Mannréttindi, börn og betra samfélag Páll Valur Björnsson skrifar 30. apríl 2016 07:00 Þann 15. mars síðastliðinn var samþykkt þingsályktunartillaga mín og annarra talsmanna barna á Alþingi um að fela innanríkisráðherra í samráði við mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér fyrir því að 20. nóvember, dagurinn sem barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur, verði ár hvert helgaður fræðslu um mannréttindi barna í skólum landsins. Þetta markar vonandi tímamót í fræðslu barna um réttindi þeirra og skyldur. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn hefur að geyma ýmis grundvallarréttindi og tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun.Réttindaskólar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Íslandi er að hrinda í framkvæmd afar áhugaverðu verkefni sem þau kalla Réttindaskóla. Þetta tilraunaverkefni fer af stað hér á landi í haust með þremur skólum, tveimur frístundaheimilum og einni félagsmiðstöð. Þetta er vinnulíkan sem hefur verið framkvæmt með frábærum árangri í Bretlandi, Kanada og fleiri löndum en það leiðbeinir skólum og frístundaheimilum við að innleiða Barnasáttmálann á einfaldan hátt. Öll börn og starfsfólk fá ítarlega fræðslu um réttindi barna - og réttindin eru síðan samofin öllu starfi. Skólar sem vinna eftir þessu fá síðan viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi fyrir að vera réttindaskólar. Þetta er vonandi aðeins byrjunin á enn frekari innleiðingu á innihaldi barnasáttmálans í íslenskt samfélag og þess að innan fárra ára verði allt skólastarf samofið þessum gríðarlega mikilvæga mannréttindasamningi. Eins og öllum er kunnugt er eitt af meginhlutverkum grunnskólans í samvinnu við heimilin að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun.Hvað ungur nemur, gamall temur Mannréttindi og lýðræði eru samofin og órjúfanleg. Samfélag sem ekki tryggir fólki full réttindi og raunveruleg tækifæri til að fá áreiðalegar upplýsingar, mynda sér skoðanir og tjá þær, stofna félög og koma saman, án ótta við óeðlileg afskipti sjórnvalda, hnýsni þeirra og jafnvel aðfinnslur, þrýsting og ógnanir í orði eða verki er ekki lýðræðissamfélag. Í slíku samfélagi verður lýðræðið orðin tóm. Formlegur réttur í orði en holur að innan og án nokkurs rauverulegs innihalds. Það er því gríðarlega mikilvægt að börnin okkar sem landið erfa og munu móta framtíð samfélagsins skilji þetta og mikilvægi þess að þau virði og standi saman vörð um þessi mannréttindi allra annarra og sjálfs sín. Og hér á það svo sannarlega við að hvað ungur nemur, gamall temur. Til að tryggja þetta enn betur hef ég einnig lagt fram frumvarp um að lögum um grunnskóla verði breytt þannig að þar verði kveðið á um að þeir skuli stuðla að skilningi nemenda á mannréttindum auk þess að „stuðla að víðsýni hjá nemendum og efla færni þeirra í íslensku máli, skilning þeirra á íslensku samfélagi, sögu þess og sérkennum, högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn”, eins og þar segir nú og allt er það einnig mjög mikilvægt. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefnd og er það von mín og trú að það muni fá framgang þar og á þingi.Samfélag góðra gilda Það er að mínum dómi gríðarlega mikilvægt að við leggjum enn frekari áherslu á samfélagsábyrgð og skilning á lýðræði og virðingu fyrir því í starfi grunnskólanna. Skólakerfið allt frá leikskólastiginu og upp til háskólastigsins eru lykilstofnanir í því að búa börn og ungmenni undir framtíðina og það hvernig við byggjum upp samfélag sem setur almannahag í forgrunn. Enda viljum við að menntun hvers manns sá metin eftir því hversu hæfur hann er til að lifa og starfa í mannlegu samfélagi, lifa og starfa þannig að líf hans verði með hverjum degi meira virði fyrir sjálfan hann og aðra. Það samfélag sem ræktar heiðarleika, kærleika, réttlæti og ábyrgð ásamt hófsemd og auðmýkt og virðir mannréttindi og setur málefni barna sinna í forgang lendir ekki í hruni eða öðrum slíkum ógöngum. Það samfélag setur bönd á græðgina, hafnar hrokanum og metur heiðarleika og ábyrgð miklu meira en munað og auð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Sjá meira
Þann 15. mars síðastliðinn var samþykkt þingsályktunartillaga mín og annarra talsmanna barna á Alþingi um að fela innanríkisráðherra í samráði við mennta- og menningarmálaráðherra að beita sér fyrir því að 20. nóvember, dagurinn sem barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur, verði ár hvert helgaður fræðslu um mannréttindi barna í skólum landsins. Þetta markar vonandi tímamót í fræðslu barna um réttindi þeirra og skyldur. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna. Sáttmálinn hefur að geyma ýmis grundvallarréttindi og tryggir öllum börnum upp að 18 ára aldri sérstaka vernd og umönnun.Réttindaskólar Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, á Íslandi er að hrinda í framkvæmd afar áhugaverðu verkefni sem þau kalla Réttindaskóla. Þetta tilraunaverkefni fer af stað hér á landi í haust með þremur skólum, tveimur frístundaheimilum og einni félagsmiðstöð. Þetta er vinnulíkan sem hefur verið framkvæmt með frábærum árangri í Bretlandi, Kanada og fleiri löndum en það leiðbeinir skólum og frístundaheimilum við að innleiða Barnasáttmálann á einfaldan hátt. Öll börn og starfsfólk fá ítarlega fræðslu um réttindi barna - og réttindin eru síðan samofin öllu starfi. Skólar sem vinna eftir þessu fá síðan viðurkenningu frá UNICEF á Íslandi fyrir að vera réttindaskólar. Þetta er vonandi aðeins byrjunin á enn frekari innleiðingu á innihaldi barnasáttmálans í íslenskt samfélag og þess að innan fárra ára verði allt skólastarf samofið þessum gríðarlega mikilvæga mannréttindasamningi. Eins og öllum er kunnugt er eitt af meginhlutverkum grunnskólans í samvinnu við heimilin að stuðla að alhliða þroska allra nemenda og þátttöku þeirra í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun.Hvað ungur nemur, gamall temur Mannréttindi og lýðræði eru samofin og órjúfanleg. Samfélag sem ekki tryggir fólki full réttindi og raunveruleg tækifæri til að fá áreiðalegar upplýsingar, mynda sér skoðanir og tjá þær, stofna félög og koma saman, án ótta við óeðlileg afskipti sjórnvalda, hnýsni þeirra og jafnvel aðfinnslur, þrýsting og ógnanir í orði eða verki er ekki lýðræðissamfélag. Í slíku samfélagi verður lýðræðið orðin tóm. Formlegur réttur í orði en holur að innan og án nokkurs rauverulegs innihalds. Það er því gríðarlega mikilvægt að börnin okkar sem landið erfa og munu móta framtíð samfélagsins skilji þetta og mikilvægi þess að þau virði og standi saman vörð um þessi mannréttindi allra annarra og sjálfs sín. Og hér á það svo sannarlega við að hvað ungur nemur, gamall temur. Til að tryggja þetta enn betur hef ég einnig lagt fram frumvarp um að lögum um grunnskóla verði breytt þannig að þar verði kveðið á um að þeir skuli stuðla að skilningi nemenda á mannréttindum auk þess að „stuðla að víðsýni hjá nemendum og efla færni þeirra í íslensku máli, skilning þeirra á íslensku samfélagi, sögu þess og sérkennum, högum fólks og á skyldum einstaklingsins við samfélagið, umhverfið og umheiminn”, eins og þar segir nú og allt er það einnig mjög mikilvægt. Frumvarpið er nú til meðferðar hjá allsherjar- og menntamálanefnd og er það von mín og trú að það muni fá framgang þar og á þingi.Samfélag góðra gilda Það er að mínum dómi gríðarlega mikilvægt að við leggjum enn frekari áherslu á samfélagsábyrgð og skilning á lýðræði og virðingu fyrir því í starfi grunnskólanna. Skólakerfið allt frá leikskólastiginu og upp til háskólastigsins eru lykilstofnanir í því að búa börn og ungmenni undir framtíðina og það hvernig við byggjum upp samfélag sem setur almannahag í forgrunn. Enda viljum við að menntun hvers manns sá metin eftir því hversu hæfur hann er til að lifa og starfa í mannlegu samfélagi, lifa og starfa þannig að líf hans verði með hverjum degi meira virði fyrir sjálfan hann og aðra. Það samfélag sem ræktar heiðarleika, kærleika, réttlæti og ábyrgð ásamt hófsemd og auðmýkt og virðir mannréttindi og setur málefni barna sinna í forgang lendir ekki í hruni eða öðrum slíkum ógöngum. Það samfélag setur bönd á græðgina, hafnar hrokanum og metur heiðarleika og ábyrgð miklu meira en munað og auð.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun