Eiturbras Úrsúla Jünemann skrifar 25. maí 2016 07:00 Nú er þessi yndislegi tími kominn þar sem íbúar landsins huga að görðunum sínum. Þetta er besti tími ársins fyrir mig og gaman að gramsa í moldinni, drullug upp fyrir haus. En sumir ætla að stytta sér leiðina og fá fallegan garð án mikillar fyrirhafnar. Enn eru fyrirtæki á ferð sem bjóða garðaúðun til að drepa „allar pöddur“ sem gætu nagað einhver laufblöð. Og enn eru seldir á fullu illgresiseyðir, mosaeyðir og alls konar eyðar sem vinna á óæskilegum gróðri. Að eyða til dæmis lúpínu með eitri er því miður ennþá stundað. Mörg þessara efna eru skaðleg heilsu manna. Roundup (glyphosfat) til dæmis er krabbameinsvaldandi, þótt framleiðendur neiti því. Menn sem nota slík efni gera sér ekki grein fyrir því hve viðkvæm vistkerfin eru fyrir inngripi manna. Í vistkerfum tengist allt saman og ef við drepum eina tegund þá hefur það áhrif á margar aðrar tegundir og líka þær sem eru okkur þóknanlegar og gagnlegar. Með því að úða eitri á lirfur skemmum við afkomu fuglanna sem lifa á þeim og valda þeim heilsutjóni sem eru okkar helstu samherjar í garðyrkjunni. Í útlöndum er býflugnadauði í stórum stíl rakinn til eiturúðunar. En þegar býflugur frjóvga ekki lengur blómin þá fáum við enga ávexti. Ástfóstur við eitrið gengur svo langt að sumir vilja eitra fyrir músum og rottum sjálfir (sem er að vísu bannað). Ég missti kött um árið vegna þess að hann át eitraða mús og dó kvalafullum dauða. Þannig missti ég góðan músaveiðara. Á sumarbústaðarlandinu mínu fann ég nýdauða branduglu og í ljós kom að hún drapst einnig sökum eiturs sem var dreift til að minnka músaganginn. Hvaða vit er í því að lífverur sem eru að vinna með okkur séu drepnar út af eiturbrasi? Við getum skoðað lífríkið alveg út frá minnstu örverunum og alveg upp alla fæðukeðjuna: Allt spilar saman og hefur sinn tilgang. En stærstu rándýrin (við mennirnir) ætla ekki ennþá að gera sér grein fyrir þessu. Gleðilegt eiturlaust sumar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú er þessi yndislegi tími kominn þar sem íbúar landsins huga að görðunum sínum. Þetta er besti tími ársins fyrir mig og gaman að gramsa í moldinni, drullug upp fyrir haus. En sumir ætla að stytta sér leiðina og fá fallegan garð án mikillar fyrirhafnar. Enn eru fyrirtæki á ferð sem bjóða garðaúðun til að drepa „allar pöddur“ sem gætu nagað einhver laufblöð. Og enn eru seldir á fullu illgresiseyðir, mosaeyðir og alls konar eyðar sem vinna á óæskilegum gróðri. Að eyða til dæmis lúpínu með eitri er því miður ennþá stundað. Mörg þessara efna eru skaðleg heilsu manna. Roundup (glyphosfat) til dæmis er krabbameinsvaldandi, þótt framleiðendur neiti því. Menn sem nota slík efni gera sér ekki grein fyrir því hve viðkvæm vistkerfin eru fyrir inngripi manna. Í vistkerfum tengist allt saman og ef við drepum eina tegund þá hefur það áhrif á margar aðrar tegundir og líka þær sem eru okkur þóknanlegar og gagnlegar. Með því að úða eitri á lirfur skemmum við afkomu fuglanna sem lifa á þeim og valda þeim heilsutjóni sem eru okkar helstu samherjar í garðyrkjunni. Í útlöndum er býflugnadauði í stórum stíl rakinn til eiturúðunar. En þegar býflugur frjóvga ekki lengur blómin þá fáum við enga ávexti. Ástfóstur við eitrið gengur svo langt að sumir vilja eitra fyrir músum og rottum sjálfir (sem er að vísu bannað). Ég missti kött um árið vegna þess að hann át eitraða mús og dó kvalafullum dauða. Þannig missti ég góðan músaveiðara. Á sumarbústaðarlandinu mínu fann ég nýdauða branduglu og í ljós kom að hún drapst einnig sökum eiturs sem var dreift til að minnka músaganginn. Hvaða vit er í því að lífverur sem eru að vinna með okkur séu drepnar út af eiturbrasi? Við getum skoðað lífríkið alveg út frá minnstu örverunum og alveg upp alla fæðukeðjuna: Allt spilar saman og hefur sinn tilgang. En stærstu rándýrin (við mennirnir) ætla ekki ennþá að gera sér grein fyrir þessu. Gleðilegt eiturlaust sumar.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar