Formúla 1

Hamilton vill ekki sjá samsæriskenningar

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Lewis Hamilton vill ekki heyra samsæriskenningar.
Lewis Hamilton vill ekki heyra samsæriskenningar. Vísir/Getty
Lewis Hamilton hefur óskað eftir því við aðdáendur sína að þeir hætti samsæriskenningum um að Mercedes liðið sé að hjálpa Nico Rosberg.

Einhverjir fylgjendur Mercedes liðsins hafa sett fram kenningar um að Mercedes liðið sé viljandi að koma í veg fyrir að Hamilton nái í stig. Liðsstjóri Mercedes, Toto Wolff kallaði þá sem trúa á slíkar samsæriskenningar „brjálæðinga“.

Mercedes sendi frá sér opið bréf til aðdáenda sinna. Liðið vildi fullvissa aðdáendur sína um að allt væri gert til að tryggja ökumönnum liðsins jöfn tækifæri til að berjast á brautinni. Hamilton hefur nú gert hið sama og óskað eftir því að aðdáendur hans sýni liðinu virðingu.

„Ég vil að þið vitið hversu þakklátur ég er fyrir stuðning ykkar. Ég vil biðja ykkur um að treysta liðinu mínu, eins og ég geri. Þetta er fjölskyldan mín. Þetta eru aðilarnir sem hafa verið bestir og unnið hörðum höndum fyrir mig, þau eru ástæða þess að ég er þrefaldur heimsmeistari.

Vinsamlegast ekki halda áfram að halda því fram að liðið mitt sé ekki sanngjarnt gagnvart mér, og sýnið því skilning að það myndi enginn græða neitt á því að gera neitt þessu líkt.

Ég treysti þessu fólki 1000% og vélvirkjarnir mínir eru ótrúlegir, þeir eru bestir í bransanum. Ég virði þá og vol að þið gerið það líka. Þetta eru þeir sem munu gera mér kleift að vinna heimsmeistaratitilinn,“ sagði Hamilton í yfirýsingu vegna samsæriskenninga sem hafa verið á sveimi.


Tengdar fréttir

Lewis Hamilton fær fimm sæta refsingu

Heimsmeistarinn ökumanna í Formúlu 1, Lewis Hamilton verður færður aftur um fimm sæti á ráslínunni í Kína eftir tímatökuna um helgina. Ástæðan er sú að Hamilton þarf nýjan gírkassa.

Wolff er gapandi yfir þroska Hamilton

Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes liðsins í Formúlu 1 segir að Lewis Hamilton hafi þroskast gríðarlega mikið síðan hann kom til liðsins.

Bílskúrinn: Rosberg einmana í Rússlandi

Nico Rosberg á Mercedes vann sjöttu keppnina í röð í Rússlandi á sunnudag. Hvað var að frétta hjá Lewis Hamilton, hvað var Daniil Kvyat að spá?

Nico Rosberg á ráspól og Lewis Hamilton enn óheppinn

Nico Rosberg á Mercedes verður á ráspól á morgun í rússneska Formúlu 1 kappakstrinum. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari en ræsir sjöundi. Valtteri Bottas á Williams varð þriðji en ræsir annar og Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði en ræsir þriðji.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×