Aldrei fleiri konur kosnar á þing í Íran stefán rafn sigurbjörnsson skrifar 2. maí 2016 07:00 Kosningar í Íran fóru fram á föstudag. Fréttablaðið/EPA Umbótasinnaðir flokkar, hliðhollir Rouhani Íransforseta, unnu stórsigur í írönsku þingkosningunum sem fóru fram á föstudaginn. Úrslit voru tilkynnt um helgina. Listi vonar, bandalag umbótaflokka, fékk 41,7 prósent atkvæða og 121 þingsæti í 290 sæta löggjafasamkundunni. Bandalag sjíta-íslamskra íhaldsflokka galt afhroð í kosningunum og fékk 28,2 prósent atkvæða og 83 þingmenn. Einstaklingsframboð og smærri flokkar fengu 84 þingsæti.Listi umbótasinna fór með sigur af hólmi í kosningunum.Um var að ræða aðra umferð kosninga en samkvæmt lögum í Íran þurfa frambjóðendur að ná minnst 25 prósentum atkvæða í hverju kjördæmi fyrir sig til að hljóta kjör. Umbótasinnar náðu ekki hreinum meirihluta en eru nægilega sterkir til að koma löggjöf í gegn um þingið með samstarfi við smærri stjórnmálaflokka. Það vekur einnig athygli að aldrei hafa jafn margar konur verið kosnar á þingið en sautján konur voru kosnar. Þrátt fyrir að sautján sé ekki mikill fjöldi á 290 manna samkundunni eru þetta mikil tíðindi í Íran.Þá hafa aldrei jafn fáir klerkar verið kosnir á þingið. Frá byltingunni í Íran 1979 hefur klerkastéttin verið afar áhrifamikil. Eftir byltinguna voru 164 klerkar kosnir en nú 16. Niðurstöðurnar þykja afar góð tíðindi fyrir Rouhani Íransforseta og eru túlkuð sem velvilji almennings gagnvart kjarnorkusamkomulaginu sem Íranar undirrituðu fyrr á árinu. Talið er að Rouhani muni eftir kosningarnar leggja fram röð frumvarpa sem er ætlað að bæta mannréttindi í Íran og réttarfar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. maí. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Umbótasinnaðir flokkar, hliðhollir Rouhani Íransforseta, unnu stórsigur í írönsku þingkosningunum sem fóru fram á föstudaginn. Úrslit voru tilkynnt um helgina. Listi vonar, bandalag umbótaflokka, fékk 41,7 prósent atkvæða og 121 þingsæti í 290 sæta löggjafasamkundunni. Bandalag sjíta-íslamskra íhaldsflokka galt afhroð í kosningunum og fékk 28,2 prósent atkvæða og 83 þingmenn. Einstaklingsframboð og smærri flokkar fengu 84 þingsæti.Listi umbótasinna fór með sigur af hólmi í kosningunum.Um var að ræða aðra umferð kosninga en samkvæmt lögum í Íran þurfa frambjóðendur að ná minnst 25 prósentum atkvæða í hverju kjördæmi fyrir sig til að hljóta kjör. Umbótasinnar náðu ekki hreinum meirihluta en eru nægilega sterkir til að koma löggjöf í gegn um þingið með samstarfi við smærri stjórnmálaflokka. Það vekur einnig athygli að aldrei hafa jafn margar konur verið kosnar á þingið en sautján konur voru kosnar. Þrátt fyrir að sautján sé ekki mikill fjöldi á 290 manna samkundunni eru þetta mikil tíðindi í Íran.Þá hafa aldrei jafn fáir klerkar verið kosnir á þingið. Frá byltingunni í Íran 1979 hefur klerkastéttin verið afar áhrifamikil. Eftir byltinguna voru 164 klerkar kosnir en nú 16. Niðurstöðurnar þykja afar góð tíðindi fyrir Rouhani Íransforseta og eru túlkuð sem velvilji almennings gagnvart kjarnorkusamkomulaginu sem Íranar undirrituðu fyrr á árinu. Talið er að Rouhani muni eftir kosningarnar leggja fram röð frumvarpa sem er ætlað að bæta mannréttindi í Íran og réttarfar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira