nýtt samfélagsmiðla óspart. Hún er til dæmis með opið samtal á Facebook síðu sinni á hverjum þriðjudegi, þar sem allir geta haft samband við hana – eða sent inn spurningar þegar þeim hentar. Kjósendur þurfa ekki að gera upp hug sinn fyrr en í lok júní og því er nægur tími til þess að kynna sér frambjóðendurna betur. Ég hef heyrt því fleygt að Halla sé með framboðinu einungis að reyna að bæta við ferilskrána. Því fer fjarri. Halla er drifin áfram af einlægri ósk um að bæta samfélagið og telur sig geta gert gagn sem forseti. Ég er sannfærð um Halla yrði stórkostleg í því hlutverki. Forseti sem yrði sannur leiðtogi í þeim skilningi að hún myndi leiða saman ólík sjónarmið, ólíka hópa og einstaklinga í leit að framsæknum lausnum. Hún er jafnvíg á íslensku og ensku, vel menntuð og reynslumikil. Opin, einörð og heiðarleg. Að velja sér sinn frambjóðanda er vandaverk. Það er skiljanlegt að menn hafni frambjóðendum vegna fyrri starfa þeirra eða orðræðu. En það er óásættanlegt að gefa sér ekki örlítinn tíma til að kynna sér þá sem gefa kost á sér til að stýra þessu landi. Þess vegna bið ég hvern og einn að gefa sér nokkrar mínútur til að kynna sér Höllu sem frambjóðanda. Sjónvarpsviðtöl við hana má finna hér og hér. Blaðaviðtöl hér og hér og útvarpsviðtöl hér og hér. Halla er sem fyrr segir í beinni línu hvern þriðjudag á Facebook síðu sinni. Viðtölin sýna vel hvers vegna við sem þekkjum Höllu og höfum fengið að njóta leiðsagnar hennar hvöttum hana til framboðs. Hvers vegna við treystum henni fremur en öðrum til þess að vinna með íslensku þjóðinni í að byggja hér upp traust og velvilja í garð annarra. Förum þangað.Höfundur er alþjóðafræðingur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar