Allur fatnaður kemur að góðum notum Birta Björnsdóttir skrifar 28. maí 2016 19:30 Landsmenn fengu á dögunum sendan poka merktan Rauða krossi Íslands og þeir hvattir til að setja í hann allan þann fatnað sem liggur ónotaður í geymslum og fataskápum. Pokunum má skila í grenndargáma en þá má finna um land allt. „Þetta er árlegt átak sem Rauði krossinn fer í í samstarfi í Eimskip, og svo er Pósturinn svo vænn ad dreifa pokunum fyrir okkur inn á öll heimili í landinu. Í fatapokana á að fara öll vefnaðarvara, til dæmis gamlar gardínur, slitin handklæði og notuð nærföt eða skór. Ég held að það eina sem myndi teljast ónothæft eru tuskur frá bílaverkstæðum. Annars þiggjum við alla vefnaðarvöru og hún kemur að góðum notum," segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. „Þetta fer allt í flokkunarmiðstöðvar. Við reynum svo að velja úr allan þann fatnað sem hægt er að endurselja og svo er einnig mikið flutt úr landi til endursölu og endurvinnslu. Þetta eru umhverfisvænar leiðir til að lengja líftíma fatnaðar og vefnaðarvöru og fullnýta hana." Björn segir merkjanlegar sveiflur í magni fatnaðar sem ratar í gámana. „Frá því að þetta verkefni fór af stað um síðustu aldamót þá var stöðug aukning á magni fatnaðar sem kom í gámana hjá okkur. Þetta datt aðeins niður í kjölfar hruns og fólk fór að halda að sér höndum og kannski halda að sér fatnaði. En nú er alveg blússandi sigling," segir hann.Til samanburðar má hér sjá annars vegar magn af fatnaði sem ratar í endurvinnslu í gegnum Rauða krossinn og hins vegar í tonnum talið magn á fatnaði sem fluttur er inn hingað til lands. Þess ber að geta að inn í þeim tölum er ekki fatnaður sem landsmenn kaupa sjálfir á erlendri grundu. Björn segir það algengan misskilning að föt sem fólk lætur frá sér fari mest í klæða íbúa fátækari ríkja heims. „Það er aldrei gert, nema að mjög vel athuguðu máli. Ástæðan er sú að í fátækari ríkjum er grunnefnahagur oft byggður á vefnaðarvöruframleiðslu og við viljum ómögulega vera að hrófla við því," segir hann. „Undantekning á þessarri reglu er til dæmis þegar Ebólu-faraldur geysaði á vesturströnd Afríku fyrir tveimur árum. Til að sporna við útbreiðslu veirunnar þurfti að brenna mikið af vefnaðarvöru og þá var talið mikilvægt að senda þangað fatnað. Slíkt er almennt eingöngu gert að mjög vel ígrunduðu máli." Til að reyna að lengja líftíma fatnaðar hér á landi og nýta fötin sem best hefur Rauði krossinn lagt aukna áherslu á fataverslanir sínar víða um land. „Við leggjum okkur fram um að bæta úrvalið og velja þangað vandaðari fatnað svo hann verði aðlaðandi fyrir neytendur," segir Björn. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Landsmenn fengu á dögunum sendan poka merktan Rauða krossi Íslands og þeir hvattir til að setja í hann allan þann fatnað sem liggur ónotaður í geymslum og fataskápum. Pokunum má skila í grenndargáma en þá má finna um land allt. „Þetta er árlegt átak sem Rauði krossinn fer í í samstarfi í Eimskip, og svo er Pósturinn svo vænn ad dreifa pokunum fyrir okkur inn á öll heimili í landinu. Í fatapokana á að fara öll vefnaðarvara, til dæmis gamlar gardínur, slitin handklæði og notuð nærföt eða skór. Ég held að það eina sem myndi teljast ónothæft eru tuskur frá bílaverkstæðum. Annars þiggjum við alla vefnaðarvöru og hún kemur að góðum notum," segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. „Þetta fer allt í flokkunarmiðstöðvar. Við reynum svo að velja úr allan þann fatnað sem hægt er að endurselja og svo er einnig mikið flutt úr landi til endursölu og endurvinnslu. Þetta eru umhverfisvænar leiðir til að lengja líftíma fatnaðar og vefnaðarvöru og fullnýta hana." Björn segir merkjanlegar sveiflur í magni fatnaðar sem ratar í gámana. „Frá því að þetta verkefni fór af stað um síðustu aldamót þá var stöðug aukning á magni fatnaðar sem kom í gámana hjá okkur. Þetta datt aðeins niður í kjölfar hruns og fólk fór að halda að sér höndum og kannski halda að sér fatnaði. En nú er alveg blússandi sigling," segir hann.Til samanburðar má hér sjá annars vegar magn af fatnaði sem ratar í endurvinnslu í gegnum Rauða krossinn og hins vegar í tonnum talið magn á fatnaði sem fluttur er inn hingað til lands. Þess ber að geta að inn í þeim tölum er ekki fatnaður sem landsmenn kaupa sjálfir á erlendri grundu. Björn segir það algengan misskilning að föt sem fólk lætur frá sér fari mest í klæða íbúa fátækari ríkja heims. „Það er aldrei gert, nema að mjög vel athuguðu máli. Ástæðan er sú að í fátækari ríkjum er grunnefnahagur oft byggður á vefnaðarvöruframleiðslu og við viljum ómögulega vera að hrófla við því," segir hann. „Undantekning á þessarri reglu er til dæmis þegar Ebólu-faraldur geysaði á vesturströnd Afríku fyrir tveimur árum. Til að sporna við útbreiðslu veirunnar þurfti að brenna mikið af vefnaðarvöru og þá var talið mikilvægt að senda þangað fatnað. Slíkt er almennt eingöngu gert að mjög vel ígrunduðu máli." Til að reyna að lengja líftíma fatnaðar hér á landi og nýta fötin sem best hefur Rauði krossinn lagt aukna áherslu á fataverslanir sínar víða um land. „Við leggjum okkur fram um að bæta úrvalið og velja þangað vandaðari fatnað svo hann verði aðlaðandi fyrir neytendur," segir Björn.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira