Innlent

Nefbrotinn eftir að hafa reynt heljarstökk í miðbænum í nótt

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/kolbeinn tumi
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í nótt. Tilkynnt var um innbrot í Laugalækjaskóla þegar klukkan var að ganga tvö. Hurð var spennt upp og farið inn en ekki er vitað hverju var stolið.

Um klukkan hálf tvö var tilkynnt um eld við Breiðagerðisskóla en þar hafði verið kveikt í ruslatunnu. Þá hafði maður reynt að fara í heljarstökk á Laugavegi með þeim afleiðingum að hann lenti á andlitinu, nefbrotnaði og braut í sér tennur. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×