Erlent

Varar við langri baráttu

Cemil Bayik, hernaðarleiðtogi Kúrda í Tyrklandi.
Cemil Bayik, hernaðarleiðtogi Kúrda í Tyrklandi.
PKK hreyfingin, uppreisnarflokkur Kúrda í Tyrklandi, heitir því að herða á baráttu sinni við tyrknesk stjórnvöld. Leiðtogi hreyfingarinnar segir að forseti Tyrkja, Recip Erdogan, sé að færa átökin upp á annað stig og að við því verði brugðist.

Kúrdar muni verja sig til síðasta manns og á meðan Tyrkir færi sig upp á skaftið í Kúrdahéruðunum, sem liggja við landamæri Tyrklands að Sýrlandi og Írak, bregðist Kúrdar við af öllum mætti. Ásakanirnar ganga þannig á víxl því Tyrkir segja Kúrda vera að auka á ófriðinn á svæðinu.

Aðstoðarmaður Erdogans forseta sagði í gær að viðræður við Kúrda komi ekki til greina eins og staðan er í dag.

Cemil Bayik, leiðtogi PKK, ræddi við blaðamenn BBC. Hann sagði Kúrda ekki vilja skipta Tyrklandi upp og stofna eigið ríki. Þeir vilji búa innan Tyrklands en við ákveðið frelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×