Innlent

Slökktu sinueld í Húsafelli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Allt tiltækt lið slökkviliðs Borgarbyggðar var kallað út vegna eldsins.
Allt tiltækt lið slökkviliðs Borgarbyggðar var kallað út vegna eldsins. vísir/Stefán
Sinueldur kviknaði í Húsafelli eftir hádegi í dag og var allt tiltækt slökkvilið Borgarbyggðar kallað á vettvang. Að sögn Jökuls Fannars Björnssonar, aðstoðarslökkviliðsstjóra, var ekki um mikinn eld að ræða og engin hætta á ferðum.

Slökkviliðið er nú búið að slökkva eldinn og tryggja svæðið og eru bílarnir á leiðinni til baka. Ekki er þörf á að vakta svæðiði að sögn Jökuls til að fylgjast með hvort eldur kvikni á ný þar sem búið sé að slökkva í öllum glóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×