Séreign frekar en sérskuld Eygló Harðardóttir skrifar 7. júní 2016 06:00 Allt þetta kjörtímabil hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að hjálpa heimilum að skulda minna. Í upphafi kjörtímabilsins var farið í skuldaleiðréttingu hjá heimilunum. Mikilvægur þáttur hennar var séreignarsparnaðarleiðin. Með henni var heimilum gert kleift að nýta séreignarsparnað til að niðurgreiða húsnæðislán sín umfram höfuðstólslækkunina, eða spara fyrir útborgun í íbúð eða búseturétti. Árangurinn er mikill. Í fjármálastöðugleikariti Seðlabankans segir að fara þurfi aftur til 1999 til að finna jafn lágt skuldahlutfall heimilanna og um síðustu áramót. Skuldir heimilanna höfðu lækkað um 70 milljarða á árunum 2014 og 2015, bæði vegna beinnar niðurfærslu og vegna heimildar til nýtingar séreignarsparnaðar. Því til viðbótar má áætla að 22-24 milljarðar hafi komið inn á húsnæðislánin vegna þeirrar fjárhæðar sem lögð var inn í byrjun árs til að lækka höfuðstól og vegna heimildar til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á lánin. Í nýrri könnun um stöðu leigjenda og eigenda á húsnæðismarkaði kom fram að stór hluti heimila safnar fé í séreignarsjóði. Af leigjendum eru 52,8% að greiða í séreignarsparnað, þar af 61% þeirra sem eru á aldrinum 25-44 ára og af eigendum voru það 66,0%, þar af 83% þeirra sem eru á aldrinum 35-44 ára. Tæplega helmingur aðspurðra eigenda nýtti sér heimild til að ráðstafa séreignarsparnaðinum inn á húsnæðislánin sín, eða 47,9%. Af leigjendum höfðu 38,8% mjög mikinn eða frekar mikinn áhuga á því að nýta séreignarsparnað til að kaupa húsnæði. Töluverð umræða hefur verið um framtíðarfyrirkomulag séreignarsparnaðar. Í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga var því lofað að hvetja til húsnæðissparnaðar, t.d. þannig að tímabundin heimild til að nýta séreignarsparnað sem eiginfjárframlag til kaupa á íbúðarhúsnæði yrði gerð varanleg. Það yrði til viðbótar við meiri stuðning við leigjendur, sem gefur þeim meira svigrúm til sparnaðar. Nýtt fyrirkomulag myndi einnig létta greiðslubyrðina við töku óverðtryggðra lána. Áfram verði heimilunum hjálpað að spara, leggja fyrir og borga niður skuldir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Allt þetta kjörtímabil hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að hjálpa heimilum að skulda minna. Í upphafi kjörtímabilsins var farið í skuldaleiðréttingu hjá heimilunum. Mikilvægur þáttur hennar var séreignarsparnaðarleiðin. Með henni var heimilum gert kleift að nýta séreignarsparnað til að niðurgreiða húsnæðislán sín umfram höfuðstólslækkunina, eða spara fyrir útborgun í íbúð eða búseturétti. Árangurinn er mikill. Í fjármálastöðugleikariti Seðlabankans segir að fara þurfi aftur til 1999 til að finna jafn lágt skuldahlutfall heimilanna og um síðustu áramót. Skuldir heimilanna höfðu lækkað um 70 milljarða á árunum 2014 og 2015, bæði vegna beinnar niðurfærslu og vegna heimildar til nýtingar séreignarsparnaðar. Því til viðbótar má áætla að 22-24 milljarðar hafi komið inn á húsnæðislánin vegna þeirrar fjárhæðar sem lögð var inn í byrjun árs til að lækka höfuðstól og vegna heimildar til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á lánin. Í nýrri könnun um stöðu leigjenda og eigenda á húsnæðismarkaði kom fram að stór hluti heimila safnar fé í séreignarsjóði. Af leigjendum eru 52,8% að greiða í séreignarsparnað, þar af 61% þeirra sem eru á aldrinum 25-44 ára og af eigendum voru það 66,0%, þar af 83% þeirra sem eru á aldrinum 35-44 ára. Tæplega helmingur aðspurðra eigenda nýtti sér heimild til að ráðstafa séreignarsparnaðinum inn á húsnæðislánin sín, eða 47,9%. Af leigjendum höfðu 38,8% mjög mikinn eða frekar mikinn áhuga á því að nýta séreignarsparnað til að kaupa húsnæði. Töluverð umræða hefur verið um framtíðarfyrirkomulag séreignarsparnaðar. Í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga var því lofað að hvetja til húsnæðissparnaðar, t.d. þannig að tímabundin heimild til að nýta séreignarsparnað sem eiginfjárframlag til kaupa á íbúðarhúsnæði yrði gerð varanleg. Það yrði til viðbótar við meiri stuðning við leigjendur, sem gefur þeim meira svigrúm til sparnaðar. Nýtt fyrirkomulag myndi einnig létta greiðslubyrðina við töku óverðtryggðra lána. Áfram verði heimilunum hjálpað að spara, leggja fyrir og borga niður skuldir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar