Innlent

Tvennt á slysadeild eftir árekstur

Vísir/PJetur
Tvennt var flutt á slysadeild Landsspítalans eftir harðan árekstur á Reykjanesbraut við Sprengisand um klukkan tíu í gærkvöldi. Fréttastofu er ekki kunnugt um aðdraganda þessa en hvorugur hinna slösuðu munu hafa meiðst alvarlega.

Töluverð umferð var þegar þetta gerðis og munu einhverjir ökumenn hafa sloppið naumlega við að lenda í vandræðum á vettvangi slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×