Þekkingarsköpun háskólasamfélagsins: framtíð þjóðar Stjórn Vísindafélags Íslendinga skrifar 21. maí 2016 07:00 Menntun, rannsóknir og nýsköpun eru undirstaða efnahagslegra framfara og hryggjarstykki í uppbyggingu velferðar- og þekkingarsamfélaga. Háskólakerfið á Íslandi hefur vaxið hratt á undanförnum árum og háskólar breyst frá því að sinna fyrst og fremst kennslu í alþjóðlega viðurkenndar rannsóknastofnanir þar sem öflun og hagnýting þekkingar er drifkraftur starfsins. Mikilvægi háskólastarfs fyrir framþróun samfélaga endurspeglast í því hve fjármögnun háskóla er ofarlega á forgangslista nágrannaþjóða okkar. Sem dæmi má nefna að Finnland jók framlög til háskólastigsins um 118% á árunum 1999-2010. Á sama tíma jukust framlög til háskóla á Íslandi um einungis 7%, en löndin vörðu jafnmiklu fé á nemanda á háskólastigi árið 1999. Ísland hefur lengi staðið hinum norrænu ríkjunum að baki þegar kemur að fjármögnun háskólastigsins og hefur nú dregist enn meira aftur úr. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að háskólastigið er síst umfangsmeira á Íslandi en í nágrannalöndum, aðeins á síðustu árum hefur svipað hlutfall útskrifast með háskólagráðu á Íslandi og að meðaltali á Norðurlöndum. Blikur hafa verið á lofti um vilja stjórnvalda til aukinna fjárfestinga í háskólastiginu hér á landi. Vísinda- og tækniráð, þar sem forsætisráðherra er formaður, setti fram metnaðarfulla stefnu árið 2014 þar sem gert var ráð fyrir stórauknum stuðningi við háskólana. Samkvæmt stefnunni er markmiðið að ná meðaltali OECD-landanna í fjármögnun háskólakerfisins á þessu ári og meðaltali Norðurlanda árið 2020. Því skýtur skökku við að í fjármálaáætluninni sem ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram er lítil sem engin aukning á framlögum til háskólanna og því um algjöra stefnubreytingu að ræða. Sú breyting er óskiljanleg í ljósi þess að í dag þarf 60% meira fé til þess að ná meðaltali OECD og 120% aukningu til að ná Norðurlöndunum. Því er ljóst að Ísland mun dragast enn meira aftur úr hvað varðar uppbyggingu háskólakerfisins á næstu fimm árum nái fjármálaáætlun þessi óbreytt fram að ganga, þvert á stefnu Vísinda- og tækniráðs.Alvarlegar afleiðingar Afleiðingar áframhaldandi undirfjármögnunar háskólastigsins munu verða alvarlegar. Háskólar geta ekki tryggt gæði rannsókna og kennslu með þessu áframhaldi. Langvarandi fjárhagslegt svelti gerir háskólunum einfaldlega ekki kleift að sinna hlutverki sínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir menntun og nýsköpun í landinu. Sem þjóð verðum við að spyrja okkur hvort við viljum háskólakerfi sem styður við framþróun íslensks samfélags. Ef Ísland vill stefna í sömu átt og nágrannaþjóðir okkar verðum við að efla fjármögnun háskólakerfisins svo það megi tryggja að ungt fólk hafi aðgengi að menntun af sömu gæðum og þar tíðkast. Aðeins þannig geta íslenskir háskólar sinnt þekkingarsköpun sem stuðlar að uppbyggingu þekkingarsamfélags og tryggir samkeppnishæfi Íslands á alþjóðavettvangi.Stjórn Vísindafélags ÍslendingaÞórarinn Guðjónssonforseti, prófessor, Háskóla ÍslandsErna Magnúsdóttirrannsóknasérfræðingur, Háskóla ÍslandsKristján Leóssonframkvæmdastjóri, Nýsköpunarmiðstöð ÍslandsMargrét Eggertsdóttirrannsóknaprófessor, Stofnun Árna MagnússonarÞórólfur Þórlindssonprófessor, Háskóla ÍslandsAnna Ingólfsdóttirprófessor, Háskóla ReykjavíkurSteinunn Gestsdóttirprófessor, Háskóla Íslands Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
Menntun, rannsóknir og nýsköpun eru undirstaða efnahagslegra framfara og hryggjarstykki í uppbyggingu velferðar- og þekkingarsamfélaga. Háskólakerfið á Íslandi hefur vaxið hratt á undanförnum árum og háskólar breyst frá því að sinna fyrst og fremst kennslu í alþjóðlega viðurkenndar rannsóknastofnanir þar sem öflun og hagnýting þekkingar er drifkraftur starfsins. Mikilvægi háskólastarfs fyrir framþróun samfélaga endurspeglast í því hve fjármögnun háskóla er ofarlega á forgangslista nágrannaþjóða okkar. Sem dæmi má nefna að Finnland jók framlög til háskólastigsins um 118% á árunum 1999-2010. Á sama tíma jukust framlög til háskóla á Íslandi um einungis 7%, en löndin vörðu jafnmiklu fé á nemanda á háskólastigi árið 1999. Ísland hefur lengi staðið hinum norrænu ríkjunum að baki þegar kemur að fjármögnun háskólastigsins og hefur nú dregist enn meira aftur úr. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að háskólastigið er síst umfangsmeira á Íslandi en í nágrannalöndum, aðeins á síðustu árum hefur svipað hlutfall útskrifast með háskólagráðu á Íslandi og að meðaltali á Norðurlöndum. Blikur hafa verið á lofti um vilja stjórnvalda til aukinna fjárfestinga í háskólastiginu hér á landi. Vísinda- og tækniráð, þar sem forsætisráðherra er formaður, setti fram metnaðarfulla stefnu árið 2014 þar sem gert var ráð fyrir stórauknum stuðningi við háskólana. Samkvæmt stefnunni er markmiðið að ná meðaltali OECD-landanna í fjármögnun háskólakerfisins á þessu ári og meðaltali Norðurlanda árið 2020. Því skýtur skökku við að í fjármálaáætluninni sem ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram er lítil sem engin aukning á framlögum til háskólanna og því um algjöra stefnubreytingu að ræða. Sú breyting er óskiljanleg í ljósi þess að í dag þarf 60% meira fé til þess að ná meðaltali OECD og 120% aukningu til að ná Norðurlöndunum. Því er ljóst að Ísland mun dragast enn meira aftur úr hvað varðar uppbyggingu háskólakerfisins á næstu fimm árum nái fjármálaáætlun þessi óbreytt fram að ganga, þvert á stefnu Vísinda- og tækniráðs.Alvarlegar afleiðingar Afleiðingar áframhaldandi undirfjármögnunar háskólastigsins munu verða alvarlegar. Háskólar geta ekki tryggt gæði rannsókna og kennslu með þessu áframhaldi. Langvarandi fjárhagslegt svelti gerir háskólunum einfaldlega ekki kleift að sinna hlutverki sínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir menntun og nýsköpun í landinu. Sem þjóð verðum við að spyrja okkur hvort við viljum háskólakerfi sem styður við framþróun íslensks samfélags. Ef Ísland vill stefna í sömu átt og nágrannaþjóðir okkar verðum við að efla fjármögnun háskólakerfisins svo það megi tryggja að ungt fólk hafi aðgengi að menntun af sömu gæðum og þar tíðkast. Aðeins þannig geta íslenskir háskólar sinnt þekkingarsköpun sem stuðlar að uppbyggingu þekkingarsamfélags og tryggir samkeppnishæfi Íslands á alþjóðavettvangi.Stjórn Vísindafélags ÍslendingaÞórarinn Guðjónssonforseti, prófessor, Háskóla ÍslandsErna Magnúsdóttirrannsóknasérfræðingur, Háskóla ÍslandsKristján Leóssonframkvæmdastjóri, Nýsköpunarmiðstöð ÍslandsMargrét Eggertsdóttirrannsóknaprófessor, Stofnun Árna MagnússonarÞórólfur Þórlindssonprófessor, Háskóla ÍslandsAnna Ingólfsdóttirprófessor, Háskóla ReykjavíkurSteinunn Gestsdóttirprófessor, Háskóla Íslands Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun