Allur fatnaður kemur að góðum notum Birta Björnsdóttir skrifar 28. maí 2016 19:30 Landsmenn fengu á dögunum sendan poka merktan Rauða krossi Íslands og þeir hvattir til að setja í hann allan þann fatnað sem liggur ónotaður í geymslum og fataskápum. Pokunum má skila í grenndargáma en þá má finna um land allt. „Þetta er árlegt átak sem Rauði krossinn fer í í samstarfi í Eimskip, og svo er Pósturinn svo vænn ad dreifa pokunum fyrir okkur inn á öll heimili í landinu. Í fatapokana á að fara öll vefnaðarvara, til dæmis gamlar gardínur, slitin handklæði og notuð nærföt eða skór. Ég held að það eina sem myndi teljast ónothæft eru tuskur frá bílaverkstæðum. Annars þiggjum við alla vefnaðarvöru og hún kemur að góðum notum," segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. „Þetta fer allt í flokkunarmiðstöðvar. Við reynum svo að velja úr allan þann fatnað sem hægt er að endurselja og svo er einnig mikið flutt úr landi til endursölu og endurvinnslu. Þetta eru umhverfisvænar leiðir til að lengja líftíma fatnaðar og vefnaðarvöru og fullnýta hana." Björn segir merkjanlegar sveiflur í magni fatnaðar sem ratar í gámana. „Frá því að þetta verkefni fór af stað um síðustu aldamót þá var stöðug aukning á magni fatnaðar sem kom í gámana hjá okkur. Þetta datt aðeins niður í kjölfar hruns og fólk fór að halda að sér höndum og kannski halda að sér fatnaði. En nú er alveg blússandi sigling," segir hann.Til samanburðar má hér sjá annars vegar magn af fatnaði sem ratar í endurvinnslu í gegnum Rauða krossinn og hins vegar í tonnum talið magn á fatnaði sem fluttur er inn hingað til lands. Þess ber að geta að inn í þeim tölum er ekki fatnaður sem landsmenn kaupa sjálfir á erlendri grundu. Björn segir það algengan misskilning að föt sem fólk lætur frá sér fari mest í klæða íbúa fátækari ríkja heims. „Það er aldrei gert, nema að mjög vel athuguðu máli. Ástæðan er sú að í fátækari ríkjum er grunnefnahagur oft byggður á vefnaðarvöruframleiðslu og við viljum ómögulega vera að hrófla við því," segir hann. „Undantekning á þessarri reglu er til dæmis þegar Ebólu-faraldur geysaði á vesturströnd Afríku fyrir tveimur árum. Til að sporna við útbreiðslu veirunnar þurfti að brenna mikið af vefnaðarvöru og þá var talið mikilvægt að senda þangað fatnað. Slíkt er almennt eingöngu gert að mjög vel ígrunduðu máli." Til að reyna að lengja líftíma fatnaðar hér á landi og nýta fötin sem best hefur Rauði krossinn lagt aukna áherslu á fataverslanir sínar víða um land. „Við leggjum okkur fram um að bæta úrvalið og velja þangað vandaðari fatnað svo hann verði aðlaðandi fyrir neytendur," segir Björn. Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Landsmenn fengu á dögunum sendan poka merktan Rauða krossi Íslands og þeir hvattir til að setja í hann allan þann fatnað sem liggur ónotaður í geymslum og fataskápum. Pokunum má skila í grenndargáma en þá má finna um land allt. „Þetta er árlegt átak sem Rauði krossinn fer í í samstarfi í Eimskip, og svo er Pósturinn svo vænn ad dreifa pokunum fyrir okkur inn á öll heimili í landinu. Í fatapokana á að fara öll vefnaðarvara, til dæmis gamlar gardínur, slitin handklæði og notuð nærföt eða skór. Ég held að það eina sem myndi teljast ónothæft eru tuskur frá bílaverkstæðum. Annars þiggjum við alla vefnaðarvöru og hún kemur að góðum notum," segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. „Þetta fer allt í flokkunarmiðstöðvar. Við reynum svo að velja úr allan þann fatnað sem hægt er að endurselja og svo er einnig mikið flutt úr landi til endursölu og endurvinnslu. Þetta eru umhverfisvænar leiðir til að lengja líftíma fatnaðar og vefnaðarvöru og fullnýta hana." Björn segir merkjanlegar sveiflur í magni fatnaðar sem ratar í gámana. „Frá því að þetta verkefni fór af stað um síðustu aldamót þá var stöðug aukning á magni fatnaðar sem kom í gámana hjá okkur. Þetta datt aðeins niður í kjölfar hruns og fólk fór að halda að sér höndum og kannski halda að sér fatnaði. En nú er alveg blússandi sigling," segir hann.Til samanburðar má hér sjá annars vegar magn af fatnaði sem ratar í endurvinnslu í gegnum Rauða krossinn og hins vegar í tonnum talið magn á fatnaði sem fluttur er inn hingað til lands. Þess ber að geta að inn í þeim tölum er ekki fatnaður sem landsmenn kaupa sjálfir á erlendri grundu. Björn segir það algengan misskilning að föt sem fólk lætur frá sér fari mest í klæða íbúa fátækari ríkja heims. „Það er aldrei gert, nema að mjög vel athuguðu máli. Ástæðan er sú að í fátækari ríkjum er grunnefnahagur oft byggður á vefnaðarvöruframleiðslu og við viljum ómögulega vera að hrófla við því," segir hann. „Undantekning á þessarri reglu er til dæmis þegar Ebólu-faraldur geysaði á vesturströnd Afríku fyrir tveimur árum. Til að sporna við útbreiðslu veirunnar þurfti að brenna mikið af vefnaðarvöru og þá var talið mikilvægt að senda þangað fatnað. Slíkt er almennt eingöngu gert að mjög vel ígrunduðu máli." Til að reyna að lengja líftíma fatnaðar hér á landi og nýta fötin sem best hefur Rauði krossinn lagt aukna áherslu á fataverslanir sínar víða um land. „Við leggjum okkur fram um að bæta úrvalið og velja þangað vandaðari fatnað svo hann verði aðlaðandi fyrir neytendur," segir Björn.
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira