Ráðþrota eftir áralangar ofsóknir eltihrellis Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. maí 2016 19:45 Fanney segir algjört úrræðaleysi í málum sem þessum þar sem ofbeldi án snertingar sé í raun ekki skilgreint sem ofbeldi í lögum. VÍSIR/SAMSETT Íslensk kona, sem segist hafa þurft að búa við ofsóknir og kynferðislegt áreiti eltihrellis í tólf ár, segir að skilgreina þurfi ofbeldi án snertingar sérstaklega í lögum hér á landi. Annars geti lögreglan lítið sem ekkert aðhafst í slíkum málum. Fanney Björk Ingólfsdóttir segist hafa þurft að lifa við stöðugar ofsóknir eltihrellis frá árinu 2005. Áreitið hefur gengið í bylgjum en manninum kynntist hún fyrst á barnsaldri þegar hann bjó fyrir ofan fjölskyldu hennar. „Ég veit ekki hvað vakir fyrir honum. Þetta er í rauninni bara alltaf um að hann eigi mig, ég eigi að gera hluti fyrir hann og svo framvegis,“ segir Fanney. Maðurinn hefur í gegnum tíðina sent henni sms og hringt í hana í gegnum óskráð símanúmer sem hann skiptir reglulega út. Þá hefur hann ítrekað villt á sér heimildir og haft þannig samband við hana í gegnum msn spjallforritið, facebook, tölvupósta og aðra samskiptamiðla. Fanney hefur þrisvar kært manninn til lögreglu. Fyrst árið 2005 og síðast í mars á þessu ári. „Ég hef þrisvar sinnum kært. Í fyrsta skipti þá kærði móðir mín fyrir mína hönd þar sem ég var ekki orðin 15 ára. Við höfum framvísað mikið af gögnum þar sem sést mikið áreiti og miklar hótanir. Hann var yfirheyrður einu sinni en hans svör þá voru að ég væri andlega veik og að þetta væri allt frá mér komið. Það var ekki aðhafst meira.“ Dæmi um skilaboð sem maðurinn hefur sent Fanneyju.Hún segir algjört úrræðaleysi í málaflokknum þar sem ofbeldi án snertingar sé í raun ekki skilgreint sem ofbeldi í lögum. „Nú er opið mál í gangi. Ég er búin að kæra og það er opið. En síðast þegar ég talaði við lögreglumann þá sagði hann við mig að ef að hegðun sé ekki ítarlega skilgreind í lögum sem ólögleg hegðun þá verði þeir að ganga út frá því að hún sé lögleg. Þannig að eins og staðan er í dag þá er hún í rauninni lögleg sem er ástæðan fyrir því að lögreglan getur lítið ðhafst í málinu þó þeir vilji það alveg. Ég hef hitt mikið af góðum lögreglumönnum og ég sé alveg hversu illa þeim líður að geta ekki gert neitt. En það er bara engin lagarammi í kringum þetta í rauninni,“ segir Fanney. Fyrr á árinu kom Fanney fram í viðtali við DV þar sem hún sagði frá þessari reynslu. Eftir þá umfjöllun segir hún að fleiri konur sem hafi mátt þola samskonar ofsóknir hafi sett sig í samband við hana. Allar höfðu þær sömu sögu að segja, að úrræðin væru engin þar sem ekki væri um líkamlegt ofbeldi að ræða. „Það er bara sama svar hjá öllum. Það er ekkert aðhafst. Ég var alltaf sannfærð um það að lögreglan ætti bara að handtaka hann og dæma hann. En síðan komst ég að því að það eru engin lög sem ná yfir þetta. Það er orðið þannig að það þarf að vera eithvað, það þarf að búa til þessi lög og skilgreina þetta sem ofbeldi, og meðhöndla það sem slíkt.“ Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Íslensk kona, sem segist hafa þurft að búa við ofsóknir og kynferðislegt áreiti eltihrellis í tólf ár, segir að skilgreina þurfi ofbeldi án snertingar sérstaklega í lögum hér á landi. Annars geti lögreglan lítið sem ekkert aðhafst í slíkum málum. Fanney Björk Ingólfsdóttir segist hafa þurft að lifa við stöðugar ofsóknir eltihrellis frá árinu 2005. Áreitið hefur gengið í bylgjum en manninum kynntist hún fyrst á barnsaldri þegar hann bjó fyrir ofan fjölskyldu hennar. „Ég veit ekki hvað vakir fyrir honum. Þetta er í rauninni bara alltaf um að hann eigi mig, ég eigi að gera hluti fyrir hann og svo framvegis,“ segir Fanney. Maðurinn hefur í gegnum tíðina sent henni sms og hringt í hana í gegnum óskráð símanúmer sem hann skiptir reglulega út. Þá hefur hann ítrekað villt á sér heimildir og haft þannig samband við hana í gegnum msn spjallforritið, facebook, tölvupósta og aðra samskiptamiðla. Fanney hefur þrisvar kært manninn til lögreglu. Fyrst árið 2005 og síðast í mars á þessu ári. „Ég hef þrisvar sinnum kært. Í fyrsta skipti þá kærði móðir mín fyrir mína hönd þar sem ég var ekki orðin 15 ára. Við höfum framvísað mikið af gögnum þar sem sést mikið áreiti og miklar hótanir. Hann var yfirheyrður einu sinni en hans svör þá voru að ég væri andlega veik og að þetta væri allt frá mér komið. Það var ekki aðhafst meira.“ Dæmi um skilaboð sem maðurinn hefur sent Fanneyju.Hún segir algjört úrræðaleysi í málaflokknum þar sem ofbeldi án snertingar sé í raun ekki skilgreint sem ofbeldi í lögum. „Nú er opið mál í gangi. Ég er búin að kæra og það er opið. En síðast þegar ég talaði við lögreglumann þá sagði hann við mig að ef að hegðun sé ekki ítarlega skilgreind í lögum sem ólögleg hegðun þá verði þeir að ganga út frá því að hún sé lögleg. Þannig að eins og staðan er í dag þá er hún í rauninni lögleg sem er ástæðan fyrir því að lögreglan getur lítið ðhafst í málinu þó þeir vilji það alveg. Ég hef hitt mikið af góðum lögreglumönnum og ég sé alveg hversu illa þeim líður að geta ekki gert neitt. En það er bara engin lagarammi í kringum þetta í rauninni,“ segir Fanney. Fyrr á árinu kom Fanney fram í viðtali við DV þar sem hún sagði frá þessari reynslu. Eftir þá umfjöllun segir hún að fleiri konur sem hafi mátt þola samskonar ofsóknir hafi sett sig í samband við hana. Allar höfðu þær sömu sögu að segja, að úrræðin væru engin þar sem ekki væri um líkamlegt ofbeldi að ræða. „Það er bara sama svar hjá öllum. Það er ekkert aðhafst. Ég var alltaf sannfærð um það að lögreglan ætti bara að handtaka hann og dæma hann. En síðan komst ég að því að það eru engin lög sem ná yfir þetta. Það er orðið þannig að það þarf að vera eithvað, það þarf að búa til þessi lög og skilgreina þetta sem ofbeldi, og meðhöndla það sem slíkt.“
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira