Innlent

Tókst að afstýra stórhættu í Húsafelli

Þórdís Valsdóttir skrifar
Viðstaddir náðu að slökkva eldinn í Húsafelli í gær og slökkviliðið tryggði síðan svæðið.
Viðstaddir náðu að slökkva eldinn í Húsafelli í gær og slökkviliðið tryggði síðan svæðið. Mynd/Einar S. Traustason
Skógareldur brann á um fimmtíu fermetra svæði í Stuttárbotnum í Húsafelli í gær. Um 200 sumarhús eru á svæðinu.

Að sögn Bergþórs Kristleifssonar, staðarhaldara á Húsafelli, var slökkvilið Borgarbyggðar fljótt á svæðið og fljótlega tókst að ráða niðurlögum eldsins.

„Það hjálpaði okkur að það var logn svo þetta fór eins vel og hugsast gat,“ segir Bergþór og bætti við að þetta sé mjög hættulegur tími því mikill þurr gróður er á svæðinu.

Einar Steinþór Traustason, slökkviliðsmaður, segir að fólk á svæðinu hafi verið búið að ná í slöngur og fötur og hélt niðri eldinum áður en slökkviliðið kom á svæðið.

„Það var brugðist hárrétt við á réttu augnabliki. Svo komum við og rennbleyttum þetta og fórum svo heim,“ sagði Einar.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×