Hvers vegna umhverfismat hótels í Kerlingarfjöllum? Snorri Baldursson skrifar 9. júní 2016 07:00 Hans Kristjánsson, einn eigenda Fannborgar ehf. sem rekur ferðaþjónustu og hálendismiðstöð í Kerlingarfjöllum, skrifaði grein í Fréttablaðið þann 26. maí sl. undir heitinu „Skrýtin svör og starfsaðferðir Landverndar“. Þar sem vitnað er í undirritaðan með beinum hætti og spurt hvað Landvernd sé að kæra er sjálfsagt að bregðast við.Forsagan Forsaga málsins er að Landvernd kærði 4. ágúst sl. ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki þyrfti að meta fyrsta áfanga af þremur í uppbyggingu 342 manna gistiaðstöðu í Kerlingarfjöllum, þar með stóra hótelbyggingu fyrir 240 manns. Stofnunin úrskurðaði þó að umhverfismeta skyldi seinni áfangana tvo. Landvernd taldi þetta sérkennilega ákvörðun sem ekki stæðist lög um mat á umhverfisáhrifum og kærði því úrskurðinn. Þegar fyrir lá að framkvæmdir væru hafnar við fyrsta áfanga og að þær gætu hugsanlega klárast áður en úrskurður ÚUA lægi fyrir fór Landvernd annarsvegar fram á stöðvun framkvæmda og hins vegar kærðu samtökin byggingarleyfi það sem Hrunamannahreppur gaf út. Þetta kallar Hans skrýtnar starfsaðferðir.Ástæður kæru Kærurnar eru lögum samkvæmt, eins og Hans raunar bendir á, og settar fram til þess að tryggja að hótelframkvæmdin í heild sinni fari í mat á umhverfisáhrifum. Deiliskipulagsbreytingin fór framhjá okkur á sínum tíma, því miður, og þar með möguleiki til athugasemda á því stigi. Landvernd krefst heildstæðs umhverfismats af eftirfarandi ástæðum: Fyrirhuguð hótelbygging er hin fyrsta sinnar tegundar á miðhálendinu að umfangi og útliti og er því fordæmisgefandi. Útlitshönnun sýnir að horfið er frá uppbyggingu í anda fjallaskála og þjónustustig er hækkað. Óvíst er hvernig byggingin fellur að markmiðum landsskipulagsstefnu þar sem m.a. er kveðið á um að uppbygging innviða skuli taka mið af sérstöðu í náttúrufari miðhálendisins (þ.m.t. víðernum). Ófært er að undanskilja umhverfisáhrif af fyrsta áfanga t.d. hvað varðar breytt þjónustustig, ágang ferðamanna á nærliggjandi náttúruverndarsvæði, samspil við vegagerð á Kili, o.s.frv. Þetta eru meginástæður fyrir kærum Landverndar. Við þær má svo bæta að rannsóknir Önnu Dóru Sæþórsdóttur, prófessors í ferðamálafræði við HÍ, hafa sýnt að hótel eru þau mannvirki sem 93% ferðamanna telja síst samræmast hugmyndum um víðerni á hálendinu. Sams konar viðhorf koma fram í könnun meðal ferðamanna sem Fannborgarmenn sjálfir stóðu að í tengslum við gerð umhverfismatsskýrslu. Þar með hefur þú svarið sem þú kallar eftir, Hans. Málið snýst ekki um það hvort Fannborg hafi gengið vel eða illa um Kerlingarfjöll. Málið snýst ekki í grunninn um Fannborgu ehf., þótt vissulega geti þessar kærur tafið fyrir áformum þess fyrirtækis. Við bendum á að allt miðhálendið, sem Landvernd ásamt fleirum berst fyrir að verði gert að þjóðgarði, er þjóðlenda í eigu allra Íslendinga og einn okkar mikilvægasti og verðmætasti náttúruarfur. Þess vegna verða þeir, sem vilja standa í miklum framkvæmdum á borð við hótelbyggingar á miðhálendinu, að þola það að samtök, sem gæta réttar almennings og náttúrunnar, grípi til allra þeirra ráða sem tiltæk eru lögum samkvæmt til að tryggja að umhverfisáhrif framkvæmdanna séu metin í heild sinni. Krafan er ekki stærri en það. Á sama hátt er það alls ekki einkamál eins sveitarfélags hvernig uppbyggingu á miðhálendinu verður háttað.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hans Kristjánsson, einn eigenda Fannborgar ehf. sem rekur ferðaþjónustu og hálendismiðstöð í Kerlingarfjöllum, skrifaði grein í Fréttablaðið þann 26. maí sl. undir heitinu „Skrýtin svör og starfsaðferðir Landverndar“. Þar sem vitnað er í undirritaðan með beinum hætti og spurt hvað Landvernd sé að kæra er sjálfsagt að bregðast við.Forsagan Forsaga málsins er að Landvernd kærði 4. ágúst sl. ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki þyrfti að meta fyrsta áfanga af þremur í uppbyggingu 342 manna gistiaðstöðu í Kerlingarfjöllum, þar með stóra hótelbyggingu fyrir 240 manns. Stofnunin úrskurðaði þó að umhverfismeta skyldi seinni áfangana tvo. Landvernd taldi þetta sérkennilega ákvörðun sem ekki stæðist lög um mat á umhverfisáhrifum og kærði því úrskurðinn. Þegar fyrir lá að framkvæmdir væru hafnar við fyrsta áfanga og að þær gætu hugsanlega klárast áður en úrskurður ÚUA lægi fyrir fór Landvernd annarsvegar fram á stöðvun framkvæmda og hins vegar kærðu samtökin byggingarleyfi það sem Hrunamannahreppur gaf út. Þetta kallar Hans skrýtnar starfsaðferðir.Ástæður kæru Kærurnar eru lögum samkvæmt, eins og Hans raunar bendir á, og settar fram til þess að tryggja að hótelframkvæmdin í heild sinni fari í mat á umhverfisáhrifum. Deiliskipulagsbreytingin fór framhjá okkur á sínum tíma, því miður, og þar með möguleiki til athugasemda á því stigi. Landvernd krefst heildstæðs umhverfismats af eftirfarandi ástæðum: Fyrirhuguð hótelbygging er hin fyrsta sinnar tegundar á miðhálendinu að umfangi og útliti og er því fordæmisgefandi. Útlitshönnun sýnir að horfið er frá uppbyggingu í anda fjallaskála og þjónustustig er hækkað. Óvíst er hvernig byggingin fellur að markmiðum landsskipulagsstefnu þar sem m.a. er kveðið á um að uppbygging innviða skuli taka mið af sérstöðu í náttúrufari miðhálendisins (þ.m.t. víðernum). Ófært er að undanskilja umhverfisáhrif af fyrsta áfanga t.d. hvað varðar breytt þjónustustig, ágang ferðamanna á nærliggjandi náttúruverndarsvæði, samspil við vegagerð á Kili, o.s.frv. Þetta eru meginástæður fyrir kærum Landverndar. Við þær má svo bæta að rannsóknir Önnu Dóru Sæþórsdóttur, prófessors í ferðamálafræði við HÍ, hafa sýnt að hótel eru þau mannvirki sem 93% ferðamanna telja síst samræmast hugmyndum um víðerni á hálendinu. Sams konar viðhorf koma fram í könnun meðal ferðamanna sem Fannborgarmenn sjálfir stóðu að í tengslum við gerð umhverfismatsskýrslu. Þar með hefur þú svarið sem þú kallar eftir, Hans. Málið snýst ekki um það hvort Fannborg hafi gengið vel eða illa um Kerlingarfjöll. Málið snýst ekki í grunninn um Fannborgu ehf., þótt vissulega geti þessar kærur tafið fyrir áformum þess fyrirtækis. Við bendum á að allt miðhálendið, sem Landvernd ásamt fleirum berst fyrir að verði gert að þjóðgarði, er þjóðlenda í eigu allra Íslendinga og einn okkar mikilvægasti og verðmætasti náttúruarfur. Þess vegna verða þeir, sem vilja standa í miklum framkvæmdum á borð við hótelbyggingar á miðhálendinu, að þola það að samtök, sem gæta réttar almennings og náttúrunnar, grípi til allra þeirra ráða sem tiltæk eru lögum samkvæmt til að tryggja að umhverfisáhrif framkvæmdanna séu metin í heild sinni. Krafan er ekki stærri en það. Á sama hátt er það alls ekki einkamál eins sveitarfélags hvernig uppbyggingu á miðhálendinu verður háttað.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun