GKR segir í þættinum að hann hafi fengið mun meiri athygli á stefnumótamiðlinum Tinder eftir að lagið kom út og blómstrar ástarlíf hans í dag.
Í þættinum verður einnig rætt við strákana í Úlfur Úlfur og einnig Cyber en hér að neðan má sjá brot úr næsta þætti af Rapp í Reykjavík sem er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldum.