Innlent

Lögreglan byrjar að sekta fyrir akstur á nagladekkjum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Lögbundinn frestur til að taka nagladekkin undan er 15. apríl ár hvert.
Lögbundinn frestur til að taka nagladekkin undan er 15. apríl ár hvert. vísir/róbert
Frá og með þriðjudeginum 17. maí næstkomandi munu lögreglumenn á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu hefja að sekta ökumenn sem aka á bifreiðum með nagladekkjum.

Sektin nemur fimmþúsund krónum fyrir hvern óhæfan eða negldan hjólbarða. Því er nokkuð auðvelt fyrir gleymna ökumenn að næla sér í 20.000 króna sekt á einu bretti.

Lögbundinn frestur til að taka nagladekkin undan bílnum er 15. apríl en sökum tíðarfarsins í síðasta mánuði og upphafi þessa hefur lögreglan ekki hafið að sekta fyrr en nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×