Ísraelar sjá ekki Palestínu Guðsteinn Bjarnason skrifar 30. apríl 2016 07:00 Miko Peled lýsir reynslu sinni í bókinni Sonur herforingja – ferðalag Ísraelsmanna um Palestínu. Fréttablaðið/Anton brink „Ísraelar vita ekki að Palestína er til,“ segir ísraelski friðarsinninn Miko Peled. „Þeir vita ekki að hvar sem maður er staddur í Ísrael þá er aðeins tíu mínútna akstur til Palestínu. Þeir vita ekki að einu sinni var þetta land allt Palestína. Þeir vita ekki að Palestínumenn eru til.“ Miko Peled er sonur ísraelsks herforingja, sem hét Matti Peled. Hann þakkar föður sínum fyrir að hafa kynnt menningu og tilveru Palestínumanna fyrir sér. „Ég ólst upp á heimili þar sem þjóðrækni og síonismi voru í hávegum höfð, með öllum þeim goðsögnum um sköpun Ísraelsríkis sem því fylgja. Faðir minn var einn af herforingjunum í stríðinu 1967 og þekktur sem slíkur. En svo strax á fyrsta fundi ísraelska herráðsins eftir stríðið, þá stóð hann upp og sagði að við þyrftum að semja um frið við Palestínumenn.“ Á heimilinu talaði faðir hans hiklaust um Palestínumenn þegar fólk þorði ekki að taka sér þetta orð í munn. „Við kölluðum þá hryðjuverkamenn, við kölluðum þá araba, við heyrðum aldrei þetta orð. En heima var faðir minn að tala um Palestínumenn og um PLO, Frelsishreyfingu Palestínumanna, sem var eins og að tala um sjálfan djöfulinn.“ Peled segir föður sinn hafa trúað á tveggja ríkja lausnina, þannig að Palestínumenn fengju Vesturbakkann og Gasasvæðið með takmörkuðum réttindum. Sjálfur telur hann tveggja ríkja lausnina vera blindgötu. „Þetta er eitt ríki og verður það. Eina spurningin er hvort þetta verður aðskilnaðarríki með sérréttindi handa mér á kostnað Palestínumanna, eða á þetta að vera ríki þar sem borin er virðing fyrir réttindum allra íbúa? Við erum nýlenduherrarnir, rétt eins og hvíta fólkið í Suður-Afríku. Þannig er raunveruleikinn.“ Hann gerir sér litlar vonir um að þetta breytist á næstunni. „Rasistasamfélög breytast ekki af fúsum og frjálsum vilja. Hvíta fólkið í Suður-Afríku lét af aðskilnaðarstefnunni vegna þess að það átti ekkert val, ekki vegna þess að það ákvað allt í einu að koma vel fram. Og það er held ég það sem þarf að gerast í Ísrael. Það þarf að sniðganga vörur, það þarf að samþykkja refsiaðgerðir og einangra Ísrael rétt eins og gert var við Suður-Afríku alveg þangað til ísraelskt samfélag áttar sig á því að það á engan annan kost en að leyfa raunverulegu lýðræði að verða að veruleika og virða réttindi Palestínumanna.“ Hvað með þann ótta við hryðjuverk sem Ísraelar segjast búa við alla daga? „Í fyrsta lagi er sá ótti ekki réttmætur. Og í öðru lagi þá er ekki við öðru en að búast en að þar sem kúgun er þar sé andspyrna. Það er ekki hægt að kenna andspyrnunni um, segja hana vandamálið, því það væri engin andspyrna ef ekki væri fyrir hernámið og kúgunina.“ Hann er spurður hvað þurfi til að opna augu Ísraela. „Það þarf að berja þá í hausinn. Þeir líta á alla andstöðu sem framlengingu á gyðingahatri. Þeir sjá ekki að þeir sjálfir geri nokkru sinni neitt rangt. Það eina sem hægt er að gera er að berja þá í hausinn svo þeir vakni og sjái að heimurinn hefur breyst, rétt eins og hvíta fólkið í Suður-Afríku. Dag nokkurn vöknuðu hinir hvítu íbúar Suður-Afríku og sáu að Nelson Mandela var orðinn forseti þeirra. Það var allt og sumt. Þetta þarf að gerast í Palestínu líka.“Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 30. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
„Ísraelar vita ekki að Palestína er til,“ segir ísraelski friðarsinninn Miko Peled. „Þeir vita ekki að hvar sem maður er staddur í Ísrael þá er aðeins tíu mínútna akstur til Palestínu. Þeir vita ekki að einu sinni var þetta land allt Palestína. Þeir vita ekki að Palestínumenn eru til.“ Miko Peled er sonur ísraelsks herforingja, sem hét Matti Peled. Hann þakkar föður sínum fyrir að hafa kynnt menningu og tilveru Palestínumanna fyrir sér. „Ég ólst upp á heimili þar sem þjóðrækni og síonismi voru í hávegum höfð, með öllum þeim goðsögnum um sköpun Ísraelsríkis sem því fylgja. Faðir minn var einn af herforingjunum í stríðinu 1967 og þekktur sem slíkur. En svo strax á fyrsta fundi ísraelska herráðsins eftir stríðið, þá stóð hann upp og sagði að við þyrftum að semja um frið við Palestínumenn.“ Á heimilinu talaði faðir hans hiklaust um Palestínumenn þegar fólk þorði ekki að taka sér þetta orð í munn. „Við kölluðum þá hryðjuverkamenn, við kölluðum þá araba, við heyrðum aldrei þetta orð. En heima var faðir minn að tala um Palestínumenn og um PLO, Frelsishreyfingu Palestínumanna, sem var eins og að tala um sjálfan djöfulinn.“ Peled segir föður sinn hafa trúað á tveggja ríkja lausnina, þannig að Palestínumenn fengju Vesturbakkann og Gasasvæðið með takmörkuðum réttindum. Sjálfur telur hann tveggja ríkja lausnina vera blindgötu. „Þetta er eitt ríki og verður það. Eina spurningin er hvort þetta verður aðskilnaðarríki með sérréttindi handa mér á kostnað Palestínumanna, eða á þetta að vera ríki þar sem borin er virðing fyrir réttindum allra íbúa? Við erum nýlenduherrarnir, rétt eins og hvíta fólkið í Suður-Afríku. Þannig er raunveruleikinn.“ Hann gerir sér litlar vonir um að þetta breytist á næstunni. „Rasistasamfélög breytast ekki af fúsum og frjálsum vilja. Hvíta fólkið í Suður-Afríku lét af aðskilnaðarstefnunni vegna þess að það átti ekkert val, ekki vegna þess að það ákvað allt í einu að koma vel fram. Og það er held ég það sem þarf að gerast í Ísrael. Það þarf að sniðganga vörur, það þarf að samþykkja refsiaðgerðir og einangra Ísrael rétt eins og gert var við Suður-Afríku alveg þangað til ísraelskt samfélag áttar sig á því að það á engan annan kost en að leyfa raunverulegu lýðræði að verða að veruleika og virða réttindi Palestínumanna.“ Hvað með þann ótta við hryðjuverk sem Ísraelar segjast búa við alla daga? „Í fyrsta lagi er sá ótti ekki réttmætur. Og í öðru lagi þá er ekki við öðru en að búast en að þar sem kúgun er þar sé andspyrna. Það er ekki hægt að kenna andspyrnunni um, segja hana vandamálið, því það væri engin andspyrna ef ekki væri fyrir hernámið og kúgunina.“ Hann er spurður hvað þurfi til að opna augu Ísraela. „Það þarf að berja þá í hausinn. Þeir líta á alla andstöðu sem framlengingu á gyðingahatri. Þeir sjá ekki að þeir sjálfir geri nokkru sinni neitt rangt. Það eina sem hægt er að gera er að berja þá í hausinn svo þeir vakni og sjái að heimurinn hefur breyst, rétt eins og hvíta fólkið í Suður-Afríku. Dag nokkurn vöknuðu hinir hvítu íbúar Suður-Afríku og sáu að Nelson Mandela var orðinn forseti þeirra. Það var allt og sumt. Þetta þarf að gerast í Palestínu líka.“Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 30. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira