Svisslendingar höfnuðu tillögu um borgaralaun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júní 2016 07:00 Che Wagner (til hægri) og samherjar moka gulli í svissneskri bankahvelfingu. Nordicphotos/AFP Nærri áttatíu prósent Svisslendinga höfnuðu tillögu að lögum um grunnframfærslu fyrir alla borgara ríkisins í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær þegar Sviss varð fyrsta ríkið til að kjósa um slík lög. Ef tillagan hefði verið samþykkt hefðu allir fullorðnir borgarar fengið laun frá ríkinu burtséð frá því hvort þeir væru í vinnu eða ekki. Alls kusu 21,5 prósent með nýju lögunum en 78,5 á móti. Nei-liðar voru því í meirihluta í öllum tuttugu kantónum landsins. Ekki var búið að ákveða hversu há laun borgarar myndu fá ef tillagan yrði samþykkt en stuðningsmenn tillögunnar höfðu stungið upp á 2.500 svissneskum frönkum á mánuði sem jafngildir um 310.000 krónum. Stjórnmálamenn í Sviss studdu fæstir tillöguna. Enginn þingflokkur lýsti yfir stuðningi við hana en þar sem rúmlega hundrað þúsund undirskriftir söfnuðust var tillagan sett í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og lögbundið er í Sviss.Luzi Stamm, þingmaður.Stuðningsmenn tillögunnar höfðu staðið í kosningabaráttu undanfarnar vikur og sagt að þörf væri á slíku fyrirkomulagi vegna vélvæðingar sem fækkaði störfum. Þá sagði Che Wagner, forsvarsmaður samtakanna Grunnframfærsla í Sviss, að fyrirkomulagið myndi ekki þýða að fólk fengi greitt fyrir að gera ekki neitt. „Í Sviss fást aðeins laun fyrir um helming vinnu. Til að mynda fæst ekki greitt fyrir umönnun og heimilisstörf. Þessi störf þarf að launa með grunnframfærslu,“ sagði Wagner í samtali við BBC. Andstæðingar tillögunnar höfðu hins vegar sagt hana firru á meðan á kosningabaráttunni stóð. Luzi Stamm, þingmaður Svissneska þjóðarflokksins, sagði að ef hún yrði að veruleika myndu milljarðar manna streyma yfir landamærin til Sviss. „Ef Sviss væri eyja væri hægt að svara þessu játandi. En með opin landamæri er þetta ómögulegt, sérstaklega fyrir Sviss sem er með góð lífsskilyrði,“ sagði Stamm við fjölmiðla. Önnur samfélög skoða nú að taka upp grunnframfærslu. Ríkisstjórn Finnlands veltir því fyrir sér að prófa fyrirkomulagið á átta þúsund borgurum sem hafa lítil laun. Hollenska borgin Utrecht er að þróa slíkt fyrirkomulag og er búist við því að það verði komið í gildi í upphafi næsta árs. Á Íslandi hafa Píratar lagt fram tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Nærri áttatíu prósent Svisslendinga höfnuðu tillögu að lögum um grunnframfærslu fyrir alla borgara ríkisins í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær þegar Sviss varð fyrsta ríkið til að kjósa um slík lög. Ef tillagan hefði verið samþykkt hefðu allir fullorðnir borgarar fengið laun frá ríkinu burtséð frá því hvort þeir væru í vinnu eða ekki. Alls kusu 21,5 prósent með nýju lögunum en 78,5 á móti. Nei-liðar voru því í meirihluta í öllum tuttugu kantónum landsins. Ekki var búið að ákveða hversu há laun borgarar myndu fá ef tillagan yrði samþykkt en stuðningsmenn tillögunnar höfðu stungið upp á 2.500 svissneskum frönkum á mánuði sem jafngildir um 310.000 krónum. Stjórnmálamenn í Sviss studdu fæstir tillöguna. Enginn þingflokkur lýsti yfir stuðningi við hana en þar sem rúmlega hundrað þúsund undirskriftir söfnuðust var tillagan sett í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og lögbundið er í Sviss.Luzi Stamm, þingmaður.Stuðningsmenn tillögunnar höfðu staðið í kosningabaráttu undanfarnar vikur og sagt að þörf væri á slíku fyrirkomulagi vegna vélvæðingar sem fækkaði störfum. Þá sagði Che Wagner, forsvarsmaður samtakanna Grunnframfærsla í Sviss, að fyrirkomulagið myndi ekki þýða að fólk fengi greitt fyrir að gera ekki neitt. „Í Sviss fást aðeins laun fyrir um helming vinnu. Til að mynda fæst ekki greitt fyrir umönnun og heimilisstörf. Þessi störf þarf að launa með grunnframfærslu,“ sagði Wagner í samtali við BBC. Andstæðingar tillögunnar höfðu hins vegar sagt hana firru á meðan á kosningabaráttunni stóð. Luzi Stamm, þingmaður Svissneska þjóðarflokksins, sagði að ef hún yrði að veruleika myndu milljarðar manna streyma yfir landamærin til Sviss. „Ef Sviss væri eyja væri hægt að svara þessu játandi. En með opin landamæri er þetta ómögulegt, sérstaklega fyrir Sviss sem er með góð lífsskilyrði,“ sagði Stamm við fjölmiðla. Önnur samfélög skoða nú að taka upp grunnframfærslu. Ríkisstjórn Finnlands veltir því fyrir sér að prófa fyrirkomulagið á átta þúsund borgurum sem hafa lítil laun. Hollenska borgin Utrecht er að þróa slíkt fyrirkomulag og er búist við því að það verði komið í gildi í upphafi næsta árs. Á Íslandi hafa Píratar lagt fram tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent