Innlent

Margir hlutu bónusvinninga en aðalvinningurinn ósnertur

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Lottópotturinn verður þrefaldur að viku liðinni.
Lottópotturinn verður þrefaldur að viku liðinni. Vísir
Enginn var með allar tölur réttar þegar dregið var í íslenska lottóinu í kvöld.

Tveir lánsamir voru hins vegar nálægt því, með fjórar tölur réttar auk bónustölunnar, og fá fyrir vikið rúmlega 172.000 krónur. Miðarnir voru keyptir í N1 Stóragerði og verslun Kjarvals á Hellu.

Svipaða sögu er að segja af Jókernum. Enginn var með allar fimm tölurnar réttar en níu hittu hins vegar á fjórar réttar. Hver og einn þeirra hlýtur hundraðþúsund krónur að launum.

Vinningsmiðarnir í Jókernum voru keyptir í Olís Garðabæ, Kjarval á Hvolsvelli og Albínu á Patreksfirði. Þá voru tveir þeirra keyptir á lotto.is, tveir í Daníelsbita í Mosfellsbæ og jafnmargir í Happahúsinu í Kringlunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×