Reykingar þrefalda áhætt- una á ótímabærum dauða Gunnar Sigurðsson skrifar 31. maí 2016 07:00 Þriðjudagurinn 31. maí er alþjóðlegi, „dagurinn án tóbaks“. Tilgangur hans er að vekja athygli á skaðsemi tóbaks. Reykingar hafa farið minnkandi á Íslandi síðasta aldarfjórðunginn. Samkvæmt gögnum frá Embætti landlæknis árið 2014 var reykingatíðni meðal 18 ára og eldri komin niður í 13-15 prósent og 20 prósent meðal miðaldra einstaklinga. En betur má ef duga skal. Niðurstöður Áhættuþáttakönnunar Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar sýna að þeir sem reykja sígarettur að staðaldri, hafa þrefalda áhættu á því að deyja fyrir 75 ára aldur miðað við þá sem aldrei hafa reykt. Úrtakið náði til um sjö þúsunda karla og kvenna 25 ára og eldri þar sem afdrif hópsins voru könnuð reglulega. Ótímabær dauðsföll eru þau sem verða fyrir 75 ára aldur. Á árinu 2015 létust 664 Íslendingar á aldrinum 25-74 ára samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Gera má ráð fyrir að 25-30 prósent af þessum látnu einstaklingum hafi reykt og umtalsverður hluti þeirra hafi látist úr reykingatengdum sjúkdómum miðað við þá sem aldrei hafa reykt. Þetta þýðir að um 170 reykingamenn dóu á árinu 2015 sem samsvarar einu dauðsfalli annan hvern dag. Fyrri niðurstöður Hjartaverndar eru samhljóða nýlegum tölum frá stórri rannsókn í Bandaríkjum sem sýnir að ævilíkur þeirra sem reykja að staðaldri eru að minnsta kosti tíu árum skemmri en þeirra sem aldrei hafa reykt. Jafnframt sýna tölurnar að með því að hætta að reykja fyrir fertugt er hægt að koma í veg fyrir þessa áhættu að mestu. Afleiðingar reykinga koma fram í mörgum líffærum svo sem í hjarta- og æðasjúkdómum, langvinnum lungnasjúkdómum og lungnakrabbameini og fleiri tegundum krabbameina. Reykingar valda því ekki aðeins ótímabærum dauðsföllum heldur eru reykingar ein helsta orsök langvinnra sjúkdóma og vanheilsu í íslensku þjóðfélagi. Skaðsemi tóbaks er óumdeild og það ætti því að vera stefna allra að útrýma þessu eiturefni úr umferð sem allra fyrst. Höfum hugfast að tóbak fengist aldrei viðurkennt fyrir almenna sölu ef það væri fyrst að koma á markað í dag. Mikilvægt er að hafa í huga að aldrei er of seint að hætta, ávinningurinn verður alltaf verulegur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Þriðjudagurinn 31. maí er alþjóðlegi, „dagurinn án tóbaks“. Tilgangur hans er að vekja athygli á skaðsemi tóbaks. Reykingar hafa farið minnkandi á Íslandi síðasta aldarfjórðunginn. Samkvæmt gögnum frá Embætti landlæknis árið 2014 var reykingatíðni meðal 18 ára og eldri komin niður í 13-15 prósent og 20 prósent meðal miðaldra einstaklinga. En betur má ef duga skal. Niðurstöður Áhættuþáttakönnunar Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar sýna að þeir sem reykja sígarettur að staðaldri, hafa þrefalda áhættu á því að deyja fyrir 75 ára aldur miðað við þá sem aldrei hafa reykt. Úrtakið náði til um sjö þúsunda karla og kvenna 25 ára og eldri þar sem afdrif hópsins voru könnuð reglulega. Ótímabær dauðsföll eru þau sem verða fyrir 75 ára aldur. Á árinu 2015 létust 664 Íslendingar á aldrinum 25-74 ára samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Gera má ráð fyrir að 25-30 prósent af þessum látnu einstaklingum hafi reykt og umtalsverður hluti þeirra hafi látist úr reykingatengdum sjúkdómum miðað við þá sem aldrei hafa reykt. Þetta þýðir að um 170 reykingamenn dóu á árinu 2015 sem samsvarar einu dauðsfalli annan hvern dag. Fyrri niðurstöður Hjartaverndar eru samhljóða nýlegum tölum frá stórri rannsókn í Bandaríkjum sem sýnir að ævilíkur þeirra sem reykja að staðaldri eru að minnsta kosti tíu árum skemmri en þeirra sem aldrei hafa reykt. Jafnframt sýna tölurnar að með því að hætta að reykja fyrir fertugt er hægt að koma í veg fyrir þessa áhættu að mestu. Afleiðingar reykinga koma fram í mörgum líffærum svo sem í hjarta- og æðasjúkdómum, langvinnum lungnasjúkdómum og lungnakrabbameini og fleiri tegundum krabbameina. Reykingar valda því ekki aðeins ótímabærum dauðsföllum heldur eru reykingar ein helsta orsök langvinnra sjúkdóma og vanheilsu í íslensku þjóðfélagi. Skaðsemi tóbaks er óumdeild og það ætti því að vera stefna allra að útrýma þessu eiturefni úr umferð sem allra fyrst. Höfum hugfast að tóbak fengist aldrei viðurkennt fyrir almenna sölu ef það væri fyrst að koma á markað í dag. Mikilvægt er að hafa í huga að aldrei er of seint að hætta, ávinningurinn verður alltaf verulegur.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar