Afreksstefna íþróttafélaga á Íslandi Þorvaldur Guðjónsson skrifar 30. maí 2016 06:00 Í gegnum árin virðist vera kominn samnefnari milli íþrótta og forvarna. Það kann að vera rétt í mörgum tilfellum en um hvers konar forvarnir er verið að ræða? Forvarnir eru gríðarlega vítt hugtak. Það sem mörgum er efst í huga eru forvarnir gegn tóbaki og vímuefnum sem er vissulega mikilvægur þáttur í forvörnum. Það má hins vegar setja spurningarmerki við forvarnargildi íþrótta í þessum efnum, einkum hvað varðar munntóbak. Að æfa handbolta eða fótbolta virðist vera aukinn áhættuþáttur í tóbaksneyslu meðal ungra karlmanna frekar en að vinna gegn neyslunni. Þátt íþróttanna gagnvart öðrum áhættuþáttum forvarna er þó erfiðara að deila um. Má þar nefna kyrrsetu barna og unglinga. Kyrrseta ungs fólks á Íslandi hefur aukist gríðarlega og má tengja aukna kyrrsetu beint við marga lífsstílssjúkdóma s.s. offitu. Börn og unglingar sem æfa íþróttir eru líklegri til þess að hreyfa sig reglulega og koma í veg fyrir kyrrsetu sína. Til þess að vinna markvisst gegn kyrrsetu og afleiðingum hennar er mikilvægt að stuðla að því að börn temji sér hreyfingu sem hluta af lífsstíl sínum, ekki bara í keppnistilgangi. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að við viljum ekki afreksfólk, heldur þurfum við bæði að hlúa að afreksfólkinu okkar og styðja við þau ásamt því að koma til móts við þann hóp barna og unglinga sem vilja hreyfa sig til heilsueflingar og ánægju. Á unglingsárunum skapast sá vandi að brottfallið úr íþróttaiðkun verður hvað mest. Ástæður þess geta verið margvíslegar, t.d. má nefna aukið álag í skóla, öðrum tómstundum og aukið álag í þeirri íþrótt sem unglingurinn er að æfa. Það vilja nefnilega ekki allir æfa íþróttir til þess að verða heimsmeistarar. Margir vilja hreinlega fá tækifæri til þess að hreyfa sig og iðka íþrótt sem þeir hafa gaman af í góðra vina hópi. Afreksstefnur íþróttafélaga á Íslandi kunna því að vera að ýta frá sér iðkendum í stað þess að koma til móts við þarfir einstaklinganna sem vilja iðka íþrótt sér til heilsueflingar og gamans frekar en að keppa til verðlauna.Mæta oft miklu mótlætiÞað eru því oft þeir sem þurfa mest á hreyfingu að halda til að sporna við aukinni kyrrsetu sem falla úr hópnum því þeir hafa annað hvort ekki tíma til þess að æfa svo oft í viku eða hafa ekki hæfileikana til að „ná í liðið“. Þeir sem annað hvort sjá sér ekki fært um að mæta eins oft á æfingar í viku og íþróttafélagið leggur upp með, eða vilja frekar mæta á færri æfingar, mæta oft miklu mótlæti þar sem slíkar áherslur í æfingum eru oft á tíðum litnar hornauga af íþróttafélögum. Þeir unglingar sem flosna upp úr íþróttaiðkun vegna álags eiga oft erfitt með að finna vettvang til þess að iðka þá íþrótt sem þau vilja af því kappi sem þau kjósa sjálf. Svokallaður „bumbubolti“ er þekkt hugtak þar sem fólk hittist reglulega til þess að spila fótbolta. Auk þess eru áhugamannadeildir í mörgum íþróttum, s.s. utandeild í handbolta og fótbolta þar sem meiri áhersla er á skemmtun en árangur. Sá vettvangur hefur skapast af þörfinni til þess að hreyfa sig og iðka áhugamál sitt á þeim hraða og af þeirri ákefð sem hentar iðkandanum. Vandinn er að þessi vettvangur virðist ekki opnast iðkendum fyrr en þeir eru komnir um eða yfir tuttugu ára aldur. Þess vegna má velta upp spurningunni hversu langt forvarnargildi íþróttanna gegn kyrrsetu nær, hversu miklu púðri íþróttafélögin eigi að eyða í að sinna þessu forvarnarstarfi og síðast en ekki síst hvort það fjármagn sem íþróttafélög fá frá ríki og sveitarfélögum eigi að vera bundið kvöðum um markvissari áætlanir í forvarnarstarfi á þeim sviðum sem búið er að nefna hér í greininni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í gegnum árin virðist vera kominn samnefnari milli íþrótta og forvarna. Það kann að vera rétt í mörgum tilfellum en um hvers konar forvarnir er verið að ræða? Forvarnir eru gríðarlega vítt hugtak. Það sem mörgum er efst í huga eru forvarnir gegn tóbaki og vímuefnum sem er vissulega mikilvægur þáttur í forvörnum. Það má hins vegar setja spurningarmerki við forvarnargildi íþrótta í þessum efnum, einkum hvað varðar munntóbak. Að æfa handbolta eða fótbolta virðist vera aukinn áhættuþáttur í tóbaksneyslu meðal ungra karlmanna frekar en að vinna gegn neyslunni. Þátt íþróttanna gagnvart öðrum áhættuþáttum forvarna er þó erfiðara að deila um. Má þar nefna kyrrsetu barna og unglinga. Kyrrseta ungs fólks á Íslandi hefur aukist gríðarlega og má tengja aukna kyrrsetu beint við marga lífsstílssjúkdóma s.s. offitu. Börn og unglingar sem æfa íþróttir eru líklegri til þess að hreyfa sig reglulega og koma í veg fyrir kyrrsetu sína. Til þess að vinna markvisst gegn kyrrsetu og afleiðingum hennar er mikilvægt að stuðla að því að börn temji sér hreyfingu sem hluta af lífsstíl sínum, ekki bara í keppnistilgangi. Það þýðir að sjálfsögðu ekki að við viljum ekki afreksfólk, heldur þurfum við bæði að hlúa að afreksfólkinu okkar og styðja við þau ásamt því að koma til móts við þann hóp barna og unglinga sem vilja hreyfa sig til heilsueflingar og ánægju. Á unglingsárunum skapast sá vandi að brottfallið úr íþróttaiðkun verður hvað mest. Ástæður þess geta verið margvíslegar, t.d. má nefna aukið álag í skóla, öðrum tómstundum og aukið álag í þeirri íþrótt sem unglingurinn er að æfa. Það vilja nefnilega ekki allir æfa íþróttir til þess að verða heimsmeistarar. Margir vilja hreinlega fá tækifæri til þess að hreyfa sig og iðka íþrótt sem þeir hafa gaman af í góðra vina hópi. Afreksstefnur íþróttafélaga á Íslandi kunna því að vera að ýta frá sér iðkendum í stað þess að koma til móts við þarfir einstaklinganna sem vilja iðka íþrótt sér til heilsueflingar og gamans frekar en að keppa til verðlauna.Mæta oft miklu mótlætiÞað eru því oft þeir sem þurfa mest á hreyfingu að halda til að sporna við aukinni kyrrsetu sem falla úr hópnum því þeir hafa annað hvort ekki tíma til þess að æfa svo oft í viku eða hafa ekki hæfileikana til að „ná í liðið“. Þeir sem annað hvort sjá sér ekki fært um að mæta eins oft á æfingar í viku og íþróttafélagið leggur upp með, eða vilja frekar mæta á færri æfingar, mæta oft miklu mótlæti þar sem slíkar áherslur í æfingum eru oft á tíðum litnar hornauga af íþróttafélögum. Þeir unglingar sem flosna upp úr íþróttaiðkun vegna álags eiga oft erfitt með að finna vettvang til þess að iðka þá íþrótt sem þau vilja af því kappi sem þau kjósa sjálf. Svokallaður „bumbubolti“ er þekkt hugtak þar sem fólk hittist reglulega til þess að spila fótbolta. Auk þess eru áhugamannadeildir í mörgum íþróttum, s.s. utandeild í handbolta og fótbolta þar sem meiri áhersla er á skemmtun en árangur. Sá vettvangur hefur skapast af þörfinni til þess að hreyfa sig og iðka áhugamál sitt á þeim hraða og af þeirri ákefð sem hentar iðkandanum. Vandinn er að þessi vettvangur virðist ekki opnast iðkendum fyrr en þeir eru komnir um eða yfir tuttugu ára aldur. Þess vegna má velta upp spurningunni hversu langt forvarnargildi íþróttanna gegn kyrrsetu nær, hversu miklu púðri íþróttafélögin eigi að eyða í að sinna þessu forvarnarstarfi og síðast en ekki síst hvort það fjármagn sem íþróttafélög fá frá ríki og sveitarfélögum eigi að vera bundið kvöðum um markvissari áætlanir í forvarnarstarfi á þeim sviðum sem búið er að nefna hér í greininni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí 2016
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun