Víst getur matarverð lækkað um 35% Jóhannes Gunnarsson og Guðjón Sigurbjartsson skrifar 26. maí 2016 10:49 Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, telur fullyrðingar greinarhöfunda um að matvara gæti verið 35% ódýrari ef matartollarnir væru felldir niður ekki standast. Hún spyr í aðsendri grein í Fréttablaðinu og á visir.is, 28. apríl sl.: „Er betra að veifa röngu tré en öngu?“ Þar heldur hún því fram að matvæli kosti hér svipað eða minna en í nágrannalöndunum! Bændasamtökin berjast af alefli gegn niðurfellingu tolla. Þau segja jafnvel á sama tíma: 1) verð matvæla á Íslandi er lægra en í nágrannalöndunum og 2) alls ekki má lækka eða fella niður matartolla því þá verða innflutt matvæli svo ódýr að innlend framleiðsla hrynur! Hvort skyldi nú vera rétt? Í grein undirritaðra sem birtist í Fréttablaðinu hinn 20. apríl var birt tafla sem sýnir að innflutt matvara getur að meðaltali orðið um 35% ódýrari en innlend, verði matartollar niðurfelldir. Upplýsingarnar áætluðu Hagar/Aðföng að okkar beiðni. Bændasamtökin halda því stundum fram að ekki eigi að taka mark á versluninni, hún hugsi bara um sinn hag. Finnur Árnason, forstjóri Haga, hefur boðið að „endurskoðandi fyrirtækisins skili t.d. til Neytendasamtakanna (JG) staðfestingu á verðútreikningum, eða mismun á innlendu og erlendu innkaupsverði“.Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingurFramkvæmdastjóri Krónunnar upplýsti undirritaða nýverið um að Krónan myndi bjóða álíka verðlækkun og Bónus ef tollar yrðu felldir niður á þessar vörur. Verðlækkun nautakjöts gæti reyndar verið eitthvað meiri en lækkun kindakjöts lítil eða engin. Í heildina myndi verð lækka um 35% við afnám matartollanna. Það eru reyndar fleiri leiðir til að staðfesta verðmuninn, sem Bændasamtökin rengja þegar þeim hentar.Hagfræðistofnun Háskóla Íslands tók árið 2009 saman upplýsingar um málið fyrir utanríkisráðuneytið og skilaði í skýrslunni „Íslensk bú í finnsku umhverfi“. Þar segir á síðu 3: „má ætla að verð til bænda lækki um 30-40% ef tollar falla niður á búvörum milli Íslands og Evrópusambandslanda“. Starfshópur um tollamál á sviði landbúnaðar á vegum landbúnaðarráðherra skilaði árið 2014 skýrslu þar sem segir á síðu 30: „Á árunum 1995-1997 var afurðaverð hérlendis um það bil 80 til 90% hærra en innflutningsverð, en er nú í kringum 30% hærra.“Ofangreindar upplýsingar frá fjórum ótengdum aðilum sýna að verð innfluttrar matvöru getur án tolla verið um 35% lægra en innlendrar. Ástæðan er augljóslega stærðarhagkvæmni og betri veðurfarslegar aðstæður sunnar á hnettinum. Þetta vita allir en sumir sem vinna við að vernda kerfið láta stundum sem þeir viti þetta ekki.Kerfið er meingallað Skattgreiðendur styðja landbúnaðinn um 14 milljarða króna á ári og auk þess styðja neytendur bændur og vinnslugreinar um 22 milljarða með hærra matvælaverði. Samtals eru þetta 36 milljarðar króna á ári eða 360 milljarðar á þeim 10 árum sem fyrirhugað er að búvörusamningar gildi. Heildarstuðningur er hér að meðaltali 11 milljónir á bú á ári, þar af 4 milljónir frá skattgreiðendum og 7 frá neytendum. Í Finnlandi og Danmörku er stuðningurinn um 3 milljónir kr. á bú á ári í heild. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, hefur nýlega sýnt fram á að tæpur helmingur af 22 milljarða kr. árlegum stuðningi neytenda við landbúnaðinn fer til stórfyrirtækja! Í Evrópu er opinn markaður milli landa og neytendastuðningur núll. Við ættum líka að fella niður matartollana en styrkja landbúnaðinn áfram á fjárlögum um svipaða upphæð á bú og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Það væri ásættanlegt. Aðlaga þarf landbúnaðinn nýjum veruleika og sjálfsagt væri að styðja við þau umskipti sem verða öllum í hag þegar upp er staðið.Stórmál fyrir (fátæka) neytendur Samkvæmt UNICEF búa 6.100 börn hér á landi við skort. Um fjórðungur örorkulífeyrisþega og stór hluti aldraðra lifir á strípuðum bótum. Samtals eru 9,4% Íslendinga undir lágtekjumörkum eða rúmlega 30 þúsund manns. 35% ódýrari matvæli lækka matarútgjöld á mann um 68 þúsund krónur á ári. Það munar um minna. Þessar umbætur geta ekki beðið mikið lengur, hvað þá í 10 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, telur fullyrðingar greinarhöfunda um að matvara gæti verið 35% ódýrari ef matartollarnir væru felldir niður ekki standast. Hún spyr í aðsendri grein í Fréttablaðinu og á visir.is, 28. apríl sl.: „Er betra að veifa röngu tré en öngu?“ Þar heldur hún því fram að matvæli kosti hér svipað eða minna en í nágrannalöndunum! Bændasamtökin berjast af alefli gegn niðurfellingu tolla. Þau segja jafnvel á sama tíma: 1) verð matvæla á Íslandi er lægra en í nágrannalöndunum og 2) alls ekki má lækka eða fella niður matartolla því þá verða innflutt matvæli svo ódýr að innlend framleiðsla hrynur! Hvort skyldi nú vera rétt? Í grein undirritaðra sem birtist í Fréttablaðinu hinn 20. apríl var birt tafla sem sýnir að innflutt matvara getur að meðaltali orðið um 35% ódýrari en innlend, verði matartollar niðurfelldir. Upplýsingarnar áætluðu Hagar/Aðföng að okkar beiðni. Bændasamtökin halda því stundum fram að ekki eigi að taka mark á versluninni, hún hugsi bara um sinn hag. Finnur Árnason, forstjóri Haga, hefur boðið að „endurskoðandi fyrirtækisins skili t.d. til Neytendasamtakanna (JG) staðfestingu á verðútreikningum, eða mismun á innlendu og erlendu innkaupsverði“.Guðjón Sigurbjartsson viðskiptafræðingurFramkvæmdastjóri Krónunnar upplýsti undirritaða nýverið um að Krónan myndi bjóða álíka verðlækkun og Bónus ef tollar yrðu felldir niður á þessar vörur. Verðlækkun nautakjöts gæti reyndar verið eitthvað meiri en lækkun kindakjöts lítil eða engin. Í heildina myndi verð lækka um 35% við afnám matartollanna. Það eru reyndar fleiri leiðir til að staðfesta verðmuninn, sem Bændasamtökin rengja þegar þeim hentar.Hagfræðistofnun Háskóla Íslands tók árið 2009 saman upplýsingar um málið fyrir utanríkisráðuneytið og skilaði í skýrslunni „Íslensk bú í finnsku umhverfi“. Þar segir á síðu 3: „má ætla að verð til bænda lækki um 30-40% ef tollar falla niður á búvörum milli Íslands og Evrópusambandslanda“. Starfshópur um tollamál á sviði landbúnaðar á vegum landbúnaðarráðherra skilaði árið 2014 skýrslu þar sem segir á síðu 30: „Á árunum 1995-1997 var afurðaverð hérlendis um það bil 80 til 90% hærra en innflutningsverð, en er nú í kringum 30% hærra.“Ofangreindar upplýsingar frá fjórum ótengdum aðilum sýna að verð innfluttrar matvöru getur án tolla verið um 35% lægra en innlendrar. Ástæðan er augljóslega stærðarhagkvæmni og betri veðurfarslegar aðstæður sunnar á hnettinum. Þetta vita allir en sumir sem vinna við að vernda kerfið láta stundum sem þeir viti þetta ekki.Kerfið er meingallað Skattgreiðendur styðja landbúnaðinn um 14 milljarða króna á ári og auk þess styðja neytendur bændur og vinnslugreinar um 22 milljarða með hærra matvælaverði. Samtals eru þetta 36 milljarðar króna á ári eða 360 milljarðar á þeim 10 árum sem fyrirhugað er að búvörusamningar gildi. Heildarstuðningur er hér að meðaltali 11 milljónir á bú á ári, þar af 4 milljónir frá skattgreiðendum og 7 frá neytendum. Í Finnlandi og Danmörku er stuðningurinn um 3 milljónir kr. á bú á ári í heild. Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Fréttatímans, hefur nýlega sýnt fram á að tæpur helmingur af 22 milljarða kr. árlegum stuðningi neytenda við landbúnaðinn fer til stórfyrirtækja! Í Evrópu er opinn markaður milli landa og neytendastuðningur núll. Við ættum líka að fella niður matartollana en styrkja landbúnaðinn áfram á fjárlögum um svipaða upphæð á bú og tíðkast annars staðar á Norðurlöndunum. Það væri ásættanlegt. Aðlaga þarf landbúnaðinn nýjum veruleika og sjálfsagt væri að styðja við þau umskipti sem verða öllum í hag þegar upp er staðið.Stórmál fyrir (fátæka) neytendur Samkvæmt UNICEF búa 6.100 börn hér á landi við skort. Um fjórðungur örorkulífeyrisþega og stór hluti aldraðra lifir á strípuðum bótum. Samtals eru 9,4% Íslendinga undir lágtekjumörkum eða rúmlega 30 þúsund manns. 35% ódýrari matvæli lækka matarútgjöld á mann um 68 þúsund krónur á ári. Það munar um minna. Þessar umbætur geta ekki beðið mikið lengur, hvað þá í 10 ár.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar