Nú er það forsetinn, 25 ár liðin og sama steypan Einar Árnason skrifar 9. júní 2016 07:00 Það er áhyggjuefnin þegar ráðamenn segja rangt til um grundvallarstaðreyndir, aftur og aftur. Undirritaður er fullviss um að slíkt viðgangist ekki í nálægum löndum þegar staðreyndirnar liggja fyrir og eru ótvíræðar.Fyrir 25 árum Eftir háskólanám í Bretlandi var undirritaður hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun til ársins 1986. Þá þegar kom í ljós að borgarstjóri Reykjavíkur, Davíð Oddsson, sagði ósatt til um skattbreytingar í Reykjavík, sagðist hafa lækkað skatta, þegar í raun var verið að hækka skatta verulega. Það kom undirrituðum mjög á óvart að slíkt viðgengist á Íslandi. Leikurinn sem borgarstjóri lék þá t.d varðandi útsvar var að bera saman álagningarprósentu útsvars sem greitt var af tekjum fyrra árs á miklum verðbólguárum við álagningarprósentu í staðgreiðslu. Þannig sagði prósentan ein og sér ekkert um skattbyrði. Þetta benti undirritaður á í blaðagreinum fyrir rúmlega 25 árum. Jafnframt að byggingarkostnaður Ráðhúss Reykjavíkur og Perlunnar var strax á haustdögum 1991 kominn yfir 100% fram úr áætlunum þó borgarstjóri fullyrti að hækkunin væri aðeins 20% og raunar allt niður í 4% þegar á hann var gengið. Þá var bara logið dýpra þó staðreyndirnar lægju fyrir.Spurningum svarað hjá Nova um forsætisráðherraárin 1991-2004 og utanríkisráðherraárið 2004-2005. Þann 18. maí síðastliðinn svaraði Davíð Oddsson frambjóðandi spurningum hjá Nova. Aðspurður um stærstu afrek sín á stjórnmálaferlinum svaraði Davíð meðal annars: „Varðandi ríkið þá er ég náttúrulega stoltur yfir mörgu þar – en af löggjöf getur maður nefnt upplýsingalöggjöf, stjórnsýslulöggjöf, en jafnframt að við samfellt borguðum niður skuldir ríkisins um leið og við lækkuðum skatta aftur, aftur og aftur. Það var ánægjulegt.“ Því miður er þetta með skattana ósannindi aftur, aftur og aftur. Í rauninni er það óhemju ófyrirleitni að leyfa sér að fara svona rangt með staðreyndir og mjög ljótur leikur gagnvart almenningi. Undirritaður skrifaði greinar um þetta, oftast með Ólafi Ólafssyni, fyrrverandi landlækni, formanni FEB og Landssambands eldri borgara – og oft Pétri Guðmundssyni verkfræðingi. Þar sýndum við fram á það sem öllum var ljóst sem til þekktu, að skattbyrðin hafði stóraukist, sérstaklega á lægri tekjuhópa.Enn ein sönnunin. Nefnd fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Skýrslunni „Íslenska skattkerfið: Samkeppnishæfni og skilvirkni“ var skilað til Árna Mathiesen, þá fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, þann 11. september 2008 eða tæpum mánuði fyrir hrun. Á blaðsíðu 90 í skýrslunni er tafla um breytingu á skattbyrði hjá hjónum og sambúðarfólki árin 1993-2005 sem voru ríkisstjórnarár Davíðs sem hófust 1991. Í aftasta dálki töflunnar kemur fram hver breyting á skattbyrði heildartekna eftir tekjubilum var á þessu tímabili. Þannig jókst skattbyrði lægstu tekjuhópanna um 10% til 13,5%, þó enn hefði verið fullyrt að hún hefði lækkað. Skattbyrðin lækkaði þó í efstu tekjubilunum hjá tekju- og launahæsta fólkinu. Aukin skattbyrði var vegna þess að skattleysismörk lækkuðu að raungildi þessi ár svo almenningur var að borga skatta af stærri hluta tekna en áður. Orðrétt segir í skýrslunni (bls. 90) um þessa töflu: „Skattbyrðin eykst um rúmlega 10% prósentustig í lægstu tekjubilum, en munurinn fer síðan minnkandi og deyr út við 90% mörkin. Stafar það af því að lægra álagningarhlutfall hefur meira að segja eftir því sem tekjurnar eru hærri, auk þess sem afnám hátekjuskattsins virkar efst í tekjuskalanum.“ Það var þó rétt hjá Davíð Oddssyni að skattbyrði á hæstu en bara hæstu heildartekjurnar og laun lækkar, lækkar og lækkar en hjá meginþorra fólksins hækkar hún, hækkar og hækkar á þessu tímabili. Það er pólitísk ákvörðun ein og sér, að breyta skattkerfinu á þann máta og leiðir augljóslega af sér aukinn ójöfnuð. En að segja ósatt um þetta er afleitt og í besta falli siðlaust.Skýrsla til fjármálaráðherra. Íslenska skattkerfið:Samkeppnishæfni og skilvirkni. 11.september 2008(sjá töflu og öftustu dálka í henni bls 90) Hrói höttur afturábak aftur og aftur.Öllum ljóst að skattbyrðin hefur aukist. Einar Árnason, Ólafur Ólafsson og Pétur Guðmundsson skrifa um skattbyrði eldri borgara. Lýgur tölfræðin? Benedikt Davíðsson, Ólafur Ólafsson, Pétur Guðmundsson og Einar Árnason skrifa um skattamálHrói höttur afturábakFréttablaðið 5. maí 2003. Auglýsing frá Félagi eldri borgara í Reykjavík: Óþolandi útúrsnúningar stjórnvaldaTvö hús tvenn ósannindiSkattakóngurinn Davíð OddssonKostnaðaráætlanir fyrirfram eða eftirá:Höfundur var áður hagfræðingur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og hagfræðingur Landssambands eldri borgara og síðar óflokksbundinn aðstoðarmaður ráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Það er áhyggjuefnin þegar ráðamenn segja rangt til um grundvallarstaðreyndir, aftur og aftur. Undirritaður er fullviss um að slíkt viðgangist ekki í nálægum löndum þegar staðreyndirnar liggja fyrir og eru ótvíræðar.Fyrir 25 árum Eftir háskólanám í Bretlandi var undirritaður hagfræðingur á Þjóðhagsstofnun til ársins 1986. Þá þegar kom í ljós að borgarstjóri Reykjavíkur, Davíð Oddsson, sagði ósatt til um skattbreytingar í Reykjavík, sagðist hafa lækkað skatta, þegar í raun var verið að hækka skatta verulega. Það kom undirrituðum mjög á óvart að slíkt viðgengist á Íslandi. Leikurinn sem borgarstjóri lék þá t.d varðandi útsvar var að bera saman álagningarprósentu útsvars sem greitt var af tekjum fyrra árs á miklum verðbólguárum við álagningarprósentu í staðgreiðslu. Þannig sagði prósentan ein og sér ekkert um skattbyrði. Þetta benti undirritaður á í blaðagreinum fyrir rúmlega 25 árum. Jafnframt að byggingarkostnaður Ráðhúss Reykjavíkur og Perlunnar var strax á haustdögum 1991 kominn yfir 100% fram úr áætlunum þó borgarstjóri fullyrti að hækkunin væri aðeins 20% og raunar allt niður í 4% þegar á hann var gengið. Þá var bara logið dýpra þó staðreyndirnar lægju fyrir.Spurningum svarað hjá Nova um forsætisráðherraárin 1991-2004 og utanríkisráðherraárið 2004-2005. Þann 18. maí síðastliðinn svaraði Davíð Oddsson frambjóðandi spurningum hjá Nova. Aðspurður um stærstu afrek sín á stjórnmálaferlinum svaraði Davíð meðal annars: „Varðandi ríkið þá er ég náttúrulega stoltur yfir mörgu þar – en af löggjöf getur maður nefnt upplýsingalöggjöf, stjórnsýslulöggjöf, en jafnframt að við samfellt borguðum niður skuldir ríkisins um leið og við lækkuðum skatta aftur, aftur og aftur. Það var ánægjulegt.“ Því miður er þetta með skattana ósannindi aftur, aftur og aftur. Í rauninni er það óhemju ófyrirleitni að leyfa sér að fara svona rangt með staðreyndir og mjög ljótur leikur gagnvart almenningi. Undirritaður skrifaði greinar um þetta, oftast með Ólafi Ólafssyni, fyrrverandi landlækni, formanni FEB og Landssambands eldri borgara – og oft Pétri Guðmundssyni verkfræðingi. Þar sýndum við fram á það sem öllum var ljóst sem til þekktu, að skattbyrðin hafði stóraukist, sérstaklega á lægri tekjuhópa.Enn ein sönnunin. Nefnd fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Skýrslunni „Íslenska skattkerfið: Samkeppnishæfni og skilvirkni“ var skilað til Árna Mathiesen, þá fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, þann 11. september 2008 eða tæpum mánuði fyrir hrun. Á blaðsíðu 90 í skýrslunni er tafla um breytingu á skattbyrði hjá hjónum og sambúðarfólki árin 1993-2005 sem voru ríkisstjórnarár Davíðs sem hófust 1991. Í aftasta dálki töflunnar kemur fram hver breyting á skattbyrði heildartekna eftir tekjubilum var á þessu tímabili. Þannig jókst skattbyrði lægstu tekjuhópanna um 10% til 13,5%, þó enn hefði verið fullyrt að hún hefði lækkað. Skattbyrðin lækkaði þó í efstu tekjubilunum hjá tekju- og launahæsta fólkinu. Aukin skattbyrði var vegna þess að skattleysismörk lækkuðu að raungildi þessi ár svo almenningur var að borga skatta af stærri hluta tekna en áður. Orðrétt segir í skýrslunni (bls. 90) um þessa töflu: „Skattbyrðin eykst um rúmlega 10% prósentustig í lægstu tekjubilum, en munurinn fer síðan minnkandi og deyr út við 90% mörkin. Stafar það af því að lægra álagningarhlutfall hefur meira að segja eftir því sem tekjurnar eru hærri, auk þess sem afnám hátekjuskattsins virkar efst í tekjuskalanum.“ Það var þó rétt hjá Davíð Oddssyni að skattbyrði á hæstu en bara hæstu heildartekjurnar og laun lækkar, lækkar og lækkar en hjá meginþorra fólksins hækkar hún, hækkar og hækkar á þessu tímabili. Það er pólitísk ákvörðun ein og sér, að breyta skattkerfinu á þann máta og leiðir augljóslega af sér aukinn ójöfnuð. En að segja ósatt um þetta er afleitt og í besta falli siðlaust.Skýrsla til fjármálaráðherra. Íslenska skattkerfið:Samkeppnishæfni og skilvirkni. 11.september 2008(sjá töflu og öftustu dálka í henni bls 90) Hrói höttur afturábak aftur og aftur.Öllum ljóst að skattbyrðin hefur aukist. Einar Árnason, Ólafur Ólafsson og Pétur Guðmundsson skrifa um skattbyrði eldri borgara. Lýgur tölfræðin? Benedikt Davíðsson, Ólafur Ólafsson, Pétur Guðmundsson og Einar Árnason skrifa um skattamálHrói höttur afturábakFréttablaðið 5. maí 2003. Auglýsing frá Félagi eldri borgara í Reykjavík: Óþolandi útúrsnúningar stjórnvaldaTvö hús tvenn ósannindiSkattakóngurinn Davíð OddssonKostnaðaráætlanir fyrirfram eða eftirá:Höfundur var áður hagfræðingur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni og hagfræðingur Landssambands eldri borgara og síðar óflokksbundinn aðstoðarmaður ráðherra.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar