Hættum að bíða eftir pólitíkusum Árni Snævarr skrifar 7. júní 2016 07:00 Hvernig væri ef einhver tæki sig nú til og sýndi okkur allt það sem verið væri að gera heiminum til gagns í stað þess að klifa á heimsósóma á borð við fátækt, hungur, ofneyslu og ójöfnuð? Þetta er hugmyndin að baki heimildamyndinni Demain, „ Á morgun“ - sem hefur slegið í gegn víða um heim, og átt þátt í að koma af stað hreyfingu venjulegs fólks, sem vill ekki sitja auðum höndum á meðan heimurinn virðist vera að fara til andskotans. Meir en ein milljón manna sá myndina í heimalandi hennar Frakklandi og 150 þúsund manns fylgjast með Facebooksíðu hennar. Myndin verður sýnd á sérstakri sýningu í Bíó Paradís í tilefni af Alþjóðlegum degi umhverfisins 7.júní og hafa Sameinuðu þjóðirnar, utanríkisráðuneytið og franska sendiráðið tekið höndum saman um þetta verkefni. Umræður verða að lokinni myndinni. Myndin var frumsýnd á Loftslagsráðstefnunni COP21 í lok síðasta árs og var valin besta heimildarmynd ársins í Frakklandi. Jákvæðar lausnir Segja má að sú leið sé farin í myndinni að í stað þess að sýna allt sem miður fer og hvað sé hugsanlega hægt að gera, séu leitaðar uppi jákvæðar lausnir og það sem best er gert í heiminum. Farið er um allan heim í leit að dæmum um það sem vel er gert og þar á meðal komið við á Íslandi. Boðið er upp á ýmsar sjálfbærar lausnir og valkosti og hefur verið haft á orði að bókin sé eins og handbók eða leiðarvísir um Sjálfbæra þróun. Og í stað þess að bíða eftir því að ríkisstjórnir hefjist handa við að hrinda í framkvæmd Sjálfbærum þróunarmarkmiðum sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu síðastliðið haust, er leitað í smiðju grasrótarinnar. „Það er kominn tími til að við hættum að bíða eftir þvið að leiðtogar komi með lausnirnar færandi hendi,” sagði leikstjórinn Cyril Dion í viðtali. „Ef eitthvað á að breytast verður fólkið sjálft að fylkja liði og skapa þrýsting á kjörna fulltrúa og við þurfum líka nýja fulltrúa sem þoka hugmyndum morgundagsins fram á við.“ Fram kemur í máli margra að vandamál heimsins séu svo stór og svo mörg að fólk verði brjálað af því að brjóta heilann um þau og fyllist vanmáttarkennd. Af þessum sökum sé líklegra til árangurs að hluta vandamálin niður og leita að staðbundnum lausnum á hverju fyrir sig. Þetta má gera á ýmsan hátt en á vefsíðu kvikmyndarinnar hafa verið tekin saman fimm góð ráð, sem ríma býsna vel við ráð Sameinuðu þjóðanna um hvernig letingjar geti bjargað heiminum! Sem dæmi má nefna að borða minna kjöt og velja helst mat úr heimahéraði, borða lífrænt ræktað, nota endurnýjanlega orku, versla hjá kaupmanninum á horninu og sjálfstæðum verslunum, að ekki sé minnst á að gera við í stað þess að henda, endurnýta og minnka neyslu„Almenningur er til í að gera eitthvað. Við höfum heyrt talað í áratugi sem alla þess óáran, en aðgerða er þörf!”, segir Dion leikstjóri.„Kreppunum fjölgar sífellt. Við heyrum í síbylju um atvinnuleysi, öfgastefnur, lýðskrum og hryðjuverk og það er mikil þörf á vonarglætu um framtíðina, að geta sagt sér sjálfum að allt sé ekki unnið fyrir gýg, að enn sé von.” Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Hvernig væri ef einhver tæki sig nú til og sýndi okkur allt það sem verið væri að gera heiminum til gagns í stað þess að klifa á heimsósóma á borð við fátækt, hungur, ofneyslu og ójöfnuð? Þetta er hugmyndin að baki heimildamyndinni Demain, „ Á morgun“ - sem hefur slegið í gegn víða um heim, og átt þátt í að koma af stað hreyfingu venjulegs fólks, sem vill ekki sitja auðum höndum á meðan heimurinn virðist vera að fara til andskotans. Meir en ein milljón manna sá myndina í heimalandi hennar Frakklandi og 150 þúsund manns fylgjast með Facebooksíðu hennar. Myndin verður sýnd á sérstakri sýningu í Bíó Paradís í tilefni af Alþjóðlegum degi umhverfisins 7.júní og hafa Sameinuðu þjóðirnar, utanríkisráðuneytið og franska sendiráðið tekið höndum saman um þetta verkefni. Umræður verða að lokinni myndinni. Myndin var frumsýnd á Loftslagsráðstefnunni COP21 í lok síðasta árs og var valin besta heimildarmynd ársins í Frakklandi. Jákvæðar lausnir Segja má að sú leið sé farin í myndinni að í stað þess að sýna allt sem miður fer og hvað sé hugsanlega hægt að gera, séu leitaðar uppi jákvæðar lausnir og það sem best er gert í heiminum. Farið er um allan heim í leit að dæmum um það sem vel er gert og þar á meðal komið við á Íslandi. Boðið er upp á ýmsar sjálfbærar lausnir og valkosti og hefur verið haft á orði að bókin sé eins og handbók eða leiðarvísir um Sjálfbæra þróun. Og í stað þess að bíða eftir því að ríkisstjórnir hefjist handa við að hrinda í framkvæmd Sjálfbærum þróunarmarkmiðum sem aðildarríki Sameinuðu þjóðanna samþykktu síðastliðið haust, er leitað í smiðju grasrótarinnar. „Það er kominn tími til að við hættum að bíða eftir þvið að leiðtogar komi með lausnirnar færandi hendi,” sagði leikstjórinn Cyril Dion í viðtali. „Ef eitthvað á að breytast verður fólkið sjálft að fylkja liði og skapa þrýsting á kjörna fulltrúa og við þurfum líka nýja fulltrúa sem þoka hugmyndum morgundagsins fram á við.“ Fram kemur í máli margra að vandamál heimsins séu svo stór og svo mörg að fólk verði brjálað af því að brjóta heilann um þau og fyllist vanmáttarkennd. Af þessum sökum sé líklegra til árangurs að hluta vandamálin niður og leita að staðbundnum lausnum á hverju fyrir sig. Þetta má gera á ýmsan hátt en á vefsíðu kvikmyndarinnar hafa verið tekin saman fimm góð ráð, sem ríma býsna vel við ráð Sameinuðu þjóðanna um hvernig letingjar geti bjargað heiminum! Sem dæmi má nefna að borða minna kjöt og velja helst mat úr heimahéraði, borða lífrænt ræktað, nota endurnýjanlega orku, versla hjá kaupmanninum á horninu og sjálfstæðum verslunum, að ekki sé minnst á að gera við í stað þess að henda, endurnýta og minnka neyslu„Almenningur er til í að gera eitthvað. Við höfum heyrt talað í áratugi sem alla þess óáran, en aðgerða er þörf!”, segir Dion leikstjóri.„Kreppunum fjölgar sífellt. Við heyrum í síbylju um atvinnuleysi, öfgastefnur, lýðskrum og hryðjuverk og það er mikil þörf á vonarglætu um framtíðina, að geta sagt sér sjálfum að allt sé ekki unnið fyrir gýg, að enn sé von.”
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar