Verslunin lækkar vöruverð í samræmi við niðurfellingu tolla – Auðvitað Margrét Sanders skrifar 25. maí 2016 07:00 Um síðustu áramót var tekið stórt skref til eflingar verslunar á Íslandi þegar tollar á fötum og skóm voru afnumdir og ber að þakka stjórnvöldum fyrir framsýnina. Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) fögnuðu auðvitað þessari ákvörðun og var strax farið af stað með verslunum innan samtakanna að undirbúa þessa miklu aðgerð. Gerð var greining á því hversu hátt hlutfall af fötum og skóm bæru nú þegar ekki tolla, s.s. vegna fríverslunarsamninga og annarra milliríkjasamninga, og kom í ljós að um 35% af þessum vörum báru engan toll, þ.e. voru þá þegar tollfrjálsar. Fundað var með verslunareigendum og var mikill hugur í mönnum að sýna og sanna að þessi leið væri hagstæð fyrir neytendur og myndi skila sér í lækkuðu verði á þeim vörum sem enn báru tolla. Strax fór að bera á því að ákveðnir aðilar voru mjög svo gagnrýnir á þessa ákvörðun stjórnvalda og sögðu beinlínis að verslunin myndi „stela“ þessari niðurfellingu og bar þar hæst skoðun Bændasamtakanna, örfárra þingmanna og einnig heyrðust gagnrýnisraddir frá ASÍ. Þetta kom verulega á óvart þar sem gerðar höfðu verið kannanir sem sýndu að fata- og skóverslun á Íslandi var stöðugt að færast til útlanda og að þessar breytingar myndu einna helst koma tekjulægri einstaklingum til hagsbóta sem kaupa þessar vörur á Íslandi. Margar verslanir lögðu mikla vinnu í að upplýsa neytendur um verðlækkun og það mátti sjá í fjölda áberandi merkinga verslana þar sem kom fram verð fyrir niðurfellingu tolla og verð eftir niðurfellingu. Þetta framtak er til fyrirmyndar. Þegar rýnt er í síðustu mælingar Hagstofu Íslands kemur í ljós að um 4% lækkun hefur verið á þessum vörum. Samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra sem tollalækkunin grundvallast á var búist við að um 10-13% lækkun yrði á fötum og skóm sem þá báru tolla, það ítrekast að ekki var um að ræða allar vörur því eins og að framan segir þá bar hluti þeirra ekki tolla. Hafa skal hugfast að 4% lækkun er örlítið meiri lækkun en efnahagssvið SA gerði ráð fyrir á þessum tímapunkti sem áhrif af þessum tollalækkunum þar sem litið var m.a. til kostnaðarsamra kjarasamninga og veltuhraða á þessum vörum, eitthvað sem gagnrýnisraddir í garð verslunarinnar hafa einhverra hluta vegna ekki tekið tillit til í sínum útreikningum. Við hjá SVÞ erum sannfærð um að verðlækkun á fötum og skóm verður meiri. Samkeppnin á þessum markaði er ekki einungis á Íslandi heldur er hún alþjóðleg og því skiptir það okkur öll máli að verð og framboð verði sambærilegt við þau lönd sem við berum okkur saman við. Á móti kemur að aðhald með verslun verður að byggjast á réttum upplýsingum og málefnalegum rökum og ekki sett fram gegn betri vitund enda skaðar slíkt ekki eingöngu innlenda verslun heldur einnig þá aðila sem treysta á þá starfsemi, s.s. starfsfólk. Því vonumst við eftir, með allri auðmýkt, að neytendur og þau samtök sem bera hag þeirra fyrir brjósti treysti okkur þegar við segjum: Verslunin lækkar vörur í samræmi við niðurfellingu tolla – auðvitað.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
Um síðustu áramót var tekið stórt skref til eflingar verslunar á Íslandi þegar tollar á fötum og skóm voru afnumdir og ber að þakka stjórnvöldum fyrir framsýnina. Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) fögnuðu auðvitað þessari ákvörðun og var strax farið af stað með verslunum innan samtakanna að undirbúa þessa miklu aðgerð. Gerð var greining á því hversu hátt hlutfall af fötum og skóm bæru nú þegar ekki tolla, s.s. vegna fríverslunarsamninga og annarra milliríkjasamninga, og kom í ljós að um 35% af þessum vörum báru engan toll, þ.e. voru þá þegar tollfrjálsar. Fundað var með verslunareigendum og var mikill hugur í mönnum að sýna og sanna að þessi leið væri hagstæð fyrir neytendur og myndi skila sér í lækkuðu verði á þeim vörum sem enn báru tolla. Strax fór að bera á því að ákveðnir aðilar voru mjög svo gagnrýnir á þessa ákvörðun stjórnvalda og sögðu beinlínis að verslunin myndi „stela“ þessari niðurfellingu og bar þar hæst skoðun Bændasamtakanna, örfárra þingmanna og einnig heyrðust gagnrýnisraddir frá ASÍ. Þetta kom verulega á óvart þar sem gerðar höfðu verið kannanir sem sýndu að fata- og skóverslun á Íslandi var stöðugt að færast til útlanda og að þessar breytingar myndu einna helst koma tekjulægri einstaklingum til hagsbóta sem kaupa þessar vörur á Íslandi. Margar verslanir lögðu mikla vinnu í að upplýsa neytendur um verðlækkun og það mátti sjá í fjölda áberandi merkinga verslana þar sem kom fram verð fyrir niðurfellingu tolla og verð eftir niðurfellingu. Þetta framtak er til fyrirmyndar. Þegar rýnt er í síðustu mælingar Hagstofu Íslands kemur í ljós að um 4% lækkun hefur verið á þessum vörum. Samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra sem tollalækkunin grundvallast á var búist við að um 10-13% lækkun yrði á fötum og skóm sem þá báru tolla, það ítrekast að ekki var um að ræða allar vörur því eins og að framan segir þá bar hluti þeirra ekki tolla. Hafa skal hugfast að 4% lækkun er örlítið meiri lækkun en efnahagssvið SA gerði ráð fyrir á þessum tímapunkti sem áhrif af þessum tollalækkunum þar sem litið var m.a. til kostnaðarsamra kjarasamninga og veltuhraða á þessum vörum, eitthvað sem gagnrýnisraddir í garð verslunarinnar hafa einhverra hluta vegna ekki tekið tillit til í sínum útreikningum. Við hjá SVÞ erum sannfærð um að verðlækkun á fötum og skóm verður meiri. Samkeppnin á þessum markaði er ekki einungis á Íslandi heldur er hún alþjóðleg og því skiptir það okkur öll máli að verð og framboð verði sambærilegt við þau lönd sem við berum okkur saman við. Á móti kemur að aðhald með verslun verður að byggjast á réttum upplýsingum og málefnalegum rökum og ekki sett fram gegn betri vitund enda skaðar slíkt ekki eingöngu innlenda verslun heldur einnig þá aðila sem treysta á þá starfsemi, s.s. starfsfólk. Því vonumst við eftir, með allri auðmýkt, að neytendur og þau samtök sem bera hag þeirra fyrir brjósti treysti okkur þegar við segjum: Verslunin lækkar vörur í samræmi við niðurfellingu tolla – auðvitað.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. maí
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun