Handbolti

Guðjón Valur bikarmeistari á Spáni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson
Guðjón Valur Sigurðsson Vísir/EPA
Guðjón Valur Sigurðsson varð í dag bikarmeistari á Spáni með félagsliði sínu Barcelona. Þetta er þriðja árið í röð sem Barca verður bikarmeistari en liðið vann Anaitasuna, 33-30, í úrslitaleiknum.

Staðan í hálfleik var 16-14 fyrir Barcelona og var leikurinn nokkuð spennandi til loka.

Fyrirliði íslenska landsliðsins var góður í leiknum og skoraði fimm mörk í leiknum. Þetta er í tuttugasta skipti sem Barcelona verður bikarmeistari á Spáni.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×