Yfirvinnubann flugumferðarstjóra kostað erlend flugfélög tvo milljarða Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. maí 2016 11:45 Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, hefur haft í nógu að snúast að undanförnu. Vísir Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur haft töluverð áhrif á flugsamgöngur hér á landi og einnig fyrir Ísland í alþjóðlegu samhengi. Yfirvinnubannið hefur staðið yfir frá 6. apríl síðastliðnum en samningaviðræður milli Samtaka atvinnulífsins og Félags íslenskra flugumferðarstjóra hafa staðið yfir síðan í nóvember á síðasta ári. Samkvæmt heimildum Vísis er enn talsvert langt í land í samningaviðræðunum. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar. „IATA, International air transport association, hafa lýst yfir áhyggjum af þessu ástandi við okkur vegna þess að við, íslenska þjóðin, höfum gengist undir alþjóðlegar skuldbindingar þegar kemur að flugumferð,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. IATA eru samtök 260 flugfélaga en flugfélögin sem IATA er í forsvari fyrir sinna um 83 prósent allrar flugumferðar.Orðspor Íslands bíður hnekki „Við höfum skuldbundið okkur til að veita örugga, hagkvæma og óslitna þjónustu á okkar flugumferðarsvæði. Til þess að viðhalda örygginu þurfum við að minnka þjónustuna með tilheyrandi óhagræði fyrir flugfélög sem fljúga á milli Norður-Ameríku og Evrópu.“Sjá einnig: Deilu flugumferðarstjóra vísað til ríkissáttasemjara Vegna yfirvinnubannsins hefur Isavia þurft að vísa töluvert af flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið yfir í hið skoska eða um þrjátíu prósent af allri umferð.„Við höfum aðeins þurft að dempa traffíkina í okkar svæði. Þetta eru ansi margar flugferðir, svona á þrjú þúsund sem hafa þurft að færa flugleiðina sína,“ útskýrir Guðni. Þetta merkir aukinn eldsneytiskostnað fyrir þau flugfélög sem nýta íslenska lofthelgi til þess að fljúga hagkvæmustu leiðina á milli Evrópu og Norður-Ameríku. Hagkvæmasta leiðin er oft í gegnum íslenska lofthelgi, það fer eftir veðrum og vindum. „Svona gróft áætlað eru þetta um tveir milljarðar fyrir þrjú þúsund flugferðir,“ segir Guðni. Hann segir að um fjölmörg flugfélög sé að ræða og nefnir sem dæmi félög á borð við United Airlines, British Airways og Lufthansa. IATA hefur engar heimildir til þess að beita viðurlögum hér á landi komi til áframhaldandi þjónustuskerðingar sérstaklega vegna þess að aðgerðir flugumferðarstjóra fullkomlega löglegar. Kennslu- og æfingaflug takmarkað „Þeir höfðu bara samband, spurðust fyrir og lýstu yfir áhyggjum af þessu ástandi sem er komið upp.“ Því hafa erfiðleikar við að ná sáttum í deilunni valdið því að orðspor Íslands hefur beðið hnekki í flugstjórnarheiminum. „Já. Og líka fyrir Ísland sem ferðaþjónustuland. Það er auðvitað ekki gott að fá á sig verkfallsstimpilinn núna í stærsta ferðamannasumri Íslands fyrr og síðar.“ Yfirvinnubannið hefur ekki aðeins valdið röskun á flugi í gegnum Keflavíkurflugvöll og Reykjavíkurflugvöll heldur hefur þurft að gera takmarkanir á kennslu- og æfingaflugi. Þegar aðila vantar á vaktina er það látið mæta afgangi til þess að hægt sé að halda áætlun. Næst er fundur á morgun en sem fyrr segir ber töluvert á milli aðila enn. Samkvæmt heimildum Vísis leggja Samtök atvinnulífsins mikla áherslu á að draga upp samninga í samræmi við SALEK-samkomulagið en hugmyndir Félags íslenskra flugumferðarstjóra eru af allt öðrum toga. Tengdar fréttir Vill að flugumferðarstjórar „komi niður úr skýjunum“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir launakröfur flugumferðarstjóra óraunhæfar. 27. maí 2016 10:51 Flugumferðarstjórar vilja meira en 25% Flugumferðarstjórn gæti flust frá Íslandi vegna tíðra launadeilna og krafna um hækkanir umfram aðra, segir framkvæmdastjóri SA. Heildarlaun flugumferðarstjóra nema um milljón að jafnaði. Hafa hafnað fjórðungshækkun á laun. 28. maí 2016 07:00 Grafalvarlegt mál að kjaradeildur standi yfir þriðja sumarið í röð Framkvæmdastjóri SA telur að ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. 28. maí 2016 19:04 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur haft töluverð áhrif á flugsamgöngur hér á landi og einnig fyrir Ísland í alþjóðlegu samhengi. Yfirvinnubannið hefur staðið yfir frá 6. apríl síðastliðnum en samningaviðræður milli Samtaka atvinnulífsins og Félags íslenskra flugumferðarstjóra hafa staðið yfir síðan í nóvember á síðasta ári. Samkvæmt heimildum Vísis er enn talsvert langt í land í samningaviðræðunum. Deilunni var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar. „IATA, International air transport association, hafa lýst yfir áhyggjum af þessu ástandi við okkur vegna þess að við, íslenska þjóðin, höfum gengist undir alþjóðlegar skuldbindingar þegar kemur að flugumferð,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. IATA eru samtök 260 flugfélaga en flugfélögin sem IATA er í forsvari fyrir sinna um 83 prósent allrar flugumferðar.Orðspor Íslands bíður hnekki „Við höfum skuldbundið okkur til að veita örugga, hagkvæma og óslitna þjónustu á okkar flugumferðarsvæði. Til þess að viðhalda örygginu þurfum við að minnka þjónustuna með tilheyrandi óhagræði fyrir flugfélög sem fljúga á milli Norður-Ameríku og Evrópu.“Sjá einnig: Deilu flugumferðarstjóra vísað til ríkissáttasemjara Vegna yfirvinnubannsins hefur Isavia þurft að vísa töluvert af flugumferð um íslenska flugstjórnarsvæðið yfir í hið skoska eða um þrjátíu prósent af allri umferð.„Við höfum aðeins þurft að dempa traffíkina í okkar svæði. Þetta eru ansi margar flugferðir, svona á þrjú þúsund sem hafa þurft að færa flugleiðina sína,“ útskýrir Guðni. Þetta merkir aukinn eldsneytiskostnað fyrir þau flugfélög sem nýta íslenska lofthelgi til þess að fljúga hagkvæmustu leiðina á milli Evrópu og Norður-Ameríku. Hagkvæmasta leiðin er oft í gegnum íslenska lofthelgi, það fer eftir veðrum og vindum. „Svona gróft áætlað eru þetta um tveir milljarðar fyrir þrjú þúsund flugferðir,“ segir Guðni. Hann segir að um fjölmörg flugfélög sé að ræða og nefnir sem dæmi félög á borð við United Airlines, British Airways og Lufthansa. IATA hefur engar heimildir til þess að beita viðurlögum hér á landi komi til áframhaldandi þjónustuskerðingar sérstaklega vegna þess að aðgerðir flugumferðarstjóra fullkomlega löglegar. Kennslu- og æfingaflug takmarkað „Þeir höfðu bara samband, spurðust fyrir og lýstu yfir áhyggjum af þessu ástandi sem er komið upp.“ Því hafa erfiðleikar við að ná sáttum í deilunni valdið því að orðspor Íslands hefur beðið hnekki í flugstjórnarheiminum. „Já. Og líka fyrir Ísland sem ferðaþjónustuland. Það er auðvitað ekki gott að fá á sig verkfallsstimpilinn núna í stærsta ferðamannasumri Íslands fyrr og síðar.“ Yfirvinnubannið hefur ekki aðeins valdið röskun á flugi í gegnum Keflavíkurflugvöll og Reykjavíkurflugvöll heldur hefur þurft að gera takmarkanir á kennslu- og æfingaflugi. Þegar aðila vantar á vaktina er það látið mæta afgangi til þess að hægt sé að halda áætlun. Næst er fundur á morgun en sem fyrr segir ber töluvert á milli aðila enn. Samkvæmt heimildum Vísis leggja Samtök atvinnulífsins mikla áherslu á að draga upp samninga í samræmi við SALEK-samkomulagið en hugmyndir Félags íslenskra flugumferðarstjóra eru af allt öðrum toga.
Tengdar fréttir Vill að flugumferðarstjórar „komi niður úr skýjunum“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir launakröfur flugumferðarstjóra óraunhæfar. 27. maí 2016 10:51 Flugumferðarstjórar vilja meira en 25% Flugumferðarstjórn gæti flust frá Íslandi vegna tíðra launadeilna og krafna um hækkanir umfram aðra, segir framkvæmdastjóri SA. Heildarlaun flugumferðarstjóra nema um milljón að jafnaði. Hafa hafnað fjórðungshækkun á laun. 28. maí 2016 07:00 Grafalvarlegt mál að kjaradeildur standi yfir þriðja sumarið í röð Framkvæmdastjóri SA telur að ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. 28. maí 2016 19:04 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Vill að flugumferðarstjórar „komi niður úr skýjunum“ Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir launakröfur flugumferðarstjóra óraunhæfar. 27. maí 2016 10:51
Flugumferðarstjórar vilja meira en 25% Flugumferðarstjórn gæti flust frá Íslandi vegna tíðra launadeilna og krafna um hækkanir umfram aðra, segir framkvæmdastjóri SA. Heildarlaun flugumferðarstjóra nema um milljón að jafnaði. Hafa hafnað fjórðungshækkun á laun. 28. maí 2016 07:00
Grafalvarlegt mál að kjaradeildur standi yfir þriðja sumarið í röð Framkvæmdastjóri SA telur að ítrekaðar launadeilur og kröfur um margfaldar launahækkanir bjóði þeirri hættu heim að þjónustan færist úr landi. 28. maí 2016 19:04