Innlent

Framseldur til Finnlands vegna gruns um rán og líkamsárás

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Norræn handtökuskipun var gefin út á hendur manninum.
Norræn handtökuskipun var gefin út á hendur manninum. Vísir/Getty
Hæstiréttur staðfesti í dag ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að fallast á framsal manns sem sakaður er um rán í Finnlandi.

Finnsk yfirvöld kröfðust þess í febrúar á þessu ári að maðurinn yrði afhentur þeim samkvæmt norrænni handtökuskipun. Grundvöllur handtökuskipunarinnar er úrskurður héraðsdóms í Varsinais-Sumoi, sem er finnska heitið yfir Suður-Finnland, en í úrskurðinum var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald að honum fjarstöddum.

Maðurinn er grunaður um rán í félagi við annan mann en þeir eru sakaðir um að hafa ráðist að þriðja manninum, barið og sparkað í hann, slegið hann með hníf í hendi og flösku í höfuð og rænt af honum veski sem í voru 1480 evrur, Nokia farsíma, bíllyklum og því næst ekið bifreið hans á brott. Hinn árásarmaðurinn hefur þegar verið sakfelldur í málinu. Þá er mönnunum gert að sök að hafa „neytt brotaþola til þess að hringja í vin sinn í því skyni að útvega meiri fjármuni sem hafi  átt að afhenda þriðja manni fjármunina og hafi hann síðan átt að afhenda hinum grunuðu fjármunina. Að lokum hafi hann hellt dísel yfir brotaþola og skilið hann eftir bundinn í iðnaðarhúsnæði.“ Samkvæmt dóminum flúði maðurinn ómannúðlegar aðstæður í heimalandi sínu og í framhaldinu hafi hann lent í höndum glæpamanna en verið kærður í Finnlandi fyrir að ráðast á einn þeirra.

Sá sem framseldur verður til Finnlands samkvæmt dóminum samþykkti ekki sjálfviljugur að verða afhentur finnskum yfirvöldum en kannaðist við aðild sína að málinu. Hann kvaðst ekki hafa tekið eins mikinn þátt í átökunum og honum er gefið að sök. Í dóminum segir að hann hafi „einungis lamið brotaþola smávegis.“ Þegar hann var spurður nánar út í málið viðurkenndi hann að hafa sparkað í þolandann og kýlt hann. Maðurinn sagðist hafa verið 14 ára þegar árásin átti sér stað en við nánari athugun kom í ljós að hann var í raun 15 ára og því ekki barn þegar atburðurinn átti sér stað. Af þeim sökum uppfyllti maðurinn ekki skilyrði um að 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×