Fyrrverandi bæjarstjóri nýr hafnarstjóri Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2016 13:16 Lúðvík Geirsson mun stýra rekstri Hafnarfjarðarhafnar Lúðvík Geirsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, hefur verið ráðinn hafnarstjóri bæjarins. Samþykkti hafnarstjórn á fundi ráðsins í morgun að ráða Lúðvík til starfans. Valnefnd sem skipuð var til að ráða nýjan hafnarstjóra komst að þeirri niðurstöðu að hann væri hæfastur. „Að mati valnefndarinnar leiðir reynsla, þekking og menntun sem og leiðtoga- og samstarfshæfni Lúðvíks til þess að hann er talinn vera hæfastur umsækjenda í starfið. Önnur gögn, svo sem persónuleikapróf og umsagnir, styrktu það mat enn frekar,“ segir í fundargerð bæjarins. Már Sveinbjörnsson, fráfarandi hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, tilkynnti í janúar á þessu ári að hann ætlaði sér að hætta vegna aldurs. Var þá umsvifalaust hafin vinna við að ráða nýjan hafnarstjóra. Málefni Hafnarfjarðarhafnar voru í kastljósi fjölmiðla á síðasta ári eftir að meirihluti hafnarstjórnar vildi áminna starfsmann hafnarinnar fyrir að hafa sagst hafa farið á fund á laugardegi í ráðhúsi Hafnarfjarðar. Ekki liggur fyrir hvort að sá fundur hafi átt sér stað en rannsókn fór fram innan Hafnarfjarðarkaupstaðar og málið rannsakað sem öryggismál. Már neitaði á þeim tíma að áminna starfsmanninn persónulega.Lúðvík Geirsson, nýr hafnarstjóri, hefur komið víða við, verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, bæjarstjóri og þingmaður Suðvesturkjördæmis. Hann hefur einnig verið formaður Blaðamannafélags Íslands svo fátt eitt sé talið. „Nýja starfið leggst vel í mig,“segir Lúðvík. „Ég er mjög þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt. Ég tel mig einnig þekkja ágætlega til hafnarinnar, hef átt sæti í hafnarstjórnum áður og ég hlakka til að vinna með hafnarstjórn, hafnarstarfsmönnum og stjórnendum bæjarins að því að styrkja Hafnarfjarðarhöfn.“ Tengdar fréttir Enginn kannast við fund í ráðhúsinu Upphaf símtalamálsins í Hafnarfirði er fundur í ráðhúsi bæjarins 15. nóvember. Hafnarstarfsmaður segist hafa farið á fund og rætt störf Más Sveinbjörnssonar hafnarstjóra. 21. febrúar 2015 00:01 Ráðuneyti rannsaki mál hafnarstjórnar Fulltrúar minnihlutans í hafnarstjórn Hafnarfjarðar vilja að innanríkisráðuneytið geri stjórnsýsluúttekt á vinnubrögðum meirihlutans og bæjarstjórans í máli starfsmanns sem var áminntur. 1. maí 2015 11:45 Leyndarhjúpur yfir fundi skoðaður sem öryggismál Guðni Einarsson hafnarstarfsmaður getur ekki greint frá því hverjir sátu fund með honum. Formaður hafnarstjórnar taldi ástæðu til að skoða hvort starfsmaðurinn hefði brotið af sér í starfi og ætti skilið áminningu. 24. febrúar 2015 10:15 Hafna beiðni um úttekt á hafnarmálinu Formaður hafnarstjórnar segir að von sé á úttekt á málefnum hafnarinnar síðustu tíu ár í vikunni: 15. júní 2015 07:00 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Lúðvík Geirsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, hefur verið ráðinn hafnarstjóri bæjarins. Samþykkti hafnarstjórn á fundi ráðsins í morgun að ráða Lúðvík til starfans. Valnefnd sem skipuð var til að ráða nýjan hafnarstjóra komst að þeirri niðurstöðu að hann væri hæfastur. „Að mati valnefndarinnar leiðir reynsla, þekking og menntun sem og leiðtoga- og samstarfshæfni Lúðvíks til þess að hann er talinn vera hæfastur umsækjenda í starfið. Önnur gögn, svo sem persónuleikapróf og umsagnir, styrktu það mat enn frekar,“ segir í fundargerð bæjarins. Már Sveinbjörnsson, fráfarandi hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, tilkynnti í janúar á þessu ári að hann ætlaði sér að hætta vegna aldurs. Var þá umsvifalaust hafin vinna við að ráða nýjan hafnarstjóra. Málefni Hafnarfjarðarhafnar voru í kastljósi fjölmiðla á síðasta ári eftir að meirihluti hafnarstjórnar vildi áminna starfsmann hafnarinnar fyrir að hafa sagst hafa farið á fund á laugardegi í ráðhúsi Hafnarfjarðar. Ekki liggur fyrir hvort að sá fundur hafi átt sér stað en rannsókn fór fram innan Hafnarfjarðarkaupstaðar og málið rannsakað sem öryggismál. Már neitaði á þeim tíma að áminna starfsmanninn persónulega.Lúðvík Geirsson, nýr hafnarstjóri, hefur komið víða við, verið bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, bæjarstjóri og þingmaður Suðvesturkjördæmis. Hann hefur einnig verið formaður Blaðamannafélags Íslands svo fátt eitt sé talið. „Nýja starfið leggst vel í mig,“segir Lúðvík. „Ég er mjög þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt. Ég tel mig einnig þekkja ágætlega til hafnarinnar, hef átt sæti í hafnarstjórnum áður og ég hlakka til að vinna með hafnarstjórn, hafnarstarfsmönnum og stjórnendum bæjarins að því að styrkja Hafnarfjarðarhöfn.“
Tengdar fréttir Enginn kannast við fund í ráðhúsinu Upphaf símtalamálsins í Hafnarfirði er fundur í ráðhúsi bæjarins 15. nóvember. Hafnarstarfsmaður segist hafa farið á fund og rætt störf Más Sveinbjörnssonar hafnarstjóra. 21. febrúar 2015 00:01 Ráðuneyti rannsaki mál hafnarstjórnar Fulltrúar minnihlutans í hafnarstjórn Hafnarfjarðar vilja að innanríkisráðuneytið geri stjórnsýsluúttekt á vinnubrögðum meirihlutans og bæjarstjórans í máli starfsmanns sem var áminntur. 1. maí 2015 11:45 Leyndarhjúpur yfir fundi skoðaður sem öryggismál Guðni Einarsson hafnarstarfsmaður getur ekki greint frá því hverjir sátu fund með honum. Formaður hafnarstjórnar taldi ástæðu til að skoða hvort starfsmaðurinn hefði brotið af sér í starfi og ætti skilið áminningu. 24. febrúar 2015 10:15 Hafna beiðni um úttekt á hafnarmálinu Formaður hafnarstjórnar segir að von sé á úttekt á málefnum hafnarinnar síðustu tíu ár í vikunni: 15. júní 2015 07:00 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Enginn kannast við fund í ráðhúsinu Upphaf símtalamálsins í Hafnarfirði er fundur í ráðhúsi bæjarins 15. nóvember. Hafnarstarfsmaður segist hafa farið á fund og rætt störf Más Sveinbjörnssonar hafnarstjóra. 21. febrúar 2015 00:01
Ráðuneyti rannsaki mál hafnarstjórnar Fulltrúar minnihlutans í hafnarstjórn Hafnarfjarðar vilja að innanríkisráðuneytið geri stjórnsýsluúttekt á vinnubrögðum meirihlutans og bæjarstjórans í máli starfsmanns sem var áminntur. 1. maí 2015 11:45
Leyndarhjúpur yfir fundi skoðaður sem öryggismál Guðni Einarsson hafnarstarfsmaður getur ekki greint frá því hverjir sátu fund með honum. Formaður hafnarstjórnar taldi ástæðu til að skoða hvort starfsmaðurinn hefði brotið af sér í starfi og ætti skilið áminningu. 24. febrúar 2015 10:15
Hafna beiðni um úttekt á hafnarmálinu Formaður hafnarstjórnar segir að von sé á úttekt á málefnum hafnarinnar síðustu tíu ár í vikunni: 15. júní 2015 07:00