Svisslendingar höfnuðu tillögu um borgaralaun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júní 2016 07:00 Che Wagner (til hægri) og samherjar moka gulli í svissneskri bankahvelfingu. Nordicphotos/AFP Nærri áttatíu prósent Svisslendinga höfnuðu tillögu að lögum um grunnframfærslu fyrir alla borgara ríkisins í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær þegar Sviss varð fyrsta ríkið til að kjósa um slík lög. Ef tillagan hefði verið samþykkt hefðu allir fullorðnir borgarar fengið laun frá ríkinu burtséð frá því hvort þeir væru í vinnu eða ekki. Alls kusu 21,5 prósent með nýju lögunum en 78,5 á móti. Nei-liðar voru því í meirihluta í öllum tuttugu kantónum landsins. Ekki var búið að ákveða hversu há laun borgarar myndu fá ef tillagan yrði samþykkt en stuðningsmenn tillögunnar höfðu stungið upp á 2.500 svissneskum frönkum á mánuði sem jafngildir um 310.000 krónum. Stjórnmálamenn í Sviss studdu fæstir tillöguna. Enginn þingflokkur lýsti yfir stuðningi við hana en þar sem rúmlega hundrað þúsund undirskriftir söfnuðust var tillagan sett í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og lögbundið er í Sviss.Luzi Stamm, þingmaður.Stuðningsmenn tillögunnar höfðu staðið í kosningabaráttu undanfarnar vikur og sagt að þörf væri á slíku fyrirkomulagi vegna vélvæðingar sem fækkaði störfum. Þá sagði Che Wagner, forsvarsmaður samtakanna Grunnframfærsla í Sviss, að fyrirkomulagið myndi ekki þýða að fólk fengi greitt fyrir að gera ekki neitt. „Í Sviss fást aðeins laun fyrir um helming vinnu. Til að mynda fæst ekki greitt fyrir umönnun og heimilisstörf. Þessi störf þarf að launa með grunnframfærslu,“ sagði Wagner í samtali við BBC. Andstæðingar tillögunnar höfðu hins vegar sagt hana firru á meðan á kosningabaráttunni stóð. Luzi Stamm, þingmaður Svissneska þjóðarflokksins, sagði að ef hún yrði að veruleika myndu milljarðar manna streyma yfir landamærin til Sviss. „Ef Sviss væri eyja væri hægt að svara þessu játandi. En með opin landamæri er þetta ómögulegt, sérstaklega fyrir Sviss sem er með góð lífsskilyrði,“ sagði Stamm við fjölmiðla. Önnur samfélög skoða nú að taka upp grunnframfærslu. Ríkisstjórn Finnlands veltir því fyrir sér að prófa fyrirkomulagið á átta þúsund borgurum sem hafa lítil laun. Hollenska borgin Utrecht er að þróa slíkt fyrirkomulag og er búist við því að það verði komið í gildi í upphafi næsta árs. Á Íslandi hafa Píratar lagt fram tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira
Nærri áttatíu prósent Svisslendinga höfnuðu tillögu að lögum um grunnframfærslu fyrir alla borgara ríkisins í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær þegar Sviss varð fyrsta ríkið til að kjósa um slík lög. Ef tillagan hefði verið samþykkt hefðu allir fullorðnir borgarar fengið laun frá ríkinu burtséð frá því hvort þeir væru í vinnu eða ekki. Alls kusu 21,5 prósent með nýju lögunum en 78,5 á móti. Nei-liðar voru því í meirihluta í öllum tuttugu kantónum landsins. Ekki var búið að ákveða hversu há laun borgarar myndu fá ef tillagan yrði samþykkt en stuðningsmenn tillögunnar höfðu stungið upp á 2.500 svissneskum frönkum á mánuði sem jafngildir um 310.000 krónum. Stjórnmálamenn í Sviss studdu fæstir tillöguna. Enginn þingflokkur lýsti yfir stuðningi við hana en þar sem rúmlega hundrað þúsund undirskriftir söfnuðust var tillagan sett í þjóðaratkvæðagreiðslu eins og lögbundið er í Sviss.Luzi Stamm, þingmaður.Stuðningsmenn tillögunnar höfðu staðið í kosningabaráttu undanfarnar vikur og sagt að þörf væri á slíku fyrirkomulagi vegna vélvæðingar sem fækkaði störfum. Þá sagði Che Wagner, forsvarsmaður samtakanna Grunnframfærsla í Sviss, að fyrirkomulagið myndi ekki þýða að fólk fengi greitt fyrir að gera ekki neitt. „Í Sviss fást aðeins laun fyrir um helming vinnu. Til að mynda fæst ekki greitt fyrir umönnun og heimilisstörf. Þessi störf þarf að launa með grunnframfærslu,“ sagði Wagner í samtali við BBC. Andstæðingar tillögunnar höfðu hins vegar sagt hana firru á meðan á kosningabaráttunni stóð. Luzi Stamm, þingmaður Svissneska þjóðarflokksins, sagði að ef hún yrði að veruleika myndu milljarðar manna streyma yfir landamærin til Sviss. „Ef Sviss væri eyja væri hægt að svara þessu játandi. En með opin landamæri er þetta ómögulegt, sérstaklega fyrir Sviss sem er með góð lífsskilyrði,“ sagði Stamm við fjölmiðla. Önnur samfélög skoða nú að taka upp grunnframfærslu. Ríkisstjórn Finnlands veltir því fyrir sér að prófa fyrirkomulagið á átta þúsund borgurum sem hafa lítil laun. Hollenska borgin Utrecht er að þróa slíkt fyrirkomulag og er búist við því að það verði komið í gildi í upphafi næsta árs. Á Íslandi hafa Píratar lagt fram tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. júní
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira