Innlent

Jepplingur hafnaði utan vegar

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Af vettvangi.
Af vettvangi. Vísir/Arnar
Bílslys varð á Snæfellsnesi rétt fyrir þrjú í dag sem endaði með því að hvítur jepplingur hafnaði í skurði utan vegar.

Verið er að vinna að því að ná farþegum út úr bílnum. Slysið varð á Snæfellsvegi við afleggjarann að Heydalsvegi.

Lögreglan á Vesturlandi segir að verið sé að vinna í málinu en neitar að tjá sig um málið að nokkru leyti.

Ekki er ljóst hver tildrög slyssins voru eða hvernig farþegum bílsins heilsast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×