Innlent

Stálu kúlum og kylfum og hentu út í höfn

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Kúlurnar og kylfurnar enduðu í Sandgerðishöfn.
Kúlurnar og kylfurnar enduðu í Sandgerðishöfn. vísir/getty
Lögreglan á Suðurnesjum hafði síðastliðinn föstudag hendur í hári fimm drengja sem gerst höfðu sekir um innbrot, eignaspjöll og þjófnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Drengirnir brutust inn í golfskálann í Leirunni og stálu þaðan kylfum og fimm fötum af golfkúlum. Þaðan lá leiðin til Sandgerðis þar sem þeir slógu kúlurnar út í höfn af bryggjunni. Afgangurinn af þýfinu fylgdi síðar sömu leið.

Sama dag átti sér stað aftanákeyrsla á Reykjanesbraut þegar bifreið á ofsahraða endaði á tjaldvagni. Báðar bifreiðir og tjaldvagn voru fjarlægðar af slysstað með dráttarbifreið. Í ljós kom að ökumaðurinn sem olli slysinu var undir áhrifum kannabis, amfetamíns, kókaíns og ópíumblandaðs efnis.

Þá var lögreglan kölluð út vegna erlends ferðamanns sem velt hafði fjórhjóli við borholuna í Eldvörpum. Kastaðist konan af hjólinu og brotnaði á fæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×