Ráðþrota eftir áralangar ofsóknir eltihrellis Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 29. maí 2016 19:45 Fanney segir algjört úrræðaleysi í málum sem þessum þar sem ofbeldi án snertingar sé í raun ekki skilgreint sem ofbeldi í lögum. VÍSIR/SAMSETT Íslensk kona, sem segist hafa þurft að búa við ofsóknir og kynferðislegt áreiti eltihrellis í tólf ár, segir að skilgreina þurfi ofbeldi án snertingar sérstaklega í lögum hér á landi. Annars geti lögreglan lítið sem ekkert aðhafst í slíkum málum. Fanney Björk Ingólfsdóttir segist hafa þurft að lifa við stöðugar ofsóknir eltihrellis frá árinu 2005. Áreitið hefur gengið í bylgjum en manninum kynntist hún fyrst á barnsaldri þegar hann bjó fyrir ofan fjölskyldu hennar. „Ég veit ekki hvað vakir fyrir honum. Þetta er í rauninni bara alltaf um að hann eigi mig, ég eigi að gera hluti fyrir hann og svo framvegis,“ segir Fanney. Maðurinn hefur í gegnum tíðina sent henni sms og hringt í hana í gegnum óskráð símanúmer sem hann skiptir reglulega út. Þá hefur hann ítrekað villt á sér heimildir og haft þannig samband við hana í gegnum msn spjallforritið, facebook, tölvupósta og aðra samskiptamiðla. Fanney hefur þrisvar kært manninn til lögreglu. Fyrst árið 2005 og síðast í mars á þessu ári. „Ég hef þrisvar sinnum kært. Í fyrsta skipti þá kærði móðir mín fyrir mína hönd þar sem ég var ekki orðin 15 ára. Við höfum framvísað mikið af gögnum þar sem sést mikið áreiti og miklar hótanir. Hann var yfirheyrður einu sinni en hans svör þá voru að ég væri andlega veik og að þetta væri allt frá mér komið. Það var ekki aðhafst meira.“ Dæmi um skilaboð sem maðurinn hefur sent Fanneyju.Hún segir algjört úrræðaleysi í málaflokknum þar sem ofbeldi án snertingar sé í raun ekki skilgreint sem ofbeldi í lögum. „Nú er opið mál í gangi. Ég er búin að kæra og það er opið. En síðast þegar ég talaði við lögreglumann þá sagði hann við mig að ef að hegðun sé ekki ítarlega skilgreind í lögum sem ólögleg hegðun þá verði þeir að ganga út frá því að hún sé lögleg. Þannig að eins og staðan er í dag þá er hún í rauninni lögleg sem er ástæðan fyrir því að lögreglan getur lítið ðhafst í málinu þó þeir vilji það alveg. Ég hef hitt mikið af góðum lögreglumönnum og ég sé alveg hversu illa þeim líður að geta ekki gert neitt. En það er bara engin lagarammi í kringum þetta í rauninni,“ segir Fanney. Fyrr á árinu kom Fanney fram í viðtali við DV þar sem hún sagði frá þessari reynslu. Eftir þá umfjöllun segir hún að fleiri konur sem hafi mátt þola samskonar ofsóknir hafi sett sig í samband við hana. Allar höfðu þær sömu sögu að segja, að úrræðin væru engin þar sem ekki væri um líkamlegt ofbeldi að ræða. „Það er bara sama svar hjá öllum. Það er ekkert aðhafst. Ég var alltaf sannfærð um það að lögreglan ætti bara að handtaka hann og dæma hann. En síðan komst ég að því að það eru engin lög sem ná yfir þetta. Það er orðið þannig að það þarf að vera eithvað, það þarf að búa til þessi lög og skilgreina þetta sem ofbeldi, og meðhöndla það sem slíkt.“ Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Íslensk kona, sem segist hafa þurft að búa við ofsóknir og kynferðislegt áreiti eltihrellis í tólf ár, segir að skilgreina þurfi ofbeldi án snertingar sérstaklega í lögum hér á landi. Annars geti lögreglan lítið sem ekkert aðhafst í slíkum málum. Fanney Björk Ingólfsdóttir segist hafa þurft að lifa við stöðugar ofsóknir eltihrellis frá árinu 2005. Áreitið hefur gengið í bylgjum en manninum kynntist hún fyrst á barnsaldri þegar hann bjó fyrir ofan fjölskyldu hennar. „Ég veit ekki hvað vakir fyrir honum. Þetta er í rauninni bara alltaf um að hann eigi mig, ég eigi að gera hluti fyrir hann og svo framvegis,“ segir Fanney. Maðurinn hefur í gegnum tíðina sent henni sms og hringt í hana í gegnum óskráð símanúmer sem hann skiptir reglulega út. Þá hefur hann ítrekað villt á sér heimildir og haft þannig samband við hana í gegnum msn spjallforritið, facebook, tölvupósta og aðra samskiptamiðla. Fanney hefur þrisvar kært manninn til lögreglu. Fyrst árið 2005 og síðast í mars á þessu ári. „Ég hef þrisvar sinnum kært. Í fyrsta skipti þá kærði móðir mín fyrir mína hönd þar sem ég var ekki orðin 15 ára. Við höfum framvísað mikið af gögnum þar sem sést mikið áreiti og miklar hótanir. Hann var yfirheyrður einu sinni en hans svör þá voru að ég væri andlega veik og að þetta væri allt frá mér komið. Það var ekki aðhafst meira.“ Dæmi um skilaboð sem maðurinn hefur sent Fanneyju.Hún segir algjört úrræðaleysi í málaflokknum þar sem ofbeldi án snertingar sé í raun ekki skilgreint sem ofbeldi í lögum. „Nú er opið mál í gangi. Ég er búin að kæra og það er opið. En síðast þegar ég talaði við lögreglumann þá sagði hann við mig að ef að hegðun sé ekki ítarlega skilgreind í lögum sem ólögleg hegðun þá verði þeir að ganga út frá því að hún sé lögleg. Þannig að eins og staðan er í dag þá er hún í rauninni lögleg sem er ástæðan fyrir því að lögreglan getur lítið ðhafst í málinu þó þeir vilji það alveg. Ég hef hitt mikið af góðum lögreglumönnum og ég sé alveg hversu illa þeim líður að geta ekki gert neitt. En það er bara engin lagarammi í kringum þetta í rauninni,“ segir Fanney. Fyrr á árinu kom Fanney fram í viðtali við DV þar sem hún sagði frá þessari reynslu. Eftir þá umfjöllun segir hún að fleiri konur sem hafi mátt þola samskonar ofsóknir hafi sett sig í samband við hana. Allar höfðu þær sömu sögu að segja, að úrræðin væru engin þar sem ekki væri um líkamlegt ofbeldi að ræða. „Það er bara sama svar hjá öllum. Það er ekkert aðhafst. Ég var alltaf sannfærð um það að lögreglan ætti bara að handtaka hann og dæma hann. En síðan komst ég að því að það eru engin lög sem ná yfir þetta. Það er orðið þannig að það þarf að vera eithvað, það þarf að búa til þessi lög og skilgreina þetta sem ofbeldi, og meðhöndla það sem slíkt.“
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira