Innlent

Lögreglan byrjar að sekta fyrir akstur á nagladekkjum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Lögbundinn frestur til að taka nagladekkin undan er 15. apríl ár hvert.
Lögbundinn frestur til að taka nagladekkin undan er 15. apríl ár hvert. vísir/róbert

Frá og með þriðjudeginum 17. maí næstkomandi munu lögreglumenn á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu hefja að sekta ökumenn sem aka á bifreiðum með nagladekkjum.

Sektin nemur fimmþúsund krónum fyrir hvern óhæfan eða negldan hjólbarða. Því er nokkuð auðvelt fyrir gleymna ökumenn að næla sér í 20.000 króna sekt á einu bretti.

Lögbundinn frestur til að taka nagladekkin undan bílnum er 15. apríl en sökum tíðarfarsins í síðasta mánuði og upphafi þessa hefur lögreglan ekki hafið að sekta fyrr en nú.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.