Séreign frekar en sérskuld Eygló Harðardóttir skrifar 7. júní 2016 06:00 Allt þetta kjörtímabil hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að hjálpa heimilum að skulda minna. Í upphafi kjörtímabilsins var farið í skuldaleiðréttingu hjá heimilunum. Mikilvægur þáttur hennar var séreignarsparnaðarleiðin. Með henni var heimilum gert kleift að nýta séreignarsparnað til að niðurgreiða húsnæðislán sín umfram höfuðstólslækkunina, eða spara fyrir útborgun í íbúð eða búseturétti. Árangurinn er mikill. Í fjármálastöðugleikariti Seðlabankans segir að fara þurfi aftur til 1999 til að finna jafn lágt skuldahlutfall heimilanna og um síðustu áramót. Skuldir heimilanna höfðu lækkað um 70 milljarða á árunum 2014 og 2015, bæði vegna beinnar niðurfærslu og vegna heimildar til nýtingar séreignarsparnaðar. Því til viðbótar má áætla að 22-24 milljarðar hafi komið inn á húsnæðislánin vegna þeirrar fjárhæðar sem lögð var inn í byrjun árs til að lækka höfuðstól og vegna heimildar til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á lánin. Í nýrri könnun um stöðu leigjenda og eigenda á húsnæðismarkaði kom fram að stór hluti heimila safnar fé í séreignarsjóði. Af leigjendum eru 52,8% að greiða í séreignarsparnað, þar af 61% þeirra sem eru á aldrinum 25-44 ára og af eigendum voru það 66,0%, þar af 83% þeirra sem eru á aldrinum 35-44 ára. Tæplega helmingur aðspurðra eigenda nýtti sér heimild til að ráðstafa séreignarsparnaðinum inn á húsnæðislánin sín, eða 47,9%. Af leigjendum höfðu 38,8% mjög mikinn eða frekar mikinn áhuga á því að nýta séreignarsparnað til að kaupa húsnæði. Töluverð umræða hefur verið um framtíðarfyrirkomulag séreignarsparnaðar. Í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga var því lofað að hvetja til húsnæðissparnaðar, t.d. þannig að tímabundin heimild til að nýta séreignarsparnað sem eiginfjárframlag til kaupa á íbúðarhúsnæði yrði gerð varanleg. Það yrði til viðbótar við meiri stuðning við leigjendur, sem gefur þeim meira svigrúm til sparnaðar. Nýtt fyrirkomulag myndi einnig létta greiðslubyrðina við töku óverðtryggðra lána. Áfram verði heimilunum hjálpað að spara, leggja fyrir og borga niður skuldir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Allt þetta kjörtímabil hefur ríkisstjórnin lagt áherslu á að hjálpa heimilum að skulda minna. Í upphafi kjörtímabilsins var farið í skuldaleiðréttingu hjá heimilunum. Mikilvægur þáttur hennar var séreignarsparnaðarleiðin. Með henni var heimilum gert kleift að nýta séreignarsparnað til að niðurgreiða húsnæðislán sín umfram höfuðstólslækkunina, eða spara fyrir útborgun í íbúð eða búseturétti. Árangurinn er mikill. Í fjármálastöðugleikariti Seðlabankans segir að fara þurfi aftur til 1999 til að finna jafn lágt skuldahlutfall heimilanna og um síðustu áramót. Skuldir heimilanna höfðu lækkað um 70 milljarða á árunum 2014 og 2015, bæði vegna beinnar niðurfærslu og vegna heimildar til nýtingar séreignarsparnaðar. Því til viðbótar má áætla að 22-24 milljarðar hafi komið inn á húsnæðislánin vegna þeirrar fjárhæðar sem lögð var inn í byrjun árs til að lækka höfuðstól og vegna heimildar til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á lánin. Í nýrri könnun um stöðu leigjenda og eigenda á húsnæðismarkaði kom fram að stór hluti heimila safnar fé í séreignarsjóði. Af leigjendum eru 52,8% að greiða í séreignarsparnað, þar af 61% þeirra sem eru á aldrinum 25-44 ára og af eigendum voru það 66,0%, þar af 83% þeirra sem eru á aldrinum 35-44 ára. Tæplega helmingur aðspurðra eigenda nýtti sér heimild til að ráðstafa séreignarsparnaðinum inn á húsnæðislánin sín, eða 47,9%. Af leigjendum höfðu 38,8% mjög mikinn eða frekar mikinn áhuga á því að nýta séreignarsparnað til að kaupa húsnæði. Töluverð umræða hefur verið um framtíðarfyrirkomulag séreignarsparnaðar. Í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga var því lofað að hvetja til húsnæðissparnaðar, t.d. þannig að tímabundin heimild til að nýta séreignarsparnað sem eiginfjárframlag til kaupa á íbúðarhúsnæði yrði gerð varanleg. Það yrði til viðbótar við meiri stuðning við leigjendur, sem gefur þeim meira svigrúm til sparnaðar. Nýtt fyrirkomulag myndi einnig létta greiðslubyrðina við töku óverðtryggðra lána. Áfram verði heimilunum hjálpað að spara, leggja fyrir og borga niður skuldir.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar