Innlent

Eggjaþjófar handteknir við Bessastaði

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Bessastaðir
Bessastaðir
Lögreglan handtók um hádegisbil í dag fólk sem reyndist hafa verið að tína egg í landi Bessastaða á Álftanesi. Var það stoppað af og flutt á lögreglustöð, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu, en ekki hafa fengist upplýsingar um hver eftirmálin voru.

Þá segir einnig í tilkynningunni að um klukkan hálf fimm hafi verið tilkynnt um rán í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti. Tveir menn hafi rænt þann þriðja auk þess sem þeir hafi gengið í skrokk á honum. Sömuleiðis hafa ekki fengist frekari upplýsingar um þetta mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×