
Sjálfbær Kerlingarfjöll
Starfsemi í kringum slíkan fjölda gistirýma samsvarar heilu þorpi sem þarf á orku að halda. Þetta fyrirhugaða hótel er dæmi um þá uppbyggingu sem er í gangi í ferðaþjónustunni. Slík uppbygging má ekki eiga sér stað á grundvelli aukinnar notkunar jarðefnaeldsneytis til upphitunar, lýsingar og samgangna á tímum hnattrænnar hlýnunar, allra síst á hálendinu.
Í dag er þegar til staðar ferðaþjónusta á svæðinu og þar er lítil vatnsaflsvirkjun sem nægir ekki til að fullnægja þörfum svæðisins hvað þá fyrirhuguðu nýju hóteli. Á sama tíma og verið er að skipuleggja uppbyggingu í Kerlingarfjöllum vinnur umhverfisráðuneytið að því að friðlýsa Kerlingarfjöll gegn orkuvinnslu. Varla er það hugmyndin að leggja af vatnsaflsvirkjun á svæðinu og skipta henni út fyrir jarðefnaeldsneyti? Þá hlýtur að vera farsælla að fá endurnýjanlega orku á svæðið um rafstreng.
Nú er gullið tækifæri til þess að koma í veg fyrir umhverfisslys í Kerlingarfjöllum með því að leggja þangað rafstreng sem gæti þjónað öðrum fjallaskálum á svæðinu. Þá væri hægt að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis á svæðinu með tilheyrandi mengun og möguleikum á umhverfisslysum.
Kostnaður við að leggja rafstreng um langan veg er raunar hár, svo það má spyrja sig hvort ekki sé ástæða til að stíga stærra skref og virkja hluta af þeim jarðvarma sem er á svæðinu til upphitunar, baða og raforkuframleiðslu og selja frekar orku um strenginn sem þarf að leggja hvort eð er. Þetta myndi einnig gefa möguleika á því að nýta rafbíla til að flytja fólk á svæðið þar sem hægt væri að hlaða bílana á staðnum.
Með aukinni nýtingu á endurnýjanlegri orku á hluta af svæðinu væri hægt að sjá Kerlingarfjöllum fyrir hitaveitu og rafmagni og bjóða upp á jarðböð, ræktun grænmetis og eldisfisks, þannig að staðurinn gæti orðið þekktur sem sjálfbær og umhverfisvænn auðlindagarður. Þannig mætti nýta auðlindir svæðisins, í samvinnu við ferðaþjónustu, þannig að vel fari. Slík samþætting gæti vafalaust aukið á aðdráttarafl svæðisins fyrir ferðamenn.
Horfum með opnum huga til langrar framtíðar og nýtum Kerlingarfjöll á sjálfbæran hátt.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB
Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar

Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli
Hólmfríður Einarsdóttir skrifar

Sumarfríinu aflýst
Sigurður Helgi Pálmason skrifar

Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda
Ýmir Vigfússon skrifar

Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga
Geir Gunnar Markússon skrifar

„Er allt í lagi?“
Olga Björt Þórðardóttir skrifar

Göngum í Haag hópinn
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar

Kirkjuklukkur hringja
Bjarni Karlsson skrifar

Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Stríð skapar ekki frið
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Íslenska stóðhryssan og Evrópa
Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar

Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins
Eggert Valur Guðmundsson skrifar

Norska leiðin er fasismi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Um mýkt, menntun og von
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Höfum alla burði til þess
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar

Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls
Erna Bjarnadóttir skrifar

Hjálp, barnið mitt spilar Roblox!
Kristín Magnúsdóttir skrifar

Líkindi með guðstrú og djöflatrú
Gunnar Björgvinsson skrifar

Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn
Zeljka Kristín Klobucar skrifar

Vér vesalingar
Ingólfur Sverrisson skrifar

Leikrit Landsvirkjunar
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst?
Unnar Geir Unnarsson skrifar

Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu
Róbert R. Spanó skrifar

Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli
Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar

Ákall til íslenskra stjórnmálamanna
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Byrjað á öfugum enda!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar