True North eltir Matt Damon til Noregs ingvar haraldsson skrifar 4. maí 2016 10:45 Leifur segir boðaða hækkun á endurgreiðslum vegna kvikmyndagerðar hér á landi þegar farna að hafa áhrif. Auk rekstursins hér fer fyrirtæki hans í samstarf við kvikmyndaframleiðandann Per Henry Borch í Noregi. Fréttablaðið/stefán True North hyggst hefja starfsemi í Noregi á næstu misserum. Fyrirtækið hefur stofnað félag í Noregi undir nafninu True North Norway. Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður True North, segir að bandaríska kvikmyndaverið Paramount og aðilar í Noregi hafi sett sig í samband við True North um að taka upp kvikmyndina Downsizing undir leikstjórn Alexanders Payne þar í landi. Leifur segir tökur hefjast í ágúst en meðal leikara í myndinni verða Matt Damon, Kristen Wiig, Christoph Waltz, Neil Patrick Harris, Alec Baldwin og Jason Sudeikis. „Í framhaldinu af því ákváðum við að slá til og bjóða upp á okkar þekkingu í Noregi,“ segir Leifur. „Okkur finnst Noregur bjóða upp á þá aukavídd sem Ísland hefur kannski ekki. Þessa djúpu löngu firði, skóglendi og fallegt vegakerfi. Flutningakerfið þarna er mjög sterkt þótt þetta sé stórt landi,“ segir hann.Matt Damon„Við erum með áunna sérþekkingu í þessu og ætlum að nýta hana til þess að efla tengslin við Noreg.“ Leifur segir fyrirtækið í samstarfi við Per Henry Borch í Noregi, reynslumikinn kvikmyndaframleiðanda sem hafi tekið þátt í framleiðslu fjölda norskra mynda. „Það eru verkefni í skoðun núna sem eru jafnvel bæði með Noreg og Ísland inni.“ Leifur segir tækifærin í Noregi koma til nú þar sem landið bjóði upp á 25 prósent endurgreiðslur af kostnaði við kvikmyndagerð í landinu. Frumvarp um sömu endurgreiðslu hér á landi, 25 prósent, hefur verið lagt fram af iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi. Endurgreiðslurnar á Íslandi í dag eru 20 prósent. „Ég held að með þessari væntanlegu hækkun í 25 prósent tökum við aftur við forystunni þar. Noregur er dýrt land og það þurfa að vera sérstakar ástæður fyrir því að farið sé þangað að mynda.“ Leifur segir True North þegar finna fyrir því að áhuginn á að taka upp erlendar kvikmyndir á Íslandi á næsta ári hafi aukist, samhliða væntri hækkun endurgreiðslna. Þar á meðal sé kvikmyndaverið Paramount sem True North mun vinna með í Noregi. Paramount átti í deilum við íslensk stjórnvöld vegna endurgreiðslna af kvikmyndinni Noah sem tekin var upp hér á landi 2012. „Það er synd að þetta skyldi tefjast í þennan tíma,“ segir Leifur. Málið hafi endað með fullnaðarsigri Paramount, sem hafi fengið allt það fé endurgreitt sem farið hafi verið fram á. Á meðan á deilunum stóð hafi þeir hins vegar ekki viljað taka upp kvikmyndir hér á landi en það hafi nú breyst. Alþingi Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
True North hyggst hefja starfsemi í Noregi á næstu misserum. Fyrirtækið hefur stofnað félag í Noregi undir nafninu True North Norway. Leifur B. Dagfinnsson, stjórnarformaður True North, segir að bandaríska kvikmyndaverið Paramount og aðilar í Noregi hafi sett sig í samband við True North um að taka upp kvikmyndina Downsizing undir leikstjórn Alexanders Payne þar í landi. Leifur segir tökur hefjast í ágúst en meðal leikara í myndinni verða Matt Damon, Kristen Wiig, Christoph Waltz, Neil Patrick Harris, Alec Baldwin og Jason Sudeikis. „Í framhaldinu af því ákváðum við að slá til og bjóða upp á okkar þekkingu í Noregi,“ segir Leifur. „Okkur finnst Noregur bjóða upp á þá aukavídd sem Ísland hefur kannski ekki. Þessa djúpu löngu firði, skóglendi og fallegt vegakerfi. Flutningakerfið þarna er mjög sterkt þótt þetta sé stórt landi,“ segir hann.Matt Damon„Við erum með áunna sérþekkingu í þessu og ætlum að nýta hana til þess að efla tengslin við Noreg.“ Leifur segir fyrirtækið í samstarfi við Per Henry Borch í Noregi, reynslumikinn kvikmyndaframleiðanda sem hafi tekið þátt í framleiðslu fjölda norskra mynda. „Það eru verkefni í skoðun núna sem eru jafnvel bæði með Noreg og Ísland inni.“ Leifur segir tækifærin í Noregi koma til nú þar sem landið bjóði upp á 25 prósent endurgreiðslur af kostnaði við kvikmyndagerð í landinu. Frumvarp um sömu endurgreiðslu hér á landi, 25 prósent, hefur verið lagt fram af iðnaðar- og viðskiptaráðherra á Alþingi. Endurgreiðslurnar á Íslandi í dag eru 20 prósent. „Ég held að með þessari væntanlegu hækkun í 25 prósent tökum við aftur við forystunni þar. Noregur er dýrt land og það þurfa að vera sérstakar ástæður fyrir því að farið sé þangað að mynda.“ Leifur segir True North þegar finna fyrir því að áhuginn á að taka upp erlendar kvikmyndir á Íslandi á næsta ári hafi aukist, samhliða væntri hækkun endurgreiðslna. Þar á meðal sé kvikmyndaverið Paramount sem True North mun vinna með í Noregi. Paramount átti í deilum við íslensk stjórnvöld vegna endurgreiðslna af kvikmyndinni Noah sem tekin var upp hér á landi 2012. „Það er synd að þetta skyldi tefjast í þennan tíma,“ segir Leifur. Málið hafi endað með fullnaðarsigri Paramount, sem hafi fengið allt það fé endurgreitt sem farið hafi verið fram á. Á meðan á deilunum stóð hafi þeir hins vegar ekki viljað taka upp kvikmyndir hér á landi en það hafi nú breyst.
Alþingi Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira