Ráðist á íslenska fyrirsætu í Berlín: „Hey ladyboy, ladyboy?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. maí 2016 17:13 Úlfar Loga verður reglulega fyrir fordómum vegna samkynhneigðar í þýsku borginni. Mynd/Anna-Lena Krause Úlfar Logason, ljósmyndari og fyrirsæta sem búsettur er í Neukölln-hverfinu í Berlín, varð fyrir líkamsárás um helgina. Hann segist endurtekið verða fyrir aðkasti ytra en fordómar í garð samkynhneigðra í þýsku borginni eru annars eðlis en fordómar hér á landi. Honum líður þrátt fyrir allt vel í Berlín en er ekki par sáttur við viðbrögð starfsmanna í símaveri lögreglu um helgina eftir að ráðist var á hann. Úlfar hafði nýlokið við að verða sér úti um áverkavottorð þegar hann ræddi við blaðamann í dag. Hann segist hafa verið að koma af lestarstöð í borginni um hálf þrjú aðfaranótt sunnudags þegar hann varð var við mann sem stóð efst í tröppunni. Úlfar segir manninn kallað að honum: „Hey ladyboy, ladyboy?“. Úlfar man eftir því að hafa sagt við manninn „Excuse me?“ en næst muni hann eftir sér liggjandi í tröppunum. Maðurinn hafði kýlt hann kaldan.Skellt á hjá lögreglu „Vinur minn hringdi á lögregluna,“ segir Úlfar en virtist ekki eiga erindi sem erfiði. Maðurinn hafi enn verið á svæðinu og fylgst með þeim en starfsmenn í símaveri lögreglunnar voru ekki á þeim buxunum að senda menn á vettvang. Úlfar segist hafa hringt sjálfur en lent í orðaskaki við starfsmann símaversins sem talaði varla ensku. Úlfar viðurkennir að hafa verið í nokkru uppnámi enda ekki skilið hvers vegna þau vildu ekki senda lögreglumann á vettvang. Þá hafi hann fengið í andlitið að í Þýskalandi ættu menn að tala þýsku og spurt hvaðan Úlfar væri? Þegar Úlfar spurði starfsmanninn að nafni skellti starfsmaðurinn á hann. Úlfar segist hafa hringt inn tólf sinnum til viðbótar en án árangurs. Skellt var á jafnharðan. Þýskur vinur hans hafi loks hringt og rætt við starfsfólkið sem hafi hneykslast á hegðun Úlfars. Símtalið var á „speaker“ svo Úlfar heyrði það sem fór þeirra á milli. „Ég heyrði þá hlæja í bakgrunni,“ segir Úlfar. Hann ber þó lögreglumönnum í Þýskalandi vel söguna. Hans gagnrýni snúi alfarið að þeim sem svari í símann þegar tilkynnt er. Brotist hafi verið inn hjá vinkonu hans á dögunum sem hafi hrakið þjófana á brott. Hún hafi tilkynnt málið til lögreglu og fengið þau svör að lögreglumenn væru á leiðinni. Þegar enginn kom hafði hún samband aftur en fékk þau skilaboð að lögreglan væri ekki væntanleg fyrr en í næstu viku. Fleiri samkynhneigðir á Íslandi en fólk heldur Úlfar hefur búið í Berlín í tvö ár. Hann býr í láglaunahverfi þar sem að hans sögn er mikið af ómenntuðu fólki. „Ef þú ert öðruvísi, þá ertu frík,“ segir Úlfar sem finnur fyrir því að fólk stari á hann, til dæmis í lestinni. Þýskan hans er að verða betri og hann farinn að skilja betur það sem sagt er við hann. Fær hann reglulega að heyra orðið „schwuchtel“ sem þýðir drottning en svo er það líka „schwul“ sem þýðir einfaldlega hommi. Hann finnur fyrir miklum fordómum þar sem hann og vinir hans lendi í áreiti í lestinni og á götunum. Stundum eru þeir eltir heim til sín. Úlfar segist íhuga alvarlega að flytja í annað hverfi þar sem hann mæti ekki fólki að gera hægðir sínar úti á götu eins og hann hefur upplifað. Hingað til hafi lítið framboð á íbúðum haldið aftur af honum en nú sé nóg komið. Blaðamaður spyr hvort fordómarnir séu töluvert meiri ytra en hér á Íslandi í garð samkynhneigðra. Úlfar segir að fordómarnir séu annars eðlis. „Það eru miklu fleiri samkynhneigðir á Íslandi en menn halda. Það þora bara ekki allir að koma út. Við höldum að við séum svo opin en erum það ekki inn við beinið,“ segir Úlfar. „Suck my dick!“ „Þegar ég kem til Íslands er ég ekki karlmaður, ég er homminn,“ segir Úlfar. „Hér í Berlín þarf ég aldrei að tala um kynhneigð mína.“ Ytra séu hins vegar skemmdu eplin áberandi, líkt og þau sem verða alltof oft á vegi hans. Á dögunum var hann á göngu í þýsku borginni en hann gengur hratt að eigin sögn. Allt í einu var þýskumælandi karlmaður byrjaður að ganga við hlið hans, jafnhratt og átti greinilega við hann erindi. Hann hafi talað á þýsku en Úlfar útskýrt að þýska hans væri ekki svo góð. Hann hafi boðist til að tala ensku en aftur byrjað að tala á þýsku. „Svo kemur hann við klofið á sér og segir: „suck my dick, suck my dick“,“ segir Úlfar sem henti bjórnum sínum í manninn og öskraði á hann: „ FUCK YOU, YOU PIECE OF GARBAGE!!!!“ „Það gerðist líka í lestinni að fimm til sex gæjar spurðu mig hvort þeir mættu koma heim og ríða mér.“Þrátt fyrir áreitnina segist honum líða vel í Berlín og lífið sé heilt yfir þægilegra. Hann ætli þó að leita réttar síns vegna líkamsárásarinnar um helgina. Hann hafi þegar verið í sambandi við réttindasamtök samkynhneigðra sem veiti andlegan og lagalegan stuðning. Þá ætli hann að leggja fram formlega kvörtun hjá lögreglu. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Úlfar Logason, ljósmyndari og fyrirsæta sem búsettur er í Neukölln-hverfinu í Berlín, varð fyrir líkamsárás um helgina. Hann segist endurtekið verða fyrir aðkasti ytra en fordómar í garð samkynhneigðra í þýsku borginni eru annars eðlis en fordómar hér á landi. Honum líður þrátt fyrir allt vel í Berlín en er ekki par sáttur við viðbrögð starfsmanna í símaveri lögreglu um helgina eftir að ráðist var á hann. Úlfar hafði nýlokið við að verða sér úti um áverkavottorð þegar hann ræddi við blaðamann í dag. Hann segist hafa verið að koma af lestarstöð í borginni um hálf þrjú aðfaranótt sunnudags þegar hann varð var við mann sem stóð efst í tröppunni. Úlfar segir manninn kallað að honum: „Hey ladyboy, ladyboy?“. Úlfar man eftir því að hafa sagt við manninn „Excuse me?“ en næst muni hann eftir sér liggjandi í tröppunum. Maðurinn hafði kýlt hann kaldan.Skellt á hjá lögreglu „Vinur minn hringdi á lögregluna,“ segir Úlfar en virtist ekki eiga erindi sem erfiði. Maðurinn hafi enn verið á svæðinu og fylgst með þeim en starfsmenn í símaveri lögreglunnar voru ekki á þeim buxunum að senda menn á vettvang. Úlfar segist hafa hringt sjálfur en lent í orðaskaki við starfsmann símaversins sem talaði varla ensku. Úlfar viðurkennir að hafa verið í nokkru uppnámi enda ekki skilið hvers vegna þau vildu ekki senda lögreglumann á vettvang. Þá hafi hann fengið í andlitið að í Þýskalandi ættu menn að tala þýsku og spurt hvaðan Úlfar væri? Þegar Úlfar spurði starfsmanninn að nafni skellti starfsmaðurinn á hann. Úlfar segist hafa hringt inn tólf sinnum til viðbótar en án árangurs. Skellt var á jafnharðan. Þýskur vinur hans hafi loks hringt og rætt við starfsfólkið sem hafi hneykslast á hegðun Úlfars. Símtalið var á „speaker“ svo Úlfar heyrði það sem fór þeirra á milli. „Ég heyrði þá hlæja í bakgrunni,“ segir Úlfar. Hann ber þó lögreglumönnum í Þýskalandi vel söguna. Hans gagnrýni snúi alfarið að þeim sem svari í símann þegar tilkynnt er. Brotist hafi verið inn hjá vinkonu hans á dögunum sem hafi hrakið þjófana á brott. Hún hafi tilkynnt málið til lögreglu og fengið þau svör að lögreglumenn væru á leiðinni. Þegar enginn kom hafði hún samband aftur en fékk þau skilaboð að lögreglan væri ekki væntanleg fyrr en í næstu viku. Fleiri samkynhneigðir á Íslandi en fólk heldur Úlfar hefur búið í Berlín í tvö ár. Hann býr í láglaunahverfi þar sem að hans sögn er mikið af ómenntuðu fólki. „Ef þú ert öðruvísi, þá ertu frík,“ segir Úlfar sem finnur fyrir því að fólk stari á hann, til dæmis í lestinni. Þýskan hans er að verða betri og hann farinn að skilja betur það sem sagt er við hann. Fær hann reglulega að heyra orðið „schwuchtel“ sem þýðir drottning en svo er það líka „schwul“ sem þýðir einfaldlega hommi. Hann finnur fyrir miklum fordómum þar sem hann og vinir hans lendi í áreiti í lestinni og á götunum. Stundum eru þeir eltir heim til sín. Úlfar segist íhuga alvarlega að flytja í annað hverfi þar sem hann mæti ekki fólki að gera hægðir sínar úti á götu eins og hann hefur upplifað. Hingað til hafi lítið framboð á íbúðum haldið aftur af honum en nú sé nóg komið. Blaðamaður spyr hvort fordómarnir séu töluvert meiri ytra en hér á Íslandi í garð samkynhneigðra. Úlfar segir að fordómarnir séu annars eðlis. „Það eru miklu fleiri samkynhneigðir á Íslandi en menn halda. Það þora bara ekki allir að koma út. Við höldum að við séum svo opin en erum það ekki inn við beinið,“ segir Úlfar. „Suck my dick!“ „Þegar ég kem til Íslands er ég ekki karlmaður, ég er homminn,“ segir Úlfar. „Hér í Berlín þarf ég aldrei að tala um kynhneigð mína.“ Ytra séu hins vegar skemmdu eplin áberandi, líkt og þau sem verða alltof oft á vegi hans. Á dögunum var hann á göngu í þýsku borginni en hann gengur hratt að eigin sögn. Allt í einu var þýskumælandi karlmaður byrjaður að ganga við hlið hans, jafnhratt og átti greinilega við hann erindi. Hann hafi talað á þýsku en Úlfar útskýrt að þýska hans væri ekki svo góð. Hann hafi boðist til að tala ensku en aftur byrjað að tala á þýsku. „Svo kemur hann við klofið á sér og segir: „suck my dick, suck my dick“,“ segir Úlfar sem henti bjórnum sínum í manninn og öskraði á hann: „ FUCK YOU, YOU PIECE OF GARBAGE!!!!“ „Það gerðist líka í lestinni að fimm til sex gæjar spurðu mig hvort þeir mættu koma heim og ríða mér.“Þrátt fyrir áreitnina segist honum líða vel í Berlín og lífið sé heilt yfir þægilegra. Hann ætli þó að leita réttar síns vegna líkamsárásarinnar um helgina. Hann hafi þegar verið í sambandi við réttindasamtök samkynhneigðra sem veiti andlegan og lagalegan stuðning. Þá ætli hann að leggja fram formlega kvörtun hjá lögreglu.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira