Kyrking og eyðing í Mývatnssveit Ómar Þ. Ragnarsson skrifar 4. maí 2016 07:00 SOS, þetta er neyðarkall. Það stendur yfir kyrking einstæðs og heimsfrægs lífríkis Mývatns og hún er komin vel á veg. Og það er stórfelld virkjanasókn með tilheyrandi umhverfis- og náttúruspjöllum austan og norðan vatnsins á teikniborðunum. Kyrking er oft hljóðlát. Þessi kyrking hefur líka verið hljóðlát en markviss í áratugi. Aðra niðurstöðu er erfitt að draga af skelfilegri hnignun einstæðs lífríkis vatnsins, þótt þetta líflát hafi fengið að viðgangast vegna þess að kröfunni um að náttúran sé látin njóta vafans hefur í bráðum hálfa öld verið snúið við. Sótt hefur verið að vatninu og nágrenni þess úr þremur áttum. Fyrst með Kísiliðjunni og séð fyrir framgangi hennar með því að gera það ævinlega að stórfrétt dagsins, þegar minnstu merki hefur mátt sjá um að starfsemi hennar gæti lagst niður, hrópað úlfur! úlfur! – mannlíf og byggð í Mývatnssveit í hættu! Síðan var Kísiliðjan lögð niður af markaðsástæðum, úlfurinn kom aldrei og það þótti ekki nein frétt. En í stað Kísiliðjunnar komu aðfarir að þessari heimsperlu úr tveimur áttum. Ferðamannasprenging og virkjanaæði. Annars vegar margfaldur ferðamannastraumur og umsvif við vatnið án þess að séð verði að neitt hafi verið gert til að verja lífríki þess. Hver hefur bent á annan. Allir uppteknir við að græða án þess að neinu sé kostað til varnaraðgerða gegn umhverfisáhrifum. Hins vegar ekki minni aðför að lífríki og einstæðri jarðfræðilegri náttúru Mývatnssveitar í formi áforma um 90 megavatta jarðvarmaorkuvers rétt austan við austurbakka vatnsins og stórfellda stækkun Kröfluvirkjunar með sókn virkjana inn á Leirhnjúks-Gjástykkissvæðið. Það er svæði sem á engan sinn líka á jörðinni, heldur ekki hér á landi. Mat á umhverfisáhrifum þessara virkjana, sem búið er að gera fyrir Landsvirkjun, er hræðilegra en tárum taki vegna þess hvernig að verki er staðið. Já, þetta er Ísland í dag: „Fólk dreymir um fé og frama / í ferlegu umhverfisdrama / með eyðingu og aðför / við alvaldsins fótskör / og öllum er andskotans sama.“ SOS – þetta er neyðarkall. Svipað neyðarkall var sent í grein í Fréttablaðinu fyrir fjórum árum. Heyrir enginn? Hlustar enginn? Á þetta að vera svona áfram?Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
SOS, þetta er neyðarkall. Það stendur yfir kyrking einstæðs og heimsfrægs lífríkis Mývatns og hún er komin vel á veg. Og það er stórfelld virkjanasókn með tilheyrandi umhverfis- og náttúruspjöllum austan og norðan vatnsins á teikniborðunum. Kyrking er oft hljóðlát. Þessi kyrking hefur líka verið hljóðlát en markviss í áratugi. Aðra niðurstöðu er erfitt að draga af skelfilegri hnignun einstæðs lífríkis vatnsins, þótt þetta líflát hafi fengið að viðgangast vegna þess að kröfunni um að náttúran sé látin njóta vafans hefur í bráðum hálfa öld verið snúið við. Sótt hefur verið að vatninu og nágrenni þess úr þremur áttum. Fyrst með Kísiliðjunni og séð fyrir framgangi hennar með því að gera það ævinlega að stórfrétt dagsins, þegar minnstu merki hefur mátt sjá um að starfsemi hennar gæti lagst niður, hrópað úlfur! úlfur! – mannlíf og byggð í Mývatnssveit í hættu! Síðan var Kísiliðjan lögð niður af markaðsástæðum, úlfurinn kom aldrei og það þótti ekki nein frétt. En í stað Kísiliðjunnar komu aðfarir að þessari heimsperlu úr tveimur áttum. Ferðamannasprenging og virkjanaæði. Annars vegar margfaldur ferðamannastraumur og umsvif við vatnið án þess að séð verði að neitt hafi verið gert til að verja lífríki þess. Hver hefur bent á annan. Allir uppteknir við að græða án þess að neinu sé kostað til varnaraðgerða gegn umhverfisáhrifum. Hins vegar ekki minni aðför að lífríki og einstæðri jarðfræðilegri náttúru Mývatnssveitar í formi áforma um 90 megavatta jarðvarmaorkuvers rétt austan við austurbakka vatnsins og stórfellda stækkun Kröfluvirkjunar með sókn virkjana inn á Leirhnjúks-Gjástykkissvæðið. Það er svæði sem á engan sinn líka á jörðinni, heldur ekki hér á landi. Mat á umhverfisáhrifum þessara virkjana, sem búið er að gera fyrir Landsvirkjun, er hræðilegra en tárum taki vegna þess hvernig að verki er staðið. Já, þetta er Ísland í dag: „Fólk dreymir um fé og frama / í ferlegu umhverfisdrama / með eyðingu og aðför / við alvaldsins fótskör / og öllum er andskotans sama.“ SOS – þetta er neyðarkall. Svipað neyðarkall var sent í grein í Fréttablaðinu fyrir fjórum árum. Heyrir enginn? Hlustar enginn? Á þetta að vera svona áfram?Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4. maí.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar