Ólýðræðisleg vinnubrögð Stúdentaráðs Stúdentaráðsliðar Röskvu skrifar 7. júní 2016 08:21 Undanfarnar vikur hefur verið uppi umræða um ólýðræðisleg vinnubrögð innan Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Umræðan snýr að kosningu nemenda á fulltrúum sínum í æðsta ráð Háskóla Íslands, Háskólaráð. Fram til ársins 2014 var kosið um umrædda fulltrúa í almennum kosningum annað hvert ár. Um það er kveðið í reglum Háskóla Íslands. Þar stendur að „tilnefning fulltrúa nemenda [í Háskólaráð] skal vera í samræmi við niðurstöðu sérstakrar hlutfallskosningar sem fram fer í febrúar annað hvert ár. Kosnir skulu tveir aðalmenn og tveir varamenn til setu í háskólaráði til tveggja ára.“ Jafnframt stendur þar að „kosningarétt hafa allir skrásettir nemendur Háskóla Íslands“ og að „Stúdentaráð Háskóla Íslands annast framkvæmd kosningarinnar.“ Þessum reglum hefur ekki verið fylgt frá árinu 2014. Ástæðan fyrir því að Stúdentaráð skipaði í ráðið án allsherjarkosninga það ár er sú að Stúdentaráð virðist hafa gleymt að gera ráð fyrir kosningum til Háskólaráðs við gerð nýs kosningakerfis, þar sem kosið er innan sviða háskólans, sem innleitt var árið 2013. Þáverandi forystu Stúdentaráðs var þó gert ljóst að fyrir árið 2016 væri hægt að útbúa kosningakerfi sem gerði allsherjarkosningar til Háskólaráðs mögulegar. Slíkt kosningakerfi var aldrei útbúið þar sem samþykkt var á stjórnarfundi síðasta Stúdentaráðs í nóvember að sleppa því að halda allsherjarkosningar til Háskólaráðs. Stjórn Stúdentaráðs starfar í umboði Stúdentaráðs og samanstendur af formanni og varaformanni ráðsins ásamt sviðsráðsformönnum þess. Umrædd stjórn tók þessa ákvörðun án þess að leita álits Stúdentaráðs og lagði þar að auki aldrei fram skýrar forsendur fyrir réttmæti ákvörðunarinnar. Nýkjörið Stúdentaráð sem tók við í maí síðastliðnum hefur nú fundað fjórum sinnum um málið á rúmum tveimur vikum. Stúdentaráðsliðar Röskvu hafa á öllum þessum fundum gagnrýnt vinnubrögð Stúdentaráðs harðlega og lagst gegn þeirri afstöðu sem nýkjörin forysta ráðsins virðist hafa tekið frá byrjun, það er að tilnefna fulltrúa nemenda í Háskólaráð til næstu tveggja ára án allsherjarkosninga. Fulltrúar nemenda í Háskólaráði 2014-16 hafa þar að auki mótmælt þessari afstöðu harðlega og sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis á nýkjörið Stúdentaráð á skiptafundi þess 19. maí síðastliðinn. Þrátt fyrir það samþykkti meirihluti Stúdentaráðs á fundi ráðsins 4. júní síðastliðinn að tilnefna í Háskólaráð án allsherjarkosninga. Stúdentaráðsliðar Röskvu lögðust eindregið gegn því og var tillaga þeirra um lýðræðislegar kosningar felld. Nú stendur til að Stúdentaráð kjósi fulltrúa nemenda í umræddar stöður og hefur fyrrverandi formaður SHÍ, sem lagði til að ekki yrði kosið í ráðið í allsherjarkosningum, boðið sig fram í það. Slík vinnubrögð verða að teljast óeðlileg. Fráleitt er að hrifsa réttinn frá nemendum til að kjósa sér fulltrúa í æðsta ráð háskólans. Meirihluti Stúdentaráðs virðist vera ósammála því. Við teljum það ótrúlegt í ljósi þeirra gilda sem ráðið þykist standa fyrir. Stúdentaráðsliðar Röskvu harma ákvörðunina. Stúdentaráðsliðar Röskvu, Alma Ágústsdóttir Brynja Helgadóttir Elinóra Guðmundsdóttir Elísabet Brynjarsdóttir Eydís Blöndal Ingvar Þór Björnsson Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir Nanna Hermannsdóttir Ragna Sigurðardóttir Ragnar Auðun Árnason Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur verið uppi umræða um ólýðræðisleg vinnubrögð innan Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Umræðan snýr að kosningu nemenda á fulltrúum sínum í æðsta ráð Háskóla Íslands, Háskólaráð. Fram til ársins 2014 var kosið um umrædda fulltrúa í almennum kosningum annað hvert ár. Um það er kveðið í reglum Háskóla Íslands. Þar stendur að „tilnefning fulltrúa nemenda [í Háskólaráð] skal vera í samræmi við niðurstöðu sérstakrar hlutfallskosningar sem fram fer í febrúar annað hvert ár. Kosnir skulu tveir aðalmenn og tveir varamenn til setu í háskólaráði til tveggja ára.“ Jafnframt stendur þar að „kosningarétt hafa allir skrásettir nemendur Háskóla Íslands“ og að „Stúdentaráð Háskóla Íslands annast framkvæmd kosningarinnar.“ Þessum reglum hefur ekki verið fylgt frá árinu 2014. Ástæðan fyrir því að Stúdentaráð skipaði í ráðið án allsherjarkosninga það ár er sú að Stúdentaráð virðist hafa gleymt að gera ráð fyrir kosningum til Háskólaráðs við gerð nýs kosningakerfis, þar sem kosið er innan sviða háskólans, sem innleitt var árið 2013. Þáverandi forystu Stúdentaráðs var þó gert ljóst að fyrir árið 2016 væri hægt að útbúa kosningakerfi sem gerði allsherjarkosningar til Háskólaráðs mögulegar. Slíkt kosningakerfi var aldrei útbúið þar sem samþykkt var á stjórnarfundi síðasta Stúdentaráðs í nóvember að sleppa því að halda allsherjarkosningar til Háskólaráðs. Stjórn Stúdentaráðs starfar í umboði Stúdentaráðs og samanstendur af formanni og varaformanni ráðsins ásamt sviðsráðsformönnum þess. Umrædd stjórn tók þessa ákvörðun án þess að leita álits Stúdentaráðs og lagði þar að auki aldrei fram skýrar forsendur fyrir réttmæti ákvörðunarinnar. Nýkjörið Stúdentaráð sem tók við í maí síðastliðnum hefur nú fundað fjórum sinnum um málið á rúmum tveimur vikum. Stúdentaráðsliðar Röskvu hafa á öllum þessum fundum gagnrýnt vinnubrögð Stúdentaráðs harðlega og lagst gegn þeirri afstöðu sem nýkjörin forysta ráðsins virðist hafa tekið frá byrjun, það er að tilnefna fulltrúa nemenda í Háskólaráð til næstu tveggja ára án allsherjarkosninga. Fulltrúar nemenda í Háskólaráði 2014-16 hafa þar að auki mótmælt þessari afstöðu harðlega og sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis á nýkjörið Stúdentaráð á skiptafundi þess 19. maí síðastliðinn. Þrátt fyrir það samþykkti meirihluti Stúdentaráðs á fundi ráðsins 4. júní síðastliðinn að tilnefna í Háskólaráð án allsherjarkosninga. Stúdentaráðsliðar Röskvu lögðust eindregið gegn því og var tillaga þeirra um lýðræðislegar kosningar felld. Nú stendur til að Stúdentaráð kjósi fulltrúa nemenda í umræddar stöður og hefur fyrrverandi formaður SHÍ, sem lagði til að ekki yrði kosið í ráðið í allsherjarkosningum, boðið sig fram í það. Slík vinnubrögð verða að teljast óeðlileg. Fráleitt er að hrifsa réttinn frá nemendum til að kjósa sér fulltrúa í æðsta ráð háskólans. Meirihluti Stúdentaráðs virðist vera ósammála því. Við teljum það ótrúlegt í ljósi þeirra gilda sem ráðið þykist standa fyrir. Stúdentaráðsliðar Röskvu harma ákvörðunina. Stúdentaráðsliðar Röskvu, Alma Ágústsdóttir Brynja Helgadóttir Elinóra Guðmundsdóttir Elísabet Brynjarsdóttir Eydís Blöndal Ingvar Þór Björnsson Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir Nanna Hermannsdóttir Ragna Sigurðardóttir Ragnar Auðun Árnason
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun