Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður meðal annars rætt við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins en hann ávarpaði flokksmenn í fyrsta sinn í dag eftir að hann sagði af sér sem forsætisráðherra fyrir tveimur mánuðum síðan.

Þá verður fjallað um nýtt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna og rætt við Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra sem furðar sig á því að málið hafi ekki verið sett á dagskrá þingsins fyrir sumarfrí. Hann vonast til þess að málið hljóti afgreiðslu strax í haust.

Við ræðum líka við íslensku landsliðsstrákana sem hittu unga aðdáendur sína í Kringlunni í dag en seinasti leikurinn þeirra áður en Evrópumótið í knattspyrnu hefst verður á Laugardalsvelli á mánudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×