Innlent

Sjö í fangageymslum eftir Eurovision-nótt

Bjarki Ármannsson skrifar
Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt.
Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Anton
Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Alls voru sjö manns vistaðir í fangageymslu að því er kemur fram í tilkynningu lögreglu til fjölmiðla.

Meðal þeirra handteknu voru maður sem grunaður var um nytjastuld bifreiðar við Tækniskólann á fimma tímanum og annar sem sagður er hafa verið að valda ónæði í Grafarholti rétt fyrir klukkan fimm.

Þá var maður handtekinn í fjölbýlishúsi í Breiðholti rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi en hann er sagður hafa veist að einum lögreglumanna sem höfðu af honum afskipti vegna tilkynningar um að maðurinn væri ölvaður og með ólæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×