Svisslendingar höfnuðu tillögu um borgaralaun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júní 2016 07:00 Che Wagner (til hægri) og samherjar moka gulli í svissneskri bankahvelfingu. Nordicphotos/AFP Nærri áttatíu prósent Svisslendinga höfnuðu tillögu að lögum um grunnframfærslu fyrir alla borgara ríkisins í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær þegar Sviss varð fyrsta ríkið til að kjósa um slík lög. Ef tillagan hefði verið samþykkt hefðu allir fullorðnir borgarar fengið laun frá ríkinu burtséð frá því hvort þeir væru í vinnu eða ekki. Alls kusu 21,5 prósent með nýju lögunum en 78,5 á móti. Nei-liðar voru því í meirihluta í öllum tuttugu kantónum landsins. Ekki var búið að ákveða hversu há laun borgarar myndu fá ef tillagan yrði samþykkt en stuðningsmenn tillögunnar höfðu stungið upp á 2.500 svissneskum frönkum á mánuði sem jafngildir um 310.000 krónum. Stjórnmálamenn í Sviss studdu fæstir tillöguna. Enginn þingflokkur lýsti yfir stuðningi við hana en þar sem rúmlega hundrað þúsund undirskriftir söfnuðust var tillagan sett í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og lögbundið er í Sviss.Luzi Stamm, þingmaður.Stuðningsmenn tillögunnar höfðu staðið í kosningabaráttu undanfarnar vikur og sagt að þörf væri á slíku fyrirkomulagi vegna vélvæðingar sem fækkaði störfum. Þá sagði Che Wagner, forsvarsmaður samtakanna Grunnframfærsla í Sviss, að fyrirkomulagið myndi ekki þýða að fólk fengi greitt fyrir að gera ekki neitt. „Í Sviss fást aðeins laun fyrir um helming vinnu. Til að mynda fæst ekki greitt fyrir umönnun og heimilisstörf. Þessi störf þarf að launa með grunnframfærslu,“ sagði Wagner í samtali við BBC. Andstæðingar tillögunnar höfðu hins vegar sagt hana firru á meðan á kosningabaráttunni stóð. Luzi Stamm, þingmaður Svissneska þjóðarflokksins, sagði að ef hún yrði að veruleika myndu milljarðar manna streyma yfir landamærin til Sviss. „Ef Sviss væri eyja væri hægt að svara þessu játandi. En með opin landamæri er þetta ómögulegt, sérstaklega fyrir Sviss sem er með góð lífsskilyrði,“ sagði Stamm við fjölmiðla. Önnur samfélög skoða nú að taka upp grunnframfærslu. Ríkisstjórn Finnlands veltir því fyrir sér að prófa fyrirkomulagið á átta þúsund borgurum sem hafa lítil laun. Hollenska borgin Utrecht er að þróa slíkt fyrirkomulag og er búist við því að það verði komið í gildi í upphafi næsta árs. Á Íslandi hafa Píratar lagt fram tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Nærri áttatíu prósent Svisslendinga höfnuðu tillögu að lögum um grunnframfærslu fyrir alla borgara ríkisins í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær þegar Sviss varð fyrsta ríkið til að kjósa um slík lög. Ef tillagan hefði verið samþykkt hefðu allir fullorðnir borgarar fengið laun frá ríkinu burtséð frá því hvort þeir væru í vinnu eða ekki. Alls kusu 21,5 prósent með nýju lögunum en 78,5 á móti. Nei-liðar voru því í meirihluta í öllum tuttugu kantónum landsins. Ekki var búið að ákveða hversu há laun borgarar myndu fá ef tillagan yrði samþykkt en stuðningsmenn tillögunnar höfðu stungið upp á 2.500 svissneskum frönkum á mánuði sem jafngildir um 310.000 krónum. Stjórnmálamenn í Sviss studdu fæstir tillöguna. Enginn þingflokkur lýsti yfir stuðningi við hana en þar sem rúmlega hundrað þúsund undirskriftir söfnuðust var tillagan sett í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og lögbundið er í Sviss.Luzi Stamm, þingmaður.Stuðningsmenn tillögunnar höfðu staðið í kosningabaráttu undanfarnar vikur og sagt að þörf væri á slíku fyrirkomulagi vegna vélvæðingar sem fækkaði störfum. Þá sagði Che Wagner, forsvarsmaður samtakanna Grunnframfærsla í Sviss, að fyrirkomulagið myndi ekki þýða að fólk fengi greitt fyrir að gera ekki neitt. „Í Sviss fást aðeins laun fyrir um helming vinnu. Til að mynda fæst ekki greitt fyrir umönnun og heimilisstörf. Þessi störf þarf að launa með grunnframfærslu,“ sagði Wagner í samtali við BBC. Andstæðingar tillögunnar höfðu hins vegar sagt hana firru á meðan á kosningabaráttunni stóð. Luzi Stamm, þingmaður Svissneska þjóðarflokksins, sagði að ef hún yrði að veruleika myndu milljarðar manna streyma yfir landamærin til Sviss. „Ef Sviss væri eyja væri hægt að svara þessu játandi. En með opin landamæri er þetta ómögulegt, sérstaklega fyrir Sviss sem er með góð lífsskilyrði,“ sagði Stamm við fjölmiðla. Önnur samfélög skoða nú að taka upp grunnframfærslu. Ríkisstjórn Finnlands veltir því fyrir sér að prófa fyrirkomulagið á átta þúsund borgurum sem hafa lítil laun. Hollenska borgin Utrecht er að þróa slíkt fyrirkomulag og er búist við því að það verði komið í gildi í upphafi næsta árs. Á Íslandi hafa Píratar lagt fram tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira