Matt LeBlanc í nýrri Top Gear stríðnistiklu Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2016 16:08 Nú fer að líða að sýningu fyrstu Top Gear þáttaraðarinnar hjá BBC með nýjum stjórnendum þáttanna. Einn þeirra er Friends leikarinn Matt LeBlanc sem hér sést glíma við Ariel Nomad mjög svo torfæruhæfan Buggy-bíl. Það reynist honum þrautin þyngri að komast í bílinn enda engar hurðir á honum, en svo tekur fjörið við hjá Matt, enda bíllinn öflugur og fer afar létt með óslétt undirlagið á þessum slaglanga bíl. Ekki er rykið sem bíllinn þyrla upp með öllu afli sínu til að gleðja Matt eins og hér sést en það má afsaka með öðrum kostum bílsins, en Ariel Nomad er ekki með þak frekar en hurðir. Það verður forvitnilegt að sjá hvort áhorfendur munu sakna þríeykisins Clarkson, Hammond og May svo mikið að þættirnir munu ekki ná fyrra flugi, en það kemur í ljós í næsta mánuði. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent
Nú fer að líða að sýningu fyrstu Top Gear þáttaraðarinnar hjá BBC með nýjum stjórnendum þáttanna. Einn þeirra er Friends leikarinn Matt LeBlanc sem hér sést glíma við Ariel Nomad mjög svo torfæruhæfan Buggy-bíl. Það reynist honum þrautin þyngri að komast í bílinn enda engar hurðir á honum, en svo tekur fjörið við hjá Matt, enda bíllinn öflugur og fer afar létt með óslétt undirlagið á þessum slaglanga bíl. Ekki er rykið sem bíllinn þyrla upp með öllu afli sínu til að gleðja Matt eins og hér sést en það má afsaka með öðrum kostum bílsins, en Ariel Nomad er ekki með þak frekar en hurðir. Það verður forvitnilegt að sjá hvort áhorfendur munu sakna þríeykisins Clarkson, Hammond og May svo mikið að þættirnir munu ekki ná fyrra flugi, en það kemur í ljós í næsta mánuði.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent