Fyrir vikið er þyngdarpunktur Subarubíla lægri en í flestum öðrum bílgerðum og aksturseiginleikar og stöðugleiki á vegi að sama skapi meiri. Subaru kynnti boxervélina árið 1966 og hafa meira en 16 milljónir véla verið framleiddar síðan þá.
Boxer vélar eru ekki mikið notaðar af bílaframleiðendum og nær einskorðast við Subaru og Porsche. Það var Karl Benz sem fyrst kom með Boxer vél í bíl árið 1896 og fékk einkaleyfi fyrir þessa vélargerð. Boxer vélar hafa mikið verið notaðar í flugvélar vegna lítils titrings sem frá þeim stafar. Þær hafa einnig talsvert verið notaðar í mótorhjól.
Þó svo fáir bílaframleiðendur noti Boxer vélar í dag hafa margir þeirra áður fyrr notast við slíkar vélar, meðal annars Alfa Romeo, Mercedes Benz, Ford, Tatra, Citroën, Rover, Volkswagen, Chevrolet, Jowett og Ferrari, auk Porsche og Subaru.
