Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður farið yfir upplausnarástandið í Samfylkingunni þar sem fólk tekst á um hverju og eða hverjum það sé að kenna að fylgi flokksins hefur verið í frjálsu falli í um ár.

Við greinum einnig frá áhyggjum Eyglóar Harðardóttur velferðarráðherra á stöðugt minnkandi frjósemi Íslendinga en börnum fæddum á hverja konu hefur fækkað um helming á tæplega sextíu árum.

Þá kíkjum við á níræðan nemanda í bassaleik sem segir áhugan einan skipta máli þegar komi að því að læra eitthvað nýtt. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×