Um hælisleitendur, börn og framtíðina Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar 6. júní 2016 13:36 Í vikunni hitti ég eins árs gamla stúlku sem heitir Anna. Með úfið krullað hár vappandi um á bleyju og hvítri samfellu heima hjá sér. Klukkan var 10 um kvöld og sú litla var ekkert á því að fara að sofa heldur faldi hún sig bak við pabba sinn og horfði á mig, ókunna manninn sem var kominn í heimsókn. Í augunum og allri líkamstjáningu var þessi blanda af forvitni og feimni, varkárni og leikgleði, sem einkennir öll börn allstaðar. Þegar ég umgengst börn leiði ég oft hugan ósjálfrátt að framtíðinni. Börn eru óskrifað blað, ótakmarkaðir möguleikar. Börn eru framtíðin, einstaklingar í ferlinu að þroskast, vaxa, skilja, verða eitthvað meira en þau eru í dag. Börn eru líka hluti af samfélaginu, þau eru framtíðin, næsta kynslóð, gildi og hugsjónir morgundagsins. En henni Önnu er ekki búin björt framtíð, hún fær ekki að ganga í íslenskan skóla eða taka þátt í íslensku samfélagi á nokkurn annan hátt. Ástæðan er sú að faðir hennar hann Stephen, þessi góði hægláti maður sem hægt er að fela sig hjá þegar ókunnugir koma í heimsón, hann er fæddur í Nígeríu. Móðir hennar, Salome, þjáist af alvarlegri sykursýki og er fæddi í Miðbaugs-Gíneu. Sjálf er Anna fædd á Íslandi og hefur aldrei átt annarstaðar heima. Það á að senda Stephen, Salome, Önnu og stóra 3 ára bróðir hennar Brian frá Íslandi. Yfirvöld virðast ekki alveg vita hvert. Nígeríu eða Gíneu? Svo lengi sem þau halda sig í Afríku virðist það ekki skipta máli. Sárar spurningar hellast yfir mig. Hvar verður Anna á næsta ári? Hvar verður hún eftir 10 ár? Hvar fær stúlkan sem tilheyrir engu landi heldur aðeins mannkyninu að búa sér til líf og framtíð? Mun móðir hennar lifa af? Hvar mun hún fá þessar fjórar insúlín sprautur á dag sem hún þarf? Fær fjölskyldan að vera saman? Eða verður þeim sundrað af landamærum sem dregin voru með reglustiku af nýlenduherrunum fyrir ári og öld? Það hrjá mig einnig hugsanir um það hvað við samfélagið Ísland erum að gefa upp á bátinn með ómanneskjulegri stefnu okkar í útlendingamálum. Við erum samfélag sem tærist upp af því mannhatri sem Útlendingastofnun hefur fengið að viðhalda allt of lengi án þess að stjórnmálamenn þori að grípa inn í og setja þeim svo mikið sem hóflegustu siðferðilegu mörk. Nú þegar nokkrir hvítir miðaldra karlmenn bítast á um það hver fær að vera forseti leiði ég hugann að því hvað Íslendingar eru fjölbreyttir og hvernig samfélag við getum orðið ef við byggjum á margbreytileika okkar. Verðum við ennþá lokað samfélag, þar sem allir aðrir en hvítir karlmenn eru jaðarhópur eftir 35 ár? Eða verður kannski kjörkuð ung kona með úfið krullað hár og barnslega forvitni enn glampandi í augunum í forsetaframboði þá? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni hitti ég eins árs gamla stúlku sem heitir Anna. Með úfið krullað hár vappandi um á bleyju og hvítri samfellu heima hjá sér. Klukkan var 10 um kvöld og sú litla var ekkert á því að fara að sofa heldur faldi hún sig bak við pabba sinn og horfði á mig, ókunna manninn sem var kominn í heimsókn. Í augunum og allri líkamstjáningu var þessi blanda af forvitni og feimni, varkárni og leikgleði, sem einkennir öll börn allstaðar. Þegar ég umgengst börn leiði ég oft hugan ósjálfrátt að framtíðinni. Börn eru óskrifað blað, ótakmarkaðir möguleikar. Börn eru framtíðin, einstaklingar í ferlinu að þroskast, vaxa, skilja, verða eitthvað meira en þau eru í dag. Börn eru líka hluti af samfélaginu, þau eru framtíðin, næsta kynslóð, gildi og hugsjónir morgundagsins. En henni Önnu er ekki búin björt framtíð, hún fær ekki að ganga í íslenskan skóla eða taka þátt í íslensku samfélagi á nokkurn annan hátt. Ástæðan er sú að faðir hennar hann Stephen, þessi góði hægláti maður sem hægt er að fela sig hjá þegar ókunnugir koma í heimsón, hann er fæddur í Nígeríu. Móðir hennar, Salome, þjáist af alvarlegri sykursýki og er fæddi í Miðbaugs-Gíneu. Sjálf er Anna fædd á Íslandi og hefur aldrei átt annarstaðar heima. Það á að senda Stephen, Salome, Önnu og stóra 3 ára bróðir hennar Brian frá Íslandi. Yfirvöld virðast ekki alveg vita hvert. Nígeríu eða Gíneu? Svo lengi sem þau halda sig í Afríku virðist það ekki skipta máli. Sárar spurningar hellast yfir mig. Hvar verður Anna á næsta ári? Hvar verður hún eftir 10 ár? Hvar fær stúlkan sem tilheyrir engu landi heldur aðeins mannkyninu að búa sér til líf og framtíð? Mun móðir hennar lifa af? Hvar mun hún fá þessar fjórar insúlín sprautur á dag sem hún þarf? Fær fjölskyldan að vera saman? Eða verður þeim sundrað af landamærum sem dregin voru með reglustiku af nýlenduherrunum fyrir ári og öld? Það hrjá mig einnig hugsanir um það hvað við samfélagið Ísland erum að gefa upp á bátinn með ómanneskjulegri stefnu okkar í útlendingamálum. Við erum samfélag sem tærist upp af því mannhatri sem Útlendingastofnun hefur fengið að viðhalda allt of lengi án þess að stjórnmálamenn þori að grípa inn í og setja þeim svo mikið sem hóflegustu siðferðilegu mörk. Nú þegar nokkrir hvítir miðaldra karlmenn bítast á um það hver fær að vera forseti leiði ég hugann að því hvað Íslendingar eru fjölbreyttir og hvernig samfélag við getum orðið ef við byggjum á margbreytileika okkar. Verðum við ennþá lokað samfélag, þar sem allir aðrir en hvítir karlmenn eru jaðarhópur eftir 35 ár? Eða verður kannski kjörkuð ung kona með úfið krullað hár og barnslega forvitni enn glampandi í augunum í forsetaframboði þá?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar