Nú er það forsetinn, 25 ár liðin og sama steypan Einar Árnason skrifar 9. júní 2016 07:00 Það er áhyggjuefnin þegar ráðamenn segja rangt til um grundvallarstaðreyndir, aftur og aftur. Undirritaður er fullviss um að slíkt viðgangist ekki í nálægum löndum þegar staðreyndirnar liggja fyrir og eru ótvíræðar.Fyrir 25 árum Eftir háskólanám í Bretlandi var undirritaður hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun til ársins 1986. Þá þegar kom í ljós að borgarstjóri Reykjavíkur, Davíð Oddsson, sagði ósatt til um skattbreytingar í Reykjavík, sagðist hafa lækkað skatta, þegar í raun var verið að hækka skatta verulega. Það kom undirrituðum mjög á óvart að slíkt viðgengist á Íslandi. Leikurinn sem borgarstjóri lék þá t.d varðandi útsvar var að bera saman álagningarprósentu útsvars sem greitt var af tekjum fyrra árs á miklum verðbólguárum við álagningarprósentu í staðgreiðslu. Þannig sagði prósentan ein og sér ekkert um skattbyrði. Þetta benti undirritaður á í blaðagreinum fyrir rúmlega 25 árum. Jafnframt að byggingarkostnaður Ráðhúss Reykjavíkur og Perlunnar var strax á haustdögum 1991 kominn yfir 100% fram úr áætlunum þó borgarstjóri fullyrti að hækkunin væri aðeins 20% og raunar allt niður í 4% þegar á hann var gengið. Þá var bara logið dýpra þó staðreyndirnar lægju fyrir.Spurningum svarað hjá Nova um forsætisráðherraárin 1991-2004 og utanríkisráðherraárið 2004-2005. Þann 18. maí síðastliðinn svaraði Davíð Oddsson frambjóðandi spurningum hjá Nova. Aðspurður um stærstu afrek sín á stjórnmálaferlinum svaraði Davíð meðal annars: „Varðandi ríkið þá er ég náttúrulega stoltur yfir mörgu þar – en af löggjöf getur maður nefnt upplýsingalöggjöf, stjórnsýslulöggjöf, en jafnframt að við samfellt borguðum niður skuldir ríkisins um leið og við lækkuðum skatta aftur, aftur og aftur. Það var ánægjulegt.“ Því miður er þetta með skattana ósannindi aftur, aftur og aftur. Í rauninni er það óhemju ófyrirleitni að leyfa sér að fara svona rangt með staðreyndir og mjög ljótur leikur gagnvart almenningi. Undirritaður skrifaði greinar um þetta, oftast með Ólafi Ólafssyni, fyrrverandi landlækni, formanni FEB og Landssambands eldri borgara – og oft Pétri Guðmundssyni verkfræðingi. Þar sýndum við fram á það sem öllum var ljóst sem til þekktu, að skattbyrðin hafði stóraukist, sérstaklega á lægri tekjuhópa.Enn ein sönnunin. Nefnd fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Skýrslunni „Íslenska skattkerfið: Samkeppnishæfni og skilvirkni“ var skilað til Árna Mathiesen, þá fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, þann 11. september 2008 eða tæpum mánuði fyrir hrun. Á blaðsíðu 90 í skýrslunni er tafla um breytingu á skattbyrði hjá hjónum og sambúðarfólki árin 1993-2005 sem voru ríkisstjórnarár Davíðs sem hófust 1991. Í aftasta dálki töflunnar kemur fram hver breyting á skattbyrði heildartekna eftir tekjubilum var á þessu tímabili. Þannig jókst skattbyrði lægstu tekjuhópanna um 10% til 13,5%, þó enn hefði verið fullyrt að hún hefði lækkað. Skattbyrðin lækkaði þó í efstu tekjubilunum hjá tekju- og launahæsta fólkinu. Aukin skattbyrði var vegna þess að skattleysismörk lækkuðu að raungildi þessi ár svo almenningur var að borga skatta af stærri hluta tekna en áður. Orðrétt segir í skýrslunni (bls. 90) um þessa töflu: „Skattbyrðin eykst um rúmlega 10% prósentustig í lægstu tekjubilum, en munurinn fer síðan minnkandi og deyr út við 90% mörkin. Stafar það af því að lægra álagningarhlutfall hefur meira að segja eftir því sem tekjurnar eru hærri, auk þess sem afnám hátekjuskattsins virkar efst í tekjuskalanum.“ Það var þó rétt hjá Davíð Oddssyni að skattbyrði á hæstu en bara hæstu heildartekjurnar og laun lækkar, lækkar og lækkar en hjá meginþorra fólksins hækkar hún, hækkar og hækkar á þessu tímabili. Það er pólitísk ákvörðun ein og sér, að breyta skattkerfinu á þann máta og leiðir augljóslega af sér aukinn ójöfnuð. En að segja ósatt um þetta er afleitt og í besta falli siðlaust.Skýrsla til fjármálaráðherra. Íslenska skattkerfið:Samkeppnishæfni og skilvirkni. 11.september 2008(sjá töflu og öftustu dálka í henni bls 90) Hrói höttur afturábak aftur og aftur.Öllum ljóst að skattbyrðin hefur aukist. Einar Árnason, Ólafur Ólafsson og Pétur Guðmundsson skrifa um skattbyrði eldri borgara. Lýgur tölfræðin? Benedikt Davíðsson, Ólafur Ólafsson, Pétur Guðmundsson og Einar Árnason skrifa um skattamálHrói höttur afturábakFréttablaðið 5. maí 2003. Auglýsing frá Félagi eldri borgara í Reykjavík: Óþolandi útúrsnúningar stjórnvaldaTvö hús tvenn ósannindiSkattakóngurinn Davíð OddssonKostnaðaráætlanir fyrirfram eða eftirá:Höfundur var áður hagfræðingur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og hagfræðingur Landssambands eldri borgara og síðar óflokksbundinn aðstoðarmaður ráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Það er áhyggjuefnin þegar ráðamenn segja rangt til um grundvallarstaðreyndir, aftur og aftur. Undirritaður er fullviss um að slíkt viðgangist ekki í nálægum löndum þegar staðreyndirnar liggja fyrir og eru ótvíræðar.Fyrir 25 árum Eftir háskólanám í Bretlandi var undirritaður hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun til ársins 1986. Þá þegar kom í ljós að borgarstjóri Reykjavíkur, Davíð Oddsson, sagði ósatt til um skattbreytingar í Reykjavík, sagðist hafa lækkað skatta, þegar í raun var verið að hækka skatta verulega. Það kom undirrituðum mjög á óvart að slíkt viðgengist á Íslandi. Leikurinn sem borgarstjóri lék þá t.d varðandi útsvar var að bera saman álagningarprósentu útsvars sem greitt var af tekjum fyrra árs á miklum verðbólguárum við álagningarprósentu í staðgreiðslu. Þannig sagði prósentan ein og sér ekkert um skattbyrði. Þetta benti undirritaður á í blaðagreinum fyrir rúmlega 25 árum. Jafnframt að byggingarkostnaður Ráðhúss Reykjavíkur og Perlunnar var strax á haustdögum 1991 kominn yfir 100% fram úr áætlunum þó borgarstjóri fullyrti að hækkunin væri aðeins 20% og raunar allt niður í 4% þegar á hann var gengið. Þá var bara logið dýpra þó staðreyndirnar lægju fyrir.Spurningum svarað hjá Nova um forsætisráðherraárin 1991-2004 og utanríkisráðherraárið 2004-2005. Þann 18. maí síðastliðinn svaraði Davíð Oddsson frambjóðandi spurningum hjá Nova. Aðspurður um stærstu afrek sín á stjórnmálaferlinum svaraði Davíð meðal annars: „Varðandi ríkið þá er ég náttúrulega stoltur yfir mörgu þar – en af löggjöf getur maður nefnt upplýsingalöggjöf, stjórnsýslulöggjöf, en jafnframt að við samfellt borguðum niður skuldir ríkisins um leið og við lækkuðum skatta aftur, aftur og aftur. Það var ánægjulegt.“ Því miður er þetta með skattana ósannindi aftur, aftur og aftur. Í rauninni er það óhemju ófyrirleitni að leyfa sér að fara svona rangt með staðreyndir og mjög ljótur leikur gagnvart almenningi. Undirritaður skrifaði greinar um þetta, oftast með Ólafi Ólafssyni, fyrrverandi landlækni, formanni FEB og Landssambands eldri borgara – og oft Pétri Guðmundssyni verkfræðingi. Þar sýndum við fram á það sem öllum var ljóst sem til þekktu, að skattbyrðin hafði stóraukist, sérstaklega á lægri tekjuhópa.Enn ein sönnunin. Nefnd fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Skýrslunni „Íslenska skattkerfið: Samkeppnishæfni og skilvirkni“ var skilað til Árna Mathiesen, þá fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, þann 11. september 2008 eða tæpum mánuði fyrir hrun. Á blaðsíðu 90 í skýrslunni er tafla um breytingu á skattbyrði hjá hjónum og sambúðarfólki árin 1993-2005 sem voru ríkisstjórnarár Davíðs sem hófust 1991. Í aftasta dálki töflunnar kemur fram hver breyting á skattbyrði heildartekna eftir tekjubilum var á þessu tímabili. Þannig jókst skattbyrði lægstu tekjuhópanna um 10% til 13,5%, þó enn hefði verið fullyrt að hún hefði lækkað. Skattbyrðin lækkaði þó í efstu tekjubilunum hjá tekju- og launahæsta fólkinu. Aukin skattbyrði var vegna þess að skattleysismörk lækkuðu að raungildi þessi ár svo almenningur var að borga skatta af stærri hluta tekna en áður. Orðrétt segir í skýrslunni (bls. 90) um þessa töflu: „Skattbyrðin eykst um rúmlega 10% prósentustig í lægstu tekjubilum, en munurinn fer síðan minnkandi og deyr út við 90% mörkin. Stafar það af því að lægra álagningarhlutfall hefur meira að segja eftir því sem tekjurnar eru hærri, auk þess sem afnám hátekjuskattsins virkar efst í tekjuskalanum.“ Það var þó rétt hjá Davíð Oddssyni að skattbyrði á hæstu en bara hæstu heildartekjurnar og laun lækkar, lækkar og lækkar en hjá meginþorra fólksins hækkar hún, hækkar og hækkar á þessu tímabili. Það er pólitísk ákvörðun ein og sér, að breyta skattkerfinu á þann máta og leiðir augljóslega af sér aukinn ójöfnuð. En að segja ósatt um þetta er afleitt og í besta falli siðlaust.Skýrsla til fjármálaráðherra. Íslenska skattkerfið:Samkeppnishæfni og skilvirkni. 11.september 2008(sjá töflu og öftustu dálka í henni bls 90) Hrói höttur afturábak aftur og aftur.Öllum ljóst að skattbyrðin hefur aukist. Einar Árnason, Ólafur Ólafsson og Pétur Guðmundsson skrifa um skattbyrði eldri borgara. Lýgur tölfræðin? Benedikt Davíðsson, Ólafur Ólafsson, Pétur Guðmundsson og Einar Árnason skrifa um skattamálHrói höttur afturábakFréttablaðið 5. maí 2003. Auglýsing frá Félagi eldri borgara í Reykjavík: Óþolandi útúrsnúningar stjórnvaldaTvö hús tvenn ósannindiSkattakóngurinn Davíð OddssonKostnaðaráætlanir fyrirfram eða eftirá:Höfundur var áður hagfræðingur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og hagfræðingur Landssambands eldri borgara og síðar óflokksbundinn aðstoðarmaður ráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun