Ögmundur segir Davíð geta afsalað sér forsetalaunum Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2016 14:51 Ögmundur Jónasson og Davíð Oddsson. „Ég hefði haldið það,“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, aðspurður hvort Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, geti afsalað sér forsetalaunum líkt og Davíð hefur lofað nái hann kjöri.Kjarninn greindi frá því í fyrr í dag að embættismenn á vegum ríkisins og eru á launaskrá þess, þar með taldir ráðherrar í ríkisstjórn og forseti Íslands, geti ekki afsalað sér launum frá ríkinu og staðfesti Fjársýsla ríkisins það. Ögmundur Jónasson afsalaði sér hins vegar ráðherralaunum þegar hann var heilbrigðisráðherra árið 2009 og svo einnig þegar hann settist í stól innanríkisráðherra árið 2010. Í samtali við Vísi segist Ögmundur ekki hafa mætt neinni andstöðu frá ríkinu þegar hann tók þá ákvörðun. „Ég bara skrifaði undir ósk þar að lútandi og þar með var málið afgreitt,“ segir Ögmundur. Vísir sendi fyrirspurn á Fjársýslu ríkisins og spurði hvort Ögmundi hafi verið þetta heimilt. Í svari frá Fjársýslunni kemur fram að stofnunin geti ekki veitt upplýsingar um málefni einstakra ríkisstarfsmanna. Í svarinu er hins vegar vísað í aðra málsgrein 9. greinar stjórnarskrárinnar en þar segir að ákveða skuli með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forseta vald. Óheimilt skal að lækka greiðslur þessar til forseta kjörtímabilið hans. „Með vísan til þessa skal greiða forseta laun og hann getur því ekki afþakkað laun. Laun eru endurgjald fyrir vinnuframlag og ber vinnuveitanda að inna laun af hendi auk launatengdra gjalda í ýmsa sjóði.“ Tengdar fréttir Eftirlaun Davíðs koma til frádráttar forsetalaunum Davíð Oddsson ætti rétt á rúmum 1.400 þúsund krónum á mánuði, nái hann kjöri. 18. maí 2016 12:15 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
„Ég hefði haldið það,“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, aðspurður hvort Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, geti afsalað sér forsetalaunum líkt og Davíð hefur lofað nái hann kjöri.Kjarninn greindi frá því í fyrr í dag að embættismenn á vegum ríkisins og eru á launaskrá þess, þar með taldir ráðherrar í ríkisstjórn og forseti Íslands, geti ekki afsalað sér launum frá ríkinu og staðfesti Fjársýsla ríkisins það. Ögmundur Jónasson afsalaði sér hins vegar ráðherralaunum þegar hann var heilbrigðisráðherra árið 2009 og svo einnig þegar hann settist í stól innanríkisráðherra árið 2010. Í samtali við Vísi segist Ögmundur ekki hafa mætt neinni andstöðu frá ríkinu þegar hann tók þá ákvörðun. „Ég bara skrifaði undir ósk þar að lútandi og þar með var málið afgreitt,“ segir Ögmundur. Vísir sendi fyrirspurn á Fjársýslu ríkisins og spurði hvort Ögmundi hafi verið þetta heimilt. Í svari frá Fjársýslunni kemur fram að stofnunin geti ekki veitt upplýsingar um málefni einstakra ríkisstarfsmanna. Í svarinu er hins vegar vísað í aðra málsgrein 9. greinar stjórnarskrárinnar en þar segir að ákveða skuli með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forseta vald. Óheimilt skal að lækka greiðslur þessar til forseta kjörtímabilið hans. „Með vísan til þessa skal greiða forseta laun og hann getur því ekki afþakkað laun. Laun eru endurgjald fyrir vinnuframlag og ber vinnuveitanda að inna laun af hendi auk launatengdra gjalda í ýmsa sjóði.“
Tengdar fréttir Eftirlaun Davíðs koma til frádráttar forsetalaunum Davíð Oddsson ætti rétt á rúmum 1.400 þúsund krónum á mánuði, nái hann kjöri. 18. maí 2016 12:15 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Eftirlaun Davíðs koma til frádráttar forsetalaunum Davíð Oddsson ætti rétt á rúmum 1.400 þúsund krónum á mánuði, nái hann kjöri. 18. maí 2016 12:15