Afreksstefna íþróttafélaga á Íslandi Þorvaldur Guðjónsson skrifar 30. maí 2016 06:00 Í gegnum árin virðist vera kominn samnefnari milli íþrótta og forvarna. Það kann að vera rétt í mörgum tilfellum en um hvers konar forvarnir er verið að ræða? Forvarnir eru gríðarlega vítt hugtak. Það sem mörgum er efst í huga eru forvarnir gegn tóbaki og vímuefnum sem er vissulega mikilvægur þáttur í forvörnum. Það má hins vegar setja spurningarmerki við forvarnargildi íþrótta í þessum efnum, einkum hvað varðar munntóbak. Að æfa handbolta eða fótbolta virðist vera aukinn áhættuþáttur í tóbaksneyslu meðal ungra karlmanna frekar en að vinna gegn neyslunni. Þátt íþróttanna gagnvart öðrum áhættuþáttum forvarna er þó erfiðara að deila um. Má þar nefna kyrrsetu barna og unglinga. Kyrrseta ungs fólks á Íslandi hefur aukist gríðarlega og má tengja aukna kyrrsetu beint við marga lífsstílssjúkdóma s.s. offitu. Börn og unglingar sem æfa íþróttir eru líklegri til þess að hreyfa sig reglulega og koma í veg fyrir kyrrsetu sína. Til þess að vinna markvisst gegn kyrrsetu og afleiðingum hennar er mikilvægt að stuðla að því að börn temji sér hreyfingu sem hluta af lífsstíl sínum, ekki bara í keppnistilgangi. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að við viljum ekki afreksfólk, heldur þurfum við bæði að hlúa að afreksfólkinu okkar og styðja við þau ásamt því að koma til móts við þann hóp barna og unglinga sem vilja hreyfa sig til heilsueflingar og ánægju. Á unglingsárunum skapast sá vandi að brottfallið úr íþróttaiðkun verður hvað mest. Ástæður þess geta verið margvíslegar, t.d. má nefna aukið álag í skóla, öðrum tómstundum og aukið álag í þeirri íþrótt sem unglingurinn er að æfa. Það vilja nefnilega ekki allir æfa íþróttir til þess að verða heimsmeistarar. Margir vilja hreinlega fá tækifæri til þess að hreyfa sig og iðka íþrótt sem þeir hafa gaman af í góðra vina hópi. Afreksstefnur íþróttafélaga á Íslandi kunna því að vera að ýta frá sér iðkendum í stað þess að koma til móts við þarfir einstaklinganna sem vilja iðka íþrótt sér til heilsueflingar og gamans frekar en að keppa til verðlauna.Mæta oft miklu mótlætiÞað eru því oft þeir sem þurfa mest á hreyfingu að halda til að sporna við aukinni kyrrsetu sem falla úr hópnum því þeir hafa annað hvort ekki tíma til þess að æfa svo oft í viku eða hafa ekki hæfileikana til að „ná í liðið“. Þeir sem annað hvort sjá sér ekki fært um að mæta eins oft á æfingar í viku og íþróttafélagið leggur upp með, eða vilja frekar mæta á færri æfingar, mæta oft miklu mótlæti þar sem slíkar áherslur í æfingum eru oft á tíðum litnar hornauga af íþróttafélögum. Þeir unglingar sem flosna upp úr íþróttaiðkun vegna álags eiga oft erfitt með að finna vettvang til þess að iðka þá íþrótt sem þau vilja af því kappi sem þau kjósa sjálf. Svokallaður „bumbubolti“ er þekkt hugtak þar sem fólk hittist reglulega til þess að spila fótbolta. Auk þess eru áhugamannadeildir í mörgum íþróttum, s.s. utandeild í handbolta og fótbolta þar sem meiri áhersla er á skemmtun en árangur. Sá vettvangur hefur skapast af þörfinni til þess að hreyfa sig og iðka áhugamál sitt á þeim hraða og af þeirri ákefð sem hentar iðkandanum. Vandinn er að þessi vettvangur virðist ekki opnast iðkendum fyrr en þeir eru komnir um eða yfir tuttugu ára aldur. Þess vegna má velta upp spurningunni hversu langt forvarnargildi íþróttanna gegn kyrrsetu nær, hversu miklu púðri íþróttafélögin eigi að eyða í að sinna þessu forvarnarstarfi og síðast en ekki síst hvort það fjármagn sem íþróttafélög fá frá ríki og sveitarfélögum eigi að vera bundið kvöðum um markvissari áætlanir í forvarnarstarfi á þeim sviðum sem búið er að nefna hér í greininni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í gegnum árin virðist vera kominn samnefnari milli íþrótta og forvarna. Það kann að vera rétt í mörgum tilfellum en um hvers konar forvarnir er verið að ræða? Forvarnir eru gríðarlega vítt hugtak. Það sem mörgum er efst í huga eru forvarnir gegn tóbaki og vímuefnum sem er vissulega mikilvægur þáttur í forvörnum. Það má hins vegar setja spurningarmerki við forvarnargildi íþrótta í þessum efnum, einkum hvað varðar munntóbak. Að æfa handbolta eða fótbolta virðist vera aukinn áhættuþáttur í tóbaksneyslu meðal ungra karlmanna frekar en að vinna gegn neyslunni. Þátt íþróttanna gagnvart öðrum áhættuþáttum forvarna er þó erfiðara að deila um. Má þar nefna kyrrsetu barna og unglinga. Kyrrseta ungs fólks á Íslandi hefur aukist gríðarlega og má tengja aukna kyrrsetu beint við marga lífsstílssjúkdóma s.s. offitu. Börn og unglingar sem æfa íþróttir eru líklegri til þess að hreyfa sig reglulega og koma í veg fyrir kyrrsetu sína. Til þess að vinna markvisst gegn kyrrsetu og afleiðingum hennar er mikilvægt að stuðla að því að börn temji sér hreyfingu sem hluta af lífsstíl sínum, ekki bara í keppnistilgangi. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að við viljum ekki afreksfólk, heldur þurfum við bæði að hlúa að afreksfólkinu okkar og styðja við þau ásamt því að koma til móts við þann hóp barna og unglinga sem vilja hreyfa sig til heilsueflingar og ánægju. Á unglingsárunum skapast sá vandi að brottfallið úr íþróttaiðkun verður hvað mest. Ástæður þess geta verið margvíslegar, t.d. má nefna aukið álag í skóla, öðrum tómstundum og aukið álag í þeirri íþrótt sem unglingurinn er að æfa. Það vilja nefnilega ekki allir æfa íþróttir til þess að verða heimsmeistarar. Margir vilja hreinlega fá tækifæri til þess að hreyfa sig og iðka íþrótt sem þeir hafa gaman af í góðra vina hópi. Afreksstefnur íþróttafélaga á Íslandi kunna því að vera að ýta frá sér iðkendum í stað þess að koma til móts við þarfir einstaklinganna sem vilja iðka íþrótt sér til heilsueflingar og gamans frekar en að keppa til verðlauna.Mæta oft miklu mótlætiÞað eru því oft þeir sem þurfa mest á hreyfingu að halda til að sporna við aukinni kyrrsetu sem falla úr hópnum því þeir hafa annað hvort ekki tíma til þess að æfa svo oft í viku eða hafa ekki hæfileikana til að „ná í liðið“. Þeir sem annað hvort sjá sér ekki fært um að mæta eins oft á æfingar í viku og íþróttafélagið leggur upp með, eða vilja frekar mæta á færri æfingar, mæta oft miklu mótlæti þar sem slíkar áherslur í æfingum eru oft á tíðum litnar hornauga af íþróttafélögum. Þeir unglingar sem flosna upp úr íþróttaiðkun vegna álags eiga oft erfitt með að finna vettvang til þess að iðka þá íþrótt sem þau vilja af því kappi sem þau kjósa sjálf. Svokallaður „bumbubolti“ er þekkt hugtak þar sem fólk hittist reglulega til þess að spila fótbolta. Auk þess eru áhugamannadeildir í mörgum íþróttum, s.s. utandeild í handbolta og fótbolta þar sem meiri áhersla er á skemmtun en árangur. Sá vettvangur hefur skapast af þörfinni til þess að hreyfa sig og iðka áhugamál sitt á þeim hraða og af þeirri ákefð sem hentar iðkandanum. Vandinn er að þessi vettvangur virðist ekki opnast iðkendum fyrr en þeir eru komnir um eða yfir tuttugu ára aldur. Þess vegna má velta upp spurningunni hversu langt forvarnargildi íþróttanna gegn kyrrsetu nær, hversu miklu púðri íþróttafélögin eigi að eyða í að sinna þessu forvarnarstarfi og síðast en ekki síst hvort það fjármagn sem íþróttafélög fá frá ríki og sveitarfélögum eigi að vera bundið kvöðum um markvissari áætlanir í forvarnarstarfi á þeim sviðum sem búið er að nefna hér í greininni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun