Absint nugae, absit scurrilitas?… Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 23. maí 2016 07:00 Um miðja 19. öld kom út um nokkurra mánaða skeið í Kaupmannahöfn blað sem hét Tiden. Það sem gerir þetta blað sérstakt er að því ritstýrði Íslendingur, Þorleifur Guðmundsson Repp, og eins og tíðkaðist á þessum tíma skrifaði hann blaðið að mestu upp á eigin spýtur. Umfjöllunarefni blaðsins tengdist líka ritstjóranum nokkuð því það var einkum Repp sjálfur og yfirburðir hans á flestum sviðum. Eins og gefur að skilja þótti Repp lofið gott og skrifaði því ritstjóranum þakkarbréf sem sá síðarnefndi að sjálfsögðu birti í blaðinu. Tiden varð ekki langlíf enda stóðu ekki að baki henni fjársterkir einstaklingar og félög. Nú á tímum þekkja fáir til Þorleifs Guðmundssonar Repp og þeir sem það gera á annað borð minnast hans einkum fyrir það að hann féll á doktorsprófi við Hafnarháskóla. Repp hafði nefnilega þann skapgerðargalla að þegar hann reiddist setti að honum óstöðvandi tröllahlátur. Þetta nýtti annar andmælandi við doktorsvörnina sér, en sá hafði horn í síðu Repps, og reitti hann því viljandi til reiði með þeim afleiðingum að á Repp rann hláturskast sem engin leið var að hemja. H. C. Ørsted háskólarektor sá sér því ekki annað fært en slíta vörninni og reka hinn hlæjandi Repp út með þessum orðum: „Absint nugae, absit scurrilitas, absit ipse denique scurra,“ sem má útleggja einhvern veginn svona: „Burt með skrípalætin, burt með fíflskapinn, farðu að því búnu sjálft burt fífl.“ Þetta er rifjað upp hér vegna þess að samskipti eins forsetaframbjóðandans við blað það sem hann ritstýrði til skamms tíma minna óneitanlega nokkuð á samskipti þeirra Repps og ritstjóra Tiden. Þar að auki er frambjóðandinn sagður svo fyndinn að heilu landsfundirnir bresta í óstöðvandi hrossahlátur þegar hann tekur til máls. Það væri kannski ástæða fyrir kjósendur að hafa orð rektors Hafnarháskóla í huga þann 25. júní næstkomandi þegar þeir standa í kjörklefanum?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 23. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
Um miðja 19. öld kom út um nokkurra mánaða skeið í Kaupmannahöfn blað sem hét Tiden. Það sem gerir þetta blað sérstakt er að því ritstýrði Íslendingur, Þorleifur Guðmundsson Repp, og eins og tíðkaðist á þessum tíma skrifaði hann blaðið að mestu upp á eigin spýtur. Umfjöllunarefni blaðsins tengdist líka ritstjóranum nokkuð því það var einkum Repp sjálfur og yfirburðir hans á flestum sviðum. Eins og gefur að skilja þótti Repp lofið gott og skrifaði því ritstjóranum þakkarbréf sem sá síðarnefndi að sjálfsögðu birti í blaðinu. Tiden varð ekki langlíf enda stóðu ekki að baki henni fjársterkir einstaklingar og félög. Nú á tímum þekkja fáir til Þorleifs Guðmundssonar Repp og þeir sem það gera á annað borð minnast hans einkum fyrir það að hann féll á doktorsprófi við Hafnarháskóla. Repp hafði nefnilega þann skapgerðargalla að þegar hann reiddist setti að honum óstöðvandi tröllahlátur. Þetta nýtti annar andmælandi við doktorsvörnina sér, en sá hafði horn í síðu Repps, og reitti hann því viljandi til reiði með þeim afleiðingum að á Repp rann hláturskast sem engin leið var að hemja. H. C. Ørsted háskólarektor sá sér því ekki annað fært en slíta vörninni og reka hinn hlæjandi Repp út með þessum orðum: „Absint nugae, absit scurrilitas, absit ipse denique scurra,“ sem má útleggja einhvern veginn svona: „Burt með skrípalætin, burt með fíflskapinn, farðu að því búnu sjálft burt fífl.“ Þetta er rifjað upp hér vegna þess að samskipti eins forsetaframbjóðandans við blað það sem hann ritstýrði til skamms tíma minna óneitanlega nokkuð á samskipti þeirra Repps og ritstjóra Tiden. Þar að auki er frambjóðandinn sagður svo fyndinn að heilu landsfundirnir bresta í óstöðvandi hrossahlátur þegar hann tekur til máls. Það væri kannski ástæða fyrir kjósendur að hafa orð rektors Hafnarháskóla í huga þann 25. júní næstkomandi þegar þeir standa í kjörklefanum?Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 23. maí.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun