Mótsögnin í meirihlutastjórnum Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 11. maí 2016 07:00 Þegar þetta er skrifað eru tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, í ríkisstjórn. Um 60% Alþingis samanstendur af sömu flokkum. Þetta fyrirkomulag viðgengst jafnan á Íslandi og virðast flestir telja þetta hið sjálfsagða ástand og hið eina raunsæja: Meirihlutastjórn, þ.e. ríkisstjórn flokka sem saman mynda meirihluta á Alþingi. Í því ríki sem er sennilega stjórnskipunarlega líkast Íslandi, gömlu góðu Danmörku, er hins vegar mun meiri hefð fyrir minnihlutastjórnum og ástæðan fyrir því er mjög góð: Undir þingræði er þinginu ætlað að veita ríkisstjórninni aðhald. Ef framkvæmdarvaldið og meirihluti þingsins samanstanda af sömu flokkunum er til staðar hagsmunaárekstur sem gerir þinginu ókleift að rækja með góðri trú það aðhaldshlutverk sem því er ætlað undir þingræði. Afleiðingin af fyrirkomulagi meirihlutastjórnar er sú að þingið veikist mjög, bæði að starfsgetu og sjálfstæði. Lítum aðeins betur á hefðina hérlendis. Tveir flokkar geta myndað saman meirihluta og annar þeirra fær umboð til að mynda ríkisstjórn. Fólkið sem er ofar í goggunarröðinni í hverjum flokki fyrir sig fær sæti í ríkisstjórn, en fólkið sem er neðar fær einungis sæti á Alþingi. Því ofar á lista sem þingmaður er, því meira tilkall hefur hann til setu í ríkisstjórn. Berum þetta síðan saman við goggunarröð þingræðisins. Hugmyndin með þingræðinu er nefnilega sú að þingið sé æðra framkvæmdarvaldinu, að ríkisstjórn starfi einungis í umboði þingsins og að þingið veiti ríkisstjórninni nauðsynlegt aðhald sem nokkurs konar yfirstofnun framkvæmdarvalds og ríkisstjórnar. í þessu felst ákveðin mótsögn sem líklega væri í lagi ef um væri að ræða minnihlutastjórn, þar sem ríkisstjórn minnihluta þarf að afla sér trausts annarra flokka en sinna eigin. En undir meirihlutastjórn, þar sem forystumenn flokkanna eru í ríkisstjórn og aðrir á þingi, getur óbreyttur stjórnarþingmaður ekki sinnt aðhaldshlutverki sínu án þess að ganga til höfuðs forystu síns eigin flokks. Slíkt kemur honum sjálfum ávallt illa, ekki einungis af því að hann þarf í einhverjum skilningi að berjast gegn eigin flokki, heldur einnig vekur hann óhjákvæmilega upp úlfúð samherja sinna – samherja sinna að ofan í þokkabót. Í þessu felst hagsmunaárekstur milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds sem brýtur í bága við hugmyndina um þingræðið og dregur verulega úr bæði aðhaldshlutverki Alþingis og sjálfstæði þess gagnvart framkvæmdarvaldinu.Minnihlutastjórn ætti að vera reglan Einstaka sinnum hafa hérlendis verið minnihlutastjórnir, en þá hafa þær jafnan verið settar undir mjög sérstökum og jafnvel einstökum kringumstæðum, svo sem í nokkra mánuði eftir efnahagshrunið 2008. En minnihlutastjórn ætti ekki bara að vera einhver hugsanlegur, fræðilegur möguleiki undir einstökum kringumstæðum, heldur ætti minnihlutastjórn að vera reglan, undantekningalítil ef ekki undantekningalaus. Mörgum þykir hins vegar eins og að meirihlutastjórnir séu einhvers konar stjórnskipunarleg nauðsyn, eða að minnihlutastjórnir séu á einhvern hátt ekki raunhæfar, en það er þess virði að ígrunda hversu meinlegt viðhorf það er til þingræðisins. Hvort sem það er menningunni, stjórnarskránni eða stjórnarandstöðunni hverju sinni að kenna, þá er það ekki í lagi að ríkisstjórnum sé ókleift að starfa á Íslandi án þess að flokkspólitísk goggunarröð trompi helsta aðhalds- og eftirlitsaðilann. Það er hvergi nálægt því að vera í lagi. Ef fólk telur þetta fyrirkomulag óheppilegt en nauðsynlegt, þá undirstrikar sú afstaða einungis alvarleika vandans. Hvernig sem á málið er litið ber ekki að líta á meirihlutastjórnir sem stjórnskipunarlegt lögmál, heldur stjórnskipunarlegt vandamál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Helgi Hrafn Gunnarsson Kosningar 2016 Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þegar þetta er skrifað eru tveir flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, í ríkisstjórn. Um 60% Alþingis samanstendur af sömu flokkum. Þetta fyrirkomulag viðgengst jafnan á Íslandi og virðast flestir telja þetta hið sjálfsagða ástand og hið eina raunsæja: Meirihlutastjórn, þ.e. ríkisstjórn flokka sem saman mynda meirihluta á Alþingi. Í því ríki sem er sennilega stjórnskipunarlega líkast Íslandi, gömlu góðu Danmörku, er hins vegar mun meiri hefð fyrir minnihlutastjórnum og ástæðan fyrir því er mjög góð: Undir þingræði er þinginu ætlað að veita ríkisstjórninni aðhald. Ef framkvæmdarvaldið og meirihluti þingsins samanstanda af sömu flokkunum er til staðar hagsmunaárekstur sem gerir þinginu ókleift að rækja með góðri trú það aðhaldshlutverk sem því er ætlað undir þingræði. Afleiðingin af fyrirkomulagi meirihlutastjórnar er sú að þingið veikist mjög, bæði að starfsgetu og sjálfstæði. Lítum aðeins betur á hefðina hérlendis. Tveir flokkar geta myndað saman meirihluta og annar þeirra fær umboð til að mynda ríkisstjórn. Fólkið sem er ofar í goggunarröðinni í hverjum flokki fyrir sig fær sæti í ríkisstjórn, en fólkið sem er neðar fær einungis sæti á Alþingi. Því ofar á lista sem þingmaður er, því meira tilkall hefur hann til setu í ríkisstjórn. Berum þetta síðan saman við goggunarröð þingræðisins. Hugmyndin með þingræðinu er nefnilega sú að þingið sé æðra framkvæmdarvaldinu, að ríkisstjórn starfi einungis í umboði þingsins og að þingið veiti ríkisstjórninni nauðsynlegt aðhald sem nokkurs konar yfirstofnun framkvæmdarvalds og ríkisstjórnar. í þessu felst ákveðin mótsögn sem líklega væri í lagi ef um væri að ræða minnihlutastjórn, þar sem ríkisstjórn minnihluta þarf að afla sér trausts annarra flokka en sinna eigin. En undir meirihlutastjórn, þar sem forystumenn flokkanna eru í ríkisstjórn og aðrir á þingi, getur óbreyttur stjórnarþingmaður ekki sinnt aðhaldshlutverki sínu án þess að ganga til höfuðs forystu síns eigin flokks. Slíkt kemur honum sjálfum ávallt illa, ekki einungis af því að hann þarf í einhverjum skilningi að berjast gegn eigin flokki, heldur einnig vekur hann óhjákvæmilega upp úlfúð samherja sinna – samherja sinna að ofan í þokkabót. Í þessu felst hagsmunaárekstur milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds sem brýtur í bága við hugmyndina um þingræðið og dregur verulega úr bæði aðhaldshlutverki Alþingis og sjálfstæði þess gagnvart framkvæmdarvaldinu.Minnihlutastjórn ætti að vera reglan Einstaka sinnum hafa hérlendis verið minnihlutastjórnir, en þá hafa þær jafnan verið settar undir mjög sérstökum og jafnvel einstökum kringumstæðum, svo sem í nokkra mánuði eftir efnahagshrunið 2008. En minnihlutastjórn ætti ekki bara að vera einhver hugsanlegur, fræðilegur möguleiki undir einstökum kringumstæðum, heldur ætti minnihlutastjórn að vera reglan, undantekningalítil ef ekki undantekningalaus. Mörgum þykir hins vegar eins og að meirihlutastjórnir séu einhvers konar stjórnskipunarleg nauðsyn, eða að minnihlutastjórnir séu á einhvern hátt ekki raunhæfar, en það er þess virði að ígrunda hversu meinlegt viðhorf það er til þingræðisins. Hvort sem það er menningunni, stjórnarskránni eða stjórnarandstöðunni hverju sinni að kenna, þá er það ekki í lagi að ríkisstjórnum sé ókleift að starfa á Íslandi án þess að flokkspólitísk goggunarröð trompi helsta aðhalds- og eftirlitsaðilann. Það er hvergi nálægt því að vera í lagi. Ef fólk telur þetta fyrirkomulag óheppilegt en nauðsynlegt, þá undirstrikar sú afstaða einungis alvarleika vandans. Hvernig sem á málið er litið ber ekki að líta á meirihlutastjórnir sem stjórnskipunarlegt lögmál, heldur stjórnskipunarlegt vandamál.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun