Svín í verksmiðjubúskap Guðrún Eygló Guðmundsdóttir skrifar 19. maí 2016 07:00 Í sumar á RÚV voru sýndar myndir af gyltum á básum og það fór allt á hvolf í samfélagsmiðlunum. Fáum hafði dottið í hug þrengslin og hörmungin sem þessar vesalings skepnur búa við. Þeirra veruleiki er að vera útungunarvélar, ekkert annað. Þær fá ekki að þefa af grísunum og þeir fara á spena í gegnum járngrindur. Þannig grindur eru ólöglegar í Svíþjóð og Bretlandi frá 2013 og í ESB fyrir utan fyrstu fjórar vikur meðgöngunnar. Ekkert svínabú á Íslandi uppfyllti kröfur um bættan aðbúnað gylta árið 2014 samkvæmt skýrslu Matvælastofnunar. Í reglugerð um velferð dýra frá 1.1. 2014 er bannað að hafa gyltur á básum nema á fengitíma og í kringum got en svínabændur fá samt allt að 10 ára aðlögunartíma! Ótrúlegt! En þrátt fyrir alla umræðuna, öll stóru orðin sem féllu þá var metsala í sölu svínakjöts í október. Við hefðum átt að bindast samtökum og kaupa ekki svínakjöt nema aðbúnaðurinn verði bættur og krefjast upprunamerkingar svo hægt verði að sniðganga afurðir þeirra framleiðenda sem fara illa með dýrin sín. Þetta er bara smáinnlegg í baráttuna um velferð dýra. En það er af nægu að taka, t.d. geldingu grísa án deyfingar, halaklippingar, o.m.m.fl. En það eru samt til bændabýli þar sem gylturnar hafa meira rými og geta aðeins hreyft sig. Ég skora á þá bændur að láta í sér heyra og hvort það sé hægt að versla við þá beint frá býli. Fyrir þá sem vilja fræðast meira er hægt að fara inn á www.velbu.is, það eru samtök sem berjast fyrir velferð dýra í búskap.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í sumar á RÚV voru sýndar myndir af gyltum á básum og það fór allt á hvolf í samfélagsmiðlunum. Fáum hafði dottið í hug þrengslin og hörmungin sem þessar vesalings skepnur búa við. Þeirra veruleiki er að vera útungunarvélar, ekkert annað. Þær fá ekki að þefa af grísunum og þeir fara á spena í gegnum járngrindur. Þannig grindur eru ólöglegar í Svíþjóð og Bretlandi frá 2013 og í ESB fyrir utan fyrstu fjórar vikur meðgöngunnar. Ekkert svínabú á Íslandi uppfyllti kröfur um bættan aðbúnað gylta árið 2014 samkvæmt skýrslu Matvælastofnunar. Í reglugerð um velferð dýra frá 1.1. 2014 er bannað að hafa gyltur á básum nema á fengitíma og í kringum got en svínabændur fá samt allt að 10 ára aðlögunartíma! Ótrúlegt! En þrátt fyrir alla umræðuna, öll stóru orðin sem féllu þá var metsala í sölu svínakjöts í október. Við hefðum átt að bindast samtökum og kaupa ekki svínakjöt nema aðbúnaðurinn verði bættur og krefjast upprunamerkingar svo hægt verði að sniðganga afurðir þeirra framleiðenda sem fara illa með dýrin sín. Þetta er bara smáinnlegg í baráttuna um velferð dýra. En það er af nægu að taka, t.d. geldingu grísa án deyfingar, halaklippingar, o.m.m.fl. En það eru samt til bændabýli þar sem gylturnar hafa meira rými og geta aðeins hreyft sig. Ég skora á þá bændur að láta í sér heyra og hvort það sé hægt að versla við þá beint frá býli. Fyrir þá sem vilja fræðast meira er hægt að fara inn á www.velbu.is, það eru samtök sem berjast fyrir velferð dýra í búskap.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar